Bann Floyd Landis stendur

Bandaríkjamaðurinn Floyd Landis þarf að sitja af sér keppnisbann til ársins 2009 eftir að áfrýjun hans var vísað frá í dag. Landis féll á lyfjaprófi á Tour de France í fyrra og þarf því að afsala sér þessum virtasta titli í heimi hjólreiðanna. Niðurstöður lyfjaprófsins standa en Landis var fundinn sekur um að hafa notað steralyf.