Viðskipti erlent

2,4 prósenta hagvöxtur í Þýskalandi

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, eins stærsta hagkerfis Evrópu.
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, eins stærsta hagkerfis Evrópu.

Landsframleiðsla jókst um 0,7 prósent í Þýskalandi á þriðja ársfjórðungi samanborið við 0,3 prósent í fjórðungnum á undan. Þetta jafngildir því að hagvöxtur jókst um 2,4 prósent í Þýskalandi á árinu.

Einkaneysla innanlands á stærstan þátt í hagvextinum og vegur hann upp á móti samdrætti í útflutningi, að því er breska ríkisútvarpið, BBC, greinir frá.

BBC bætir við að markaðsaðilar hafi tekið upplýsingunum fagnandi þótt hátt olíuverð og hátt gengi evru gagnvart öðrum gjaldmiðlum, ekki síst bandaríkjadal, geti sett skarð í frekari hagvaxtartölur þess stærsta hagkerfis Evrópu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×