Sköpun í sinni tærustu mynd 17. maí 2007 11:15 Sigur Rós á tónleikum sínum á Klambratúni í fyrra. Hinn 1. júní næstkomandi kemur út ný ljósmyndabók um Sigur Rós sem nefnist „In a Frozen Sea: A Year With Sigur Rós“. Höfundur bókarinnar hefur fylgst lengi með ferli Sigur Rósar og hefur starfað í tuttugu ár í tónlistarbransanum. „Ég hlakka mjög til að sjá bókina koma út og vona sem flestir geti séð hana,“ segir höfundurinn Jeff Anderson. „Þetta er 32 blaðsíðna bók sem er klædd inn í 12“ vinyl-umslag. Okkur langaði til að gera eitthvað sem okkur fannst tengjast hljómsveitinni, eitthvað sem virðist vera týnt og tröllum gefið í tónlistarheiminum í dag,“ segir hann um umgjörð plötunnar.Tónleikaferð um Íslandjeff anderson Anderson hefur þekkt strákana í Sigur Rós í átta ár.Í bókinni er Sigur Rós fylgt eftir á vel heppnaðri tónleikaferð hennar um Ísland á síðasta ári og á lokahnykk heimsreisu hennar til að fylgja eftir plötunni Takk. Ólíkir öllum öðrumAnderson hefur þekkt piltana í Sigur Rós í um átta ár. Kynntist hann þeim fyrst þegar hann starfaði hjá Interscope Records, þar sem hann reyndi að gera við þá plötusamning. Hann segir þá félaga afar sérstaka. „Þeir eru gjörsamlega ólíkir öllum öðrum og sköpunargáfa þeirra er í sinni tærustu mynd. Ég hef ekki hitt neinn listamann hingað til sem ber ekki virðingu fyrir þeim. Aðrir tónlistarmenn hafa kannski mismunandi skoðanir á tónlist þeirra en þeir bera samt mikla virðingu fyrir þeirra verkum. Það er afar sjaldgæft í tónlistarheiminum,“ segir hann. Frábærir á tónleikumMikið var lagt í vinnslu hinnar væntanlegu bókar. Anderson segist þó ekki hafa elt sveitina bókstaflega út um allar trissur við gerð hennar. „Við eyddum samt sem áður rétt rúmu ári með þeim og fengum blaðamann til að ná tengslum við þá og fylgja eftir hugmyndinni um „Ár með Sigur Rós“. Það er alltaf frábært að sjá þá á tónleikum og jafnvel ennþá betra að eyða tíma með þeim.“ Hægt verður að panta bókina á heimasíðunni www.ainr.com, auk þess sem hún verður fáanleg í völdum búðum.freyr@frettabladid.is Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Hinn 1. júní næstkomandi kemur út ný ljósmyndabók um Sigur Rós sem nefnist „In a Frozen Sea: A Year With Sigur Rós“. Höfundur bókarinnar hefur fylgst lengi með ferli Sigur Rósar og hefur starfað í tuttugu ár í tónlistarbransanum. „Ég hlakka mjög til að sjá bókina koma út og vona sem flestir geti séð hana,“ segir höfundurinn Jeff Anderson. „Þetta er 32 blaðsíðna bók sem er klædd inn í 12“ vinyl-umslag. Okkur langaði til að gera eitthvað sem okkur fannst tengjast hljómsveitinni, eitthvað sem virðist vera týnt og tröllum gefið í tónlistarheiminum í dag,“ segir hann um umgjörð plötunnar.Tónleikaferð um Íslandjeff anderson Anderson hefur þekkt strákana í Sigur Rós í átta ár.Í bókinni er Sigur Rós fylgt eftir á vel heppnaðri tónleikaferð hennar um Ísland á síðasta ári og á lokahnykk heimsreisu hennar til að fylgja eftir plötunni Takk. Ólíkir öllum öðrumAnderson hefur þekkt piltana í Sigur Rós í um átta ár. Kynntist hann þeim fyrst þegar hann starfaði hjá Interscope Records, þar sem hann reyndi að gera við þá plötusamning. Hann segir þá félaga afar sérstaka. „Þeir eru gjörsamlega ólíkir öllum öðrum og sköpunargáfa þeirra er í sinni tærustu mynd. Ég hef ekki hitt neinn listamann hingað til sem ber ekki virðingu fyrir þeim. Aðrir tónlistarmenn hafa kannski mismunandi skoðanir á tónlist þeirra en þeir bera samt mikla virðingu fyrir þeirra verkum. Það er afar sjaldgæft í tónlistarheiminum,“ segir hann. Frábærir á tónleikumMikið var lagt í vinnslu hinnar væntanlegu bókar. Anderson segist þó ekki hafa elt sveitina bókstaflega út um allar trissur við gerð hennar. „Við eyddum samt sem áður rétt rúmu ári með þeim og fengum blaðamann til að ná tengslum við þá og fylgja eftir hugmyndinni um „Ár með Sigur Rós“. Það er alltaf frábært að sjá þá á tónleikum og jafnvel ennþá betra að eyða tíma með þeim.“ Hægt verður að panta bókina á heimasíðunni www.ainr.com, auk þess sem hún verður fáanleg í völdum búðum.freyr@frettabladid.is
Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira