Einfaldur og bragðgóður 18. maí 2007 08:00 Mirco Gassi, kokkur á veitingastaðnum Rossopomodoro eldaði þrjá réttir fyrir lesendur Fréttablaðsins. MYND/Vilhelm Miðjarðarhafsstemning ríkir á veitingastaðnum Rossopmodora á Laugavegi 40a. Tagliatelle allo scoglio. Tagliatelle með smokkfisk, krækling, hörpuskelfisk og risarækjum í hvítvíns-tómatsósu. „Mig langaði að elda ósvikinn miðjarðarhafsmat, sem fæst á Spáni, Grikklandi og Suður-Afríku en á rætur að rekja til Ítalíu,“ úskýrir Mirco Gassi, kokkur á veitingastaðnum Rossopomdoro. „Þess vegna ákvað ég að elda sjávarrétti: hörpuskeljar með papriku og ólívum í forrétt, þá krækling, rækjur, hörpuskeljar og smokkfisk og loks saltfisk að ítölskum hætti, með sósu, kartöflum, lauk og tómötum.“ Capesante con pepperoni arrostiti. Pönnusteiktur hörpudiskur með steiktri papriku. Mirco segir mjög auðvelt sé að búa réttina til og þar að auki séu þeir einstaklega hollir. „Kosturinn við Miðjarðarhafsmatseld er meðal annars sá að ólívuolía er notuð í stað smjörs og annarrar hertrar fitu þannig að réttirnir eru ekki óhollir. Aðeins besta hráefni er notað eins tíðkast á Ítalíu og Spáni. Nú, ekki skemmir síðan fyrir ef gott vín er borið fram með matnum, enda á vínmenning sér 2000 ára sögu niðri við Miðjarðarhaf.“ Kokkurinn bætir við að að ítölsk matseld sé ekki bragðsterk, gagnstætt því sem margir kunna að halda. Baccala con pepperoni, patate, olive e cipolle. Pönnusteiktur saltfiskur með lauk, papriku, ólifum pg kartöflum í tómatbasilsósu. „Sannleikurinn er sá að hann er einfaldur, bragðgóður og langt frá því að vera sterkar þar sem hann er ekki kryddaður með kúmeni og kóríander eins og tíðkast í asískri matargerð. Réttirnir sem ég hef eldað ættu að gefa Íslendingum góða mynd af matseld eins og hún tíðkast við Miðjarðarhaf.“ Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Edrú í eitt ár Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Miðjarðarhafsstemning ríkir á veitingastaðnum Rossopmodora á Laugavegi 40a. Tagliatelle allo scoglio. Tagliatelle með smokkfisk, krækling, hörpuskelfisk og risarækjum í hvítvíns-tómatsósu. „Mig langaði að elda ósvikinn miðjarðarhafsmat, sem fæst á Spáni, Grikklandi og Suður-Afríku en á rætur að rekja til Ítalíu,“ úskýrir Mirco Gassi, kokkur á veitingastaðnum Rossopomdoro. „Þess vegna ákvað ég að elda sjávarrétti: hörpuskeljar með papriku og ólívum í forrétt, þá krækling, rækjur, hörpuskeljar og smokkfisk og loks saltfisk að ítölskum hætti, með sósu, kartöflum, lauk og tómötum.“ Capesante con pepperoni arrostiti. Pönnusteiktur hörpudiskur með steiktri papriku. Mirco segir mjög auðvelt sé að búa réttina til og þar að auki séu þeir einstaklega hollir. „Kosturinn við Miðjarðarhafsmatseld er meðal annars sá að ólívuolía er notuð í stað smjörs og annarrar hertrar fitu þannig að réttirnir eru ekki óhollir. Aðeins besta hráefni er notað eins tíðkast á Ítalíu og Spáni. Nú, ekki skemmir síðan fyrir ef gott vín er borið fram með matnum, enda á vínmenning sér 2000 ára sögu niðri við Miðjarðarhaf.“ Kokkurinn bætir við að að ítölsk matseld sé ekki bragðsterk, gagnstætt því sem margir kunna að halda. Baccala con pepperoni, patate, olive e cipolle. Pönnusteiktur saltfiskur með lauk, papriku, ólifum pg kartöflum í tómatbasilsósu. „Sannleikurinn er sá að hann er einfaldur, bragðgóður og langt frá því að vera sterkar þar sem hann er ekki kryddaður með kúmeni og kóríander eins og tíðkast í asískri matargerð. Réttirnir sem ég hef eldað ættu að gefa Íslendingum góða mynd af matseld eins og hún tíðkast við Miðjarðarhaf.“
Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Edrú í eitt ár Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira