Ef ég tek ofan flokksgleraugun 12. maí 2007 06:00 Kosningabaráttan hefur verið um margt skemmtileg. Og fróðleg. Þú hittir mann og annan, kynnist kjörum fólks, lífsháttum og skoðunum. Stundum nöldrinu en langoftast hreinskilni og kurteisi. Íslendingar eru dannað fólk. Það er líka merkilegt hvað svona annars lítil þjóð getur verið á öndverðum meiði um það sem við erum sammála um. Ég held því fram að sjö af hverjum tíu Íslendingum séu jafnaðarmenn. Að minnsta kosti inn við beinið. En þrátt fyrir sviplíkt uppeldi, samskonar menntun og sambærilegt umhverfi, þrátt fyrir að við horfum öll á sömu fréttirnar, lesum sömu blöðin og lifum öll í sátt og samlyndi, erum við samt ósammála þegar við göngum að kjörborðinu. Sumir kjósa flokka „af því bara", aðrir hafa það í genunum að tilheyra sama flokknum mann fram af manni og láta það lönd og leið hvað flokkurinn gerir eða segir. Ég kýs hann samt, segir hinn íslenski kjósandi. Fastur í sinni ævilöngu skotgröf. Stærsti kjósendahópurinn er nefnilega löngu búinn að ákveða sig. Einn segir: „ég er ópólitískur, ég kýs Sjálfstæðisflokkinn". Annar verður grafalvarlegur á svipinn og talar um „sinn flokk" eins og hann eigi hann prívat og persónulega og um daginn var ein eldri kona meira að segja svo hreinskilin við mig að benda upp til himins, um leið og hún sagði: „ég kýs eins og maðurinn minn gerði, ég get ekki farið að svíkja hann þótt hann sé látinn". Og við það sat. Ég gat þó í það minnsta glaðst yfir að fá atkvæði samkvæmt fyrirmælum að handan! Já það er tryggð í pólitíkinni hér á landi. Allt niðurneglt löngu áður en flokkarnir vígbúast og það er eiginlega alveg sama hvað flokkurinn okkar hefur gert eða sagt á kjörtímabilinu, hann er okkar flokkur og hananú. Jafnt til hægri sem vinstri. Út yfir gröf og dauða. Sjálfur var ég svona til skamms tíma en losnaði sem betur fer úr þeim álögum í tæka tíð. Það er enn talið til drottinsvika. Ef ég tek ofan flokksgleraugun og horfist í augu við þessa landlægu dyggð, þá vaknar auðvitað sú spurning, hvort það sé til einhvers eða einskis að gera hosur sínar grænar fyrir svo flokkshollri þjóð? Jú það er von. Kannanir segja að fimmtán prósent kjósenda séu óráðin fram á síðustu stundu. Ég hef tekið þátt í því að leita að þeim að undanförnu, þessum óákveðnu, sem af einhverjum dularfullum ástæðum hafa sloppið við að gerast ævilangir taglhnýtingar. Þetta eru kjósendurnir sem flokkarnir eru að bítast um. Þetta er fólkið sem ræður úrslitum, fólkið sem hugsar sjálfstætt og lætur ekki alltaf blóðið renna til skyldunnar. Nema þá þeirrar skyldu og sannfæringar, ætla ég að vona, að jöfnuður og almannahagsmunir séu einhvers virði. Allavega hefur verið gaman að fara út á þennan akur, að því leyti að þú hittir konuna sem sinnir umönnun gamla fólksins, póstmanninn og kennarann, þú hittir skólapiltinn sem stundar háskólanám á daginn og vaskar upp á veitingahúsinu á kvöldin, þú lendir í samtali við gamlan togarasjómann sem man eftir afa þínum og virðulegan kaupsýslumanninn sem hefur lokið sínu dagsverki og spilar félagsvist á elliheimilinu. Unga móðirin og strákurinn í bifvélavirkjuninni brosa þessu sama heiðarlega fallega brosi og allt er þetta fólk að reyna að bjarga sér frá degi til dags og gefur kannski skít í leiðinlega pólitík sem þeim finnst að komi þeim ekkert við og hvað er ég þá að vilja upp á dekk og ráðleggja þeim hvað þau eigi að kjósa? Veit ég það betur en þau sjálf? Er ég ekki bara með flokksgleraugu fyrir báðum augum og hef enga sýn, ekkert útsýni yfir það líf sem þetta marglita manneskjulega litróf samfélagsins lifir og hrærist í? Ég hef jú mína skoðun, mína lífsreynslu, en hún kann að vera allt öðru vísi en þeirra hinna sem ég er að biðla til. En svona er nú lífið og lýðræðið og ég held að það væri lítið gaman að þessu ef allir væru eins. Eða í einum og sama flokknum. Mannlífið er eitt stórt hringleikahús, stjórnmálamennirnir meðtaldir. Og jafnvel þótt manns eigin boðskapur falli ekki alltaf í kramið hjá réttrúnaðarmönnum, þá er tilgangurinn og tilraunin ómaksins verð í samfélagi ólíkra einstaklinga sem geta verið svo dásamlega ósammála um flest það sem þeir eru í rauninni allir sammála um. Ef ekki væri fyrir öll þessi flokksgleraugu sem byrgja okkur sýn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellert B. Schram Mest lesið Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun
Kosningabaráttan hefur verið um margt skemmtileg. Og fróðleg. Þú hittir mann og annan, kynnist kjörum fólks, lífsháttum og skoðunum. Stundum nöldrinu en langoftast hreinskilni og kurteisi. Íslendingar eru dannað fólk. Það er líka merkilegt hvað svona annars lítil þjóð getur verið á öndverðum meiði um það sem við erum sammála um. Ég held því fram að sjö af hverjum tíu Íslendingum séu jafnaðarmenn. Að minnsta kosti inn við beinið. En þrátt fyrir sviplíkt uppeldi, samskonar menntun og sambærilegt umhverfi, þrátt fyrir að við horfum öll á sömu fréttirnar, lesum sömu blöðin og lifum öll í sátt og samlyndi, erum við samt ósammála þegar við göngum að kjörborðinu. Sumir kjósa flokka „af því bara", aðrir hafa það í genunum að tilheyra sama flokknum mann fram af manni og láta það lönd og leið hvað flokkurinn gerir eða segir. Ég kýs hann samt, segir hinn íslenski kjósandi. Fastur í sinni ævilöngu skotgröf. Stærsti kjósendahópurinn er nefnilega löngu búinn að ákveða sig. Einn segir: „ég er ópólitískur, ég kýs Sjálfstæðisflokkinn". Annar verður grafalvarlegur á svipinn og talar um „sinn flokk" eins og hann eigi hann prívat og persónulega og um daginn var ein eldri kona meira að segja svo hreinskilin við mig að benda upp til himins, um leið og hún sagði: „ég kýs eins og maðurinn minn gerði, ég get ekki farið að svíkja hann þótt hann sé látinn". Og við það sat. Ég gat þó í það minnsta glaðst yfir að fá atkvæði samkvæmt fyrirmælum að handan! Já það er tryggð í pólitíkinni hér á landi. Allt niðurneglt löngu áður en flokkarnir vígbúast og það er eiginlega alveg sama hvað flokkurinn okkar hefur gert eða sagt á kjörtímabilinu, hann er okkar flokkur og hananú. Jafnt til hægri sem vinstri. Út yfir gröf og dauða. Sjálfur var ég svona til skamms tíma en losnaði sem betur fer úr þeim álögum í tæka tíð. Það er enn talið til drottinsvika. Ef ég tek ofan flokksgleraugun og horfist í augu við þessa landlægu dyggð, þá vaknar auðvitað sú spurning, hvort það sé til einhvers eða einskis að gera hosur sínar grænar fyrir svo flokkshollri þjóð? Jú það er von. Kannanir segja að fimmtán prósent kjósenda séu óráðin fram á síðustu stundu. Ég hef tekið þátt í því að leita að þeim að undanförnu, þessum óákveðnu, sem af einhverjum dularfullum ástæðum hafa sloppið við að gerast ævilangir taglhnýtingar. Þetta eru kjósendurnir sem flokkarnir eru að bítast um. Þetta er fólkið sem ræður úrslitum, fólkið sem hugsar sjálfstætt og lætur ekki alltaf blóðið renna til skyldunnar. Nema þá þeirrar skyldu og sannfæringar, ætla ég að vona, að jöfnuður og almannahagsmunir séu einhvers virði. Allavega hefur verið gaman að fara út á þennan akur, að því leyti að þú hittir konuna sem sinnir umönnun gamla fólksins, póstmanninn og kennarann, þú hittir skólapiltinn sem stundar háskólanám á daginn og vaskar upp á veitingahúsinu á kvöldin, þú lendir í samtali við gamlan togarasjómann sem man eftir afa þínum og virðulegan kaupsýslumanninn sem hefur lokið sínu dagsverki og spilar félagsvist á elliheimilinu. Unga móðirin og strákurinn í bifvélavirkjuninni brosa þessu sama heiðarlega fallega brosi og allt er þetta fólk að reyna að bjarga sér frá degi til dags og gefur kannski skít í leiðinlega pólitík sem þeim finnst að komi þeim ekkert við og hvað er ég þá að vilja upp á dekk og ráðleggja þeim hvað þau eigi að kjósa? Veit ég það betur en þau sjálf? Er ég ekki bara með flokksgleraugu fyrir báðum augum og hef enga sýn, ekkert útsýni yfir það líf sem þetta marglita manneskjulega litróf samfélagsins lifir og hrærist í? Ég hef jú mína skoðun, mína lífsreynslu, en hún kann að vera allt öðru vísi en þeirra hinna sem ég er að biðla til. En svona er nú lífið og lýðræðið og ég held að það væri lítið gaman að þessu ef allir væru eins. Eða í einum og sama flokknum. Mannlífið er eitt stórt hringleikahús, stjórnmálamennirnir meðtaldir. Og jafnvel þótt manns eigin boðskapur falli ekki alltaf í kramið hjá réttrúnaðarmönnum, þá er tilgangurinn og tilraunin ómaksins verð í samfélagi ólíkra einstaklinga sem geta verið svo dásamlega ósammála um flest það sem þeir eru í rauninni allir sammála um. Ef ekki væri fyrir öll þessi flokksgleraugu sem byrgja okkur sýn.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun