Viðskipti erlent

Google gert að færa smáþorp

Chile Ríkisstjórn Chile hefur farið þess á leit við forsvarsmenn Google að þeir geri lagfæringar á landafræðileitarvél sinni, Google Earth, vegna þess að chileskur bær er í Argentínu í kerfinu.

Villa O'Higgins er örlítið smáþorp, 1.600 kílómetra sunnan Santiago, höfuðborgar Chile. Syðsti hluti Suður-Ameríku tilheyrir bæði Argentínu og Chile, og eru landamærin dregin eftir flókinni línu yfir eyjur, firði og fjöll. Löndin tvö römbuðu á barmi styrjaldar í lok áttunda áratugarins vegna deilna um yfirráð yfir eyjum á svæðinu. Talsmenn Google segja vinnu við lagfæringar þegar hafna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×