Flottar heimildarmyndir fyrir vestan 25. apríl 2007 09:00 Hálfdán Pedersen skipuleggur flotta heimildarmyndahátíð á Patreksfirði um hvítasunnuhelgina. MYND/Anton „Við ætlum að frumsýna tæplega tuttugu nýjar íslenskar heimildarmyndir,“ segir Hálfdán Pedersen, einn skipuleggjenda heimildarmyndahátíðarinnar Skjaldborg "07 sem verður haldin í fallegu gömlu bíóhúsi á Patreksfirði um Hvítasunnuhelgina. „Meðal myndanna sem verða frumsýndar eru Syndir feðranna, myndin hans Bergsteins Björgúlfssonar um upptökuheimilið í Breiðuvík sem er búið að vera mikið í fréttum og Án titils: Sigur Rós á hljómleikaferðalagi sem er mjög lífleg og skemmtileg mynd um evróputúr hljómsveitarinnar,“ segir Hálfdán. Einnig verður frumsýnd myndin Hugleikir, fyrsta heimildarmynd Hugleiks Dagsonar myndasöguhöfunds með meiru, sem fjallar um hlutverkaleiki á borð við Dungeons and Dragons og allt sem fylgir þeim. Hátíðin á Patreksfirði er enn einn liður í hinum mikla uppgangi sem hefur verið á Vestfjörðum síðustu misseri, alveg álverslaust. Skemmst er að minnast hátíðarinnar Aldrei fór ég suður sem laðaði að sér blaðamenn frá mörgum erlendum stórblöðum og fegurðarsamkeppninnar Óbeisluð fegurð sem vakti athygli langt út fyrir landsteinana. „Við erum með þessari hátíð að skapa vettvang fyrir heimildarmyndagerðarfólk til að sýna myndir sínar á sama tíma og við erum að drífa borgarfólkið út á land. Það verður margt fleira að gera þarna en að horfa á myndir. Það verður hægt að fara í siglingar, veiða þorsk og svo verður slegið upp allsherjar fiskigrillveislu og sveitaballi.“ segir Hálfdán. Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
„Við ætlum að frumsýna tæplega tuttugu nýjar íslenskar heimildarmyndir,“ segir Hálfdán Pedersen, einn skipuleggjenda heimildarmyndahátíðarinnar Skjaldborg "07 sem verður haldin í fallegu gömlu bíóhúsi á Patreksfirði um Hvítasunnuhelgina. „Meðal myndanna sem verða frumsýndar eru Syndir feðranna, myndin hans Bergsteins Björgúlfssonar um upptökuheimilið í Breiðuvík sem er búið að vera mikið í fréttum og Án titils: Sigur Rós á hljómleikaferðalagi sem er mjög lífleg og skemmtileg mynd um evróputúr hljómsveitarinnar,“ segir Hálfdán. Einnig verður frumsýnd myndin Hugleikir, fyrsta heimildarmynd Hugleiks Dagsonar myndasöguhöfunds með meiru, sem fjallar um hlutverkaleiki á borð við Dungeons and Dragons og allt sem fylgir þeim. Hátíðin á Patreksfirði er enn einn liður í hinum mikla uppgangi sem hefur verið á Vestfjörðum síðustu misseri, alveg álverslaust. Skemmst er að minnast hátíðarinnar Aldrei fór ég suður sem laðaði að sér blaðamenn frá mörgum erlendum stórblöðum og fegurðarsamkeppninnar Óbeisluð fegurð sem vakti athygli langt út fyrir landsteinana. „Við erum með þessari hátíð að skapa vettvang fyrir heimildarmyndagerðarfólk til að sýna myndir sínar á sama tíma og við erum að drífa borgarfólkið út á land. Það verður margt fleira að gera þarna en að horfa á myndir. Það verður hægt að fara í siglingar, veiða þorsk og svo verður slegið upp allsherjar fiskigrillveislu og sveitaballi.“ segir Hálfdán.
Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira