Viðskipti innlent

Stungið upp í ráðherrann

Henry Paulson, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, fundaði með Wu Yi, aðstoðarforsætisráðherra Kína, í Washington í síðustu viku. Efni fundarins var lágt gengi kínverska júansins, sem Bandaríkjastjórn segir að haldið sé lágu með handafli, og aukinn innflutningur frá Kína til Bandaríkjanna. Bloomberg segir Kínastjórn virðast leiða á nuddinu enda benti Yi Paulson á að Bandaríkjastjórn gæti sjálfri sér um kennt. Bandaríkjamenn hefðu reist fjölmargar verksmiðjur í Kína á tíunda áratug síðustu aldar sem framleiddu fyrir heimahaga auk þess sem helst væru fluttar frá Kína til Bandaríkjanna ódýrar vörur sem Bandaríkjamenn væru hættir að framleiða.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×