Viðskipti innlent

Flestir nota netið daglega

Tölva er á 90 prósent heimila landsmanna.
Tölva er á 90 prósent heimila landsmanna.

Tæp 90 prósent íslenskra heimila eru með tölvur og 84 prósent heimila geta tengst interneti, samkvæmt rannsókn Hagstofunnar á notkun heimila og einstaklinga á tæknibúnaði og interneti.

Níu af hverjum tíu Íslendingum á aldrinum 16 til 74 ára nota tölvu og internet. Flestir nota netið næstum daglega, helst til samskipta og upplýsingaleitar.

Þriðji hver Íslendingur hefur pantað og keypt vörur eða þjónustu um internet. Algengast er að fólk kaupi farmiða, gistingu eða annað tengt ferðalögum á netinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×