Hinn heimskunni fræðimaður Geert Hofstede er væntanlegur til landsins. Áralangar rannsóknir hans sýna að stjórnunarstíll er afar misjafn eftir uppruna stjórnenda. Viðskipta- og hagfræðideild HÍ stendur fyrir ráðstefnu á fimmtudaginn þar sem Hofstede verður heiðursgestur.
Forvitnilegt verður að sjá hvort hann muni taka undir þær raddir að einstakri frumkvöðlamenningu Íslendinga sé að þakka að útrásarvíkingum vorum gengur jafn vel og raun ber vitni.