Bíó og sjónvarp

Leiklistarveisla í Borgó

Leikendur víða að taka þátt í leiklistarveislu í Borgarleikhúsinu.
Leikendur víða að taka þátt í leiklistarveislu í Borgarleikhúsinu.

Leiklistarveisla verður haldin í Borgarleikhúsinu í kvöld kl. 20 í tilefni af menningarhátíðinni List án landamæra.

Fram koma leikhóparnir Perlan sem sýnir leikgerð eftir gömlu þekktu ævintýri um sólina og vindinn en yfirskrift þess er „Kærleikurinn“, sönghópurinn Blikandi stjörnur flytur söngdagskrá ásamt tónlistarmanninum KK, Tjarnarleikhópurinn sýnir brot úr leikritinu „Vont en það versnar“ og Halaleikhópurinn sýnir brot úr nýju íslensku leikriti eftir Ármann Guðmundsson, „Batnandi maður“. Dansklúbbur Hins hússins mun einnig taka þátt í dagskránni sem og aðstandendur sýningarinnar Þjóðarsálin sem sett var upp síðasta haust í leikstjórn Sigrúnar Sólar Ólafsdóttur. Kynnar kvöldsins eru Björgvin Franz Gíslason og Ása Björk Gísladóttir.

Frítt er á alla viðburði hátíðarinnar og allir velkomnir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.