Glerbrot í vegginn, takk 25. maí 2007 00:01 Þegar fjölskylda mín var búsett um tíma á Spáni bjuggum við í sex hæða húsi með flötu þaki þar sem var hægt að hengja upp blautan þvott og liggja í sólbaði. Í húsinu fast við okkar var staðsett nunnuklaustur. Yfirmenn klaustursins ráku augljóslega harða einangrunarstefnu því að í hvítkalkaða vegginn sem skildi þakið þeirra frá þakinu okkar höfðu verið steypt þúsund lítil glerbrot. Maður sá ósjálfrátt fyrir sér vesæla blóðrisa nunnu blaktandi á veggnum eins og sauðargæra á gaddavír. Og velti fyrir sér hvort hefði verið meira metnaðarmál, að halda nunnunum inni eða óæskilegum áhrifum úti? Suma nágranna er best að þurfa ekki að verða of var við. Glerbrotin í veggnum eru aðeins ein af fjölmörgum hentugum aðferðum til að skilja sig frá nágranna sínum, skilja nágrannann frá sjálfum sér. Á Íslandi var heilt herlið til að mynda geymt innan girðingar áratugum saman, uppi á heiði sem oftast er líkt við yfirborð tunglsins, til að verja íslenska fjöreggið erlendri spillingu. Sjálf hef ég ýmislegt við mína nágranna að athuga og mun hefja undirskriftasöfnun hið fyrsta til að flæma burt eftirfarandi einstaklinga: manninn sem ég hef grun um að sé laumualki, konuna sem á það til að birtast nakin úti í glugga þegar tungl er í fyllingu - og svo auðvitað anarkistann í kjallaranum. Grenndarkynning á tillögunum mun fara fram í íþróttahúsi Melaskóla hið fyrsta. Að vilja útiloka nærveru óæskilegra nágranna er ekki skortur á mannskilningi, náungakærleika eða samfélagslegri ábyrgð. Það er eðlileg ósk um að vernda fasteignaverðið og börnin. Í þessari röð. Blessuð börnin sem eru strax byrjuð að leika sér með sprautunálar í stað bolta. Rétta lausnin hér er auðvitað þverfagleg og sameinar velferðarmál og byggðastefnu á hagkvæman máta. Á Miðnesheiði hefur kjörið svæði til félagslegrar einangrunar staðið ónotað eftir að herinn fór, en þar hefur nú verið ákveðið að koma fyrir háskólastúdentum. Ekki þarf að örvænta: á Flateyri situr fólk uppi með verðlausar eignir. Í Reykjavík sitja eignir uppi með verðlaust fólk. Því ekki að senda rónana á Vestfirði og smala Flateyringum niður í miðbæ, þar sem sólin getur haldið áfram að skína og fuglarnir að syngja og maður gæti bara næstum haldið að maður væri í útlöndum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Svava Tómasdóttir Mest lesið 100 þúsund á mánuði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn boðar skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Sérfræðingar í vonlausum aðstæðum Víðir Reynisson,Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar. Takið eftir Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Niðurgreidd sálfræðiþjónusta án sálfræðinga, hvernig hljómar það? Kristbjörg Þórisdóttir ,Edda Sigfúsdóttir Skoðun Að deyja fyrir að vera öðruvísi Arna Magnea Danks Skoðun Ég vil ekki að þeim líði illa Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Dulin mein íslenskt stjórnkerfis Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun
Þegar fjölskylda mín var búsett um tíma á Spáni bjuggum við í sex hæða húsi með flötu þaki þar sem var hægt að hengja upp blautan þvott og liggja í sólbaði. Í húsinu fast við okkar var staðsett nunnuklaustur. Yfirmenn klaustursins ráku augljóslega harða einangrunarstefnu því að í hvítkalkaða vegginn sem skildi þakið þeirra frá þakinu okkar höfðu verið steypt þúsund lítil glerbrot. Maður sá ósjálfrátt fyrir sér vesæla blóðrisa nunnu blaktandi á veggnum eins og sauðargæra á gaddavír. Og velti fyrir sér hvort hefði verið meira metnaðarmál, að halda nunnunum inni eða óæskilegum áhrifum úti? Suma nágranna er best að þurfa ekki að verða of var við. Glerbrotin í veggnum eru aðeins ein af fjölmörgum hentugum aðferðum til að skilja sig frá nágranna sínum, skilja nágrannann frá sjálfum sér. Á Íslandi var heilt herlið til að mynda geymt innan girðingar áratugum saman, uppi á heiði sem oftast er líkt við yfirborð tunglsins, til að verja íslenska fjöreggið erlendri spillingu. Sjálf hef ég ýmislegt við mína nágranna að athuga og mun hefja undirskriftasöfnun hið fyrsta til að flæma burt eftirfarandi einstaklinga: manninn sem ég hef grun um að sé laumualki, konuna sem á það til að birtast nakin úti í glugga þegar tungl er í fyllingu - og svo auðvitað anarkistann í kjallaranum. Grenndarkynning á tillögunum mun fara fram í íþróttahúsi Melaskóla hið fyrsta. Að vilja útiloka nærveru óæskilegra nágranna er ekki skortur á mannskilningi, náungakærleika eða samfélagslegri ábyrgð. Það er eðlileg ósk um að vernda fasteignaverðið og börnin. Í þessari röð. Blessuð börnin sem eru strax byrjuð að leika sér með sprautunálar í stað bolta. Rétta lausnin hér er auðvitað þverfagleg og sameinar velferðarmál og byggðastefnu á hagkvæman máta. Á Miðnesheiði hefur kjörið svæði til félagslegrar einangrunar staðið ónotað eftir að herinn fór, en þar hefur nú verið ákveðið að koma fyrir háskólastúdentum. Ekki þarf að örvænta: á Flateyri situr fólk uppi með verðlausar eignir. Í Reykjavík sitja eignir uppi með verðlaust fólk. Því ekki að senda rónana á Vestfirði og smala Flateyringum niður í miðbæ, þar sem sólin getur haldið áfram að skína og fuglarnir að syngja og maður gæti bara næstum haldið að maður væri í útlöndum?
Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Niðurgreidd sálfræðiþjónusta án sálfræðinga, hvernig hljómar það? Kristbjörg Þórisdóttir ,Edda Sigfúsdóttir Skoðun
Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Niðurgreidd sálfræðiþjónusta án sálfræðinga, hvernig hljómar það? Kristbjörg Þórisdóttir ,Edda Sigfúsdóttir Skoðun