Hrópandinn í reiðimörkinni 2. maí 2007 00:01 Á laugardaginn stóð í Fréttablaðinu að kominn væri út bókaflokkur undir dulnefni. Sagt var að um „hálfgerðar sjoppubókmenntir" væri að ræða og nokkrir hugsanlegir höfundar nefndir. Þó var talið líklegast að ég væri sá rétti „í ljósi þess að svipaða sýn á fjölmiðla má finna í síðustu skáldsögu hennar". Ég man reyndar ekki eftir því að fjölmiðlar komi við sögu í Landi hinna týndu sokka en vissulega gæti mig misminnt. Undir þessi skrif setur Jakob Bjarnar Grétarsson stafi sína. Ef einhver vesalingurinn setur saman svo vonda bók að hann þorir ekki að leggja nafn sitt við hana þykir honum sjálfsagt að klína henni á mig. Hann hélt því fram í Fréttablaðinu í vetur að ég hlyti að vera höfundur bóka Stellu Blómkvist og rökstuddi það meðal annars með því að í þeirri nýjustu verður aðalpersónan ólétt - eins og það hafi hent mig einan Íslendinga. Hvers vegna höfundur sem gefið hefur út 10 bækur undir nafni ætti að taka upp á því að nota dulnefni er mér hulið. Fyrsta bókin mín kom út árið 1994 svo ég hef verið nokkuð iðin við kolann, auk þess sem ég var í fullu starfi meðfram ritstörfunum til ársloka 2004. Ekki veit ég hvernig ég hefði líka átt að hafa tíma til að skrifa bækur annarra höfunda. Jakob hefur ekki aðeins sýnt því áhuga sem ég hef ekki skrifað, heldur líka því sem ég hef skrifað. Fullur hneykslunar yfir þeim ósköpum að mér skyldi hafa verið veitt Blaðamannaverðlaun Íslands fyrir bókina Myndin af pabba - Saga Thelmu tjáði hann sig á vef BÍ og í DV þar sem hann vann þá. Þegar þjóðin hafnaði DV var Jakob ráðinn á Fréttablaðið og þar hefur hann haldið áfram að dreifa hneykslun sinni yfir landslýð. Hirti Howser sagt upp á Rás 2! Ó, nei! Ætlar Þorbjörn Broddason ekki að tjá sig um blogg dr. Guðbjargar Hildar Kolbeins - sömu Guðbjargar og Jakob stóð eitt sinn í ritdeilu við á vefsíðu BÍ? Ja, hérna hér! Og nú verð ég að segja svolítið sem ég átti ekki von á að ég myndi nokkurn tímann játa; það er söknuður af gamla DV. Þar var stunduð skarnblaðamennska, það vissi fólk og gat því lesið blaðið undir þeim formerkjum. Nú ganga gusurnar yfir Fréttablaðið, blað sem ritstjórar þess hljóta að hafa ætlað annað og meira en að miðla skúffelsi einstakra blaðamanna yfir fólki sem hefur ekkert með forarvilpur sálar þeirra að gera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gerður Kristný Mest lesið Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun
Á laugardaginn stóð í Fréttablaðinu að kominn væri út bókaflokkur undir dulnefni. Sagt var að um „hálfgerðar sjoppubókmenntir" væri að ræða og nokkrir hugsanlegir höfundar nefndir. Þó var talið líklegast að ég væri sá rétti „í ljósi þess að svipaða sýn á fjölmiðla má finna í síðustu skáldsögu hennar". Ég man reyndar ekki eftir því að fjölmiðlar komi við sögu í Landi hinna týndu sokka en vissulega gæti mig misminnt. Undir þessi skrif setur Jakob Bjarnar Grétarsson stafi sína. Ef einhver vesalingurinn setur saman svo vonda bók að hann þorir ekki að leggja nafn sitt við hana þykir honum sjálfsagt að klína henni á mig. Hann hélt því fram í Fréttablaðinu í vetur að ég hlyti að vera höfundur bóka Stellu Blómkvist og rökstuddi það meðal annars með því að í þeirri nýjustu verður aðalpersónan ólétt - eins og það hafi hent mig einan Íslendinga. Hvers vegna höfundur sem gefið hefur út 10 bækur undir nafni ætti að taka upp á því að nota dulnefni er mér hulið. Fyrsta bókin mín kom út árið 1994 svo ég hef verið nokkuð iðin við kolann, auk þess sem ég var í fullu starfi meðfram ritstörfunum til ársloka 2004. Ekki veit ég hvernig ég hefði líka átt að hafa tíma til að skrifa bækur annarra höfunda. Jakob hefur ekki aðeins sýnt því áhuga sem ég hef ekki skrifað, heldur líka því sem ég hef skrifað. Fullur hneykslunar yfir þeim ósköpum að mér skyldi hafa verið veitt Blaðamannaverðlaun Íslands fyrir bókina Myndin af pabba - Saga Thelmu tjáði hann sig á vef BÍ og í DV þar sem hann vann þá. Þegar þjóðin hafnaði DV var Jakob ráðinn á Fréttablaðið og þar hefur hann haldið áfram að dreifa hneykslun sinni yfir landslýð. Hirti Howser sagt upp á Rás 2! Ó, nei! Ætlar Þorbjörn Broddason ekki að tjá sig um blogg dr. Guðbjargar Hildar Kolbeins - sömu Guðbjargar og Jakob stóð eitt sinn í ritdeilu við á vefsíðu BÍ? Ja, hérna hér! Og nú verð ég að segja svolítið sem ég átti ekki von á að ég myndi nokkurn tímann játa; það er söknuður af gamla DV. Þar var stunduð skarnblaðamennska, það vissi fólk og gat því lesið blaðið undir þeim formerkjum. Nú ganga gusurnar yfir Fréttablaðið, blað sem ritstjórar þess hljóta að hafa ætlað annað og meira en að miðla skúffelsi einstakra blaðamanna yfir fólki sem hefur ekkert með forarvilpur sálar þeirra að gera.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun