Íslenskulöggan Dr. Gunni skrifar 22. nóvember 2007 00:01 Það er yndislega svalt að nota sjónvarp, síma og tölvu á meðan púkalegir nágrannar okkar smjatta á television, telephone og computer með glötuðum hreim. Helst ætti okkur öllum að þykja ýkt hallærislegt að nota slettur og fá óstöðvandi hláturskast þegar einhver aulinn lætur nappa sig með slettu á vör. Það á að vera eðlilegt forgangsatriði að tala gullfallega og tandurhreina íslensku. Frábærast væri ef stofnuð yrði sérstök íslenskudeild hjá löggunni. Hún fengi þjálfun hjá Nirði P. Njarðvík og gúmmíkylfur, rafbyssur og víðtækar handtökuheimildir til að berjast gegn enskum áhrifum. Fyrst væri að hreinsa landið af erlendum fyrirtækjanöfnum. McDonald's og Kentucky Fried Chicken yrði vísað úr landi með starfsemi sína nema þau breyttust í Maggaborgara og Dalvíkur djúpsteiktan kjúkling. Sérstaka vakt þyrfti fyrir gáfumannaþætti eins og Silfur Egils. Gestir fengu stuð í geirvörturnar í hvert skipti sem þeir reyndu að slá um sig með statistík, mentalítet og öðrum forljótum slettum sem vilja velta út í hita leiksins. Taka þyrfti sérlega fast á poppurum. Enskir popptextar hafa farið í og dottið úr tísku með jöfnu millibili síðustu áratugina. Framan af var íslenskan einráð en í kringum 1970 þótti hössuðum hárboltum snögglega sem enskan væri málið. Um 1980 sungu allir á íslensku nema þungarokkarar, sem hafa alltaf litið á ensku sem „tungumál rokksins". Nú er ástandið sorglegt og sáralítill metnaður fyrir hönd móðurmálsins sjáanlegur. Allir eru jú með meik í kringum bláu augun og telja það forskot að syngja á ensku, og auðvitað líka að nefna sig á ensku - Motion Boys, Bloodgroup, Luxor… Íslenskulöggan þyrfti að snúa upp á hendurnar á þessu fólki og knýja fram Hreyfipilta, Blóðflokkinn og Launsyni Lúsifers. Þegar maður heyrir í helstu vonarglætu íslenskunnar í poppi um þessar mundir, hinni metnaðarfullu Sprengjuhöll, fattar maður enn og aftur hversu miklu meira gefandi það er að hlusta á tónlist með góðum textum á íslensku. Það er eins og aukavídd bætist við. Hjá íslenskulöggunni þyrfti því poppið að vera forgangsmál, enda er popp mikilvægara en bæði ljóð og drepleiðinlegar hátíðardagskrár. Ég veit til dæmis ekkert um Jónas Hallgrímsson og hef aldrei nennt að pæla í þeim pakka, en Bjöggi og Gunni Þórðar voru hreint magnaðir þegar þeir Stóðu úti í tunglsljósi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dr. Gunni Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Það er yndislega svalt að nota sjónvarp, síma og tölvu á meðan púkalegir nágrannar okkar smjatta á television, telephone og computer með glötuðum hreim. Helst ætti okkur öllum að þykja ýkt hallærislegt að nota slettur og fá óstöðvandi hláturskast þegar einhver aulinn lætur nappa sig með slettu á vör. Það á að vera eðlilegt forgangsatriði að tala gullfallega og tandurhreina íslensku. Frábærast væri ef stofnuð yrði sérstök íslenskudeild hjá löggunni. Hún fengi þjálfun hjá Nirði P. Njarðvík og gúmmíkylfur, rafbyssur og víðtækar handtökuheimildir til að berjast gegn enskum áhrifum. Fyrst væri að hreinsa landið af erlendum fyrirtækjanöfnum. McDonald's og Kentucky Fried Chicken yrði vísað úr landi með starfsemi sína nema þau breyttust í Maggaborgara og Dalvíkur djúpsteiktan kjúkling. Sérstaka vakt þyrfti fyrir gáfumannaþætti eins og Silfur Egils. Gestir fengu stuð í geirvörturnar í hvert skipti sem þeir reyndu að slá um sig með statistík, mentalítet og öðrum forljótum slettum sem vilja velta út í hita leiksins. Taka þyrfti sérlega fast á poppurum. Enskir popptextar hafa farið í og dottið úr tísku með jöfnu millibili síðustu áratugina. Framan af var íslenskan einráð en í kringum 1970 þótti hössuðum hárboltum snögglega sem enskan væri málið. Um 1980 sungu allir á íslensku nema þungarokkarar, sem hafa alltaf litið á ensku sem „tungumál rokksins". Nú er ástandið sorglegt og sáralítill metnaður fyrir hönd móðurmálsins sjáanlegur. Allir eru jú með meik í kringum bláu augun og telja það forskot að syngja á ensku, og auðvitað líka að nefna sig á ensku - Motion Boys, Bloodgroup, Luxor… Íslenskulöggan þyrfti að snúa upp á hendurnar á þessu fólki og knýja fram Hreyfipilta, Blóðflokkinn og Launsyni Lúsifers. Þegar maður heyrir í helstu vonarglætu íslenskunnar í poppi um þessar mundir, hinni metnaðarfullu Sprengjuhöll, fattar maður enn og aftur hversu miklu meira gefandi það er að hlusta á tónlist með góðum textum á íslensku. Það er eins og aukavídd bætist við. Hjá íslenskulöggunni þyrfti því poppið að vera forgangsmál, enda er popp mikilvægara en bæði ljóð og drepleiðinlegar hátíðardagskrár. Ég veit til dæmis ekkert um Jónas Hallgrímsson og hef aldrei nennt að pæla í þeim pakka, en Bjöggi og Gunni Þórðar voru hreint magnaðir þegar þeir Stóðu úti í tunglsljósi.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun