Sólgleraugu fyrir sálina 31. maí 2007 00:01 Á morgun verður bannað að reykja á öllum veitingastöðum landsins, jafnt á Hótel Holti sem á Rökkurbarnum. Bretar eru farnir að merkja áfengisflöskur með miðum frá hinu opinbera. Þar kemur fram hversu stórra skammta af viðkomandi áfengistegund ríkið telur ásættanlegt að neyta á dag. Þessar merkingar koma örugglega hingað fljótlega. Með sama áframhaldi verður líklega farið að merkja ungbörn þegar þau koma af fæðingardeildinni: Varúð, lífið er ekki endalaust: Passaðu þig. Því hvað er öryggisfíknin annað en útvíkkuð dauðahræðsla? Við eigum ekki mikið eftir - í jarðfræðilegu tilliti - og engin trygging fyrir eftirlífi. Við erum í djúpum, hvernig sem á það er litið. En það má reyna. Halda í vonina. Og því þá ekki að banna reykingar á veitingastöðum eins og hvað annað? Fólk reykir þá bara meira heima hjá sér yfir krökkunum. Reykingar eru náttúrlega ein vitlausasta tímasóun sem um getur og ágætt að reynt sé að stemma stigu við ruglinu. Að reykja er að sjúga að sér baneitruðum reyk fyrir lítils háttar vímuástand sem kemur hvort sem er bara með fyrstu sígarettu dagsins. Allar hinar sígarettur dagsins eru misheppnaðar tilraunir til að fá sömu vímuna aftur. Vond lykt, mæði og dofnandi lyktar- og bragðskyn í kaupbæti. Semsé algjört rugl. Einn kost hafa þó sígarettur og sá er að maður hefur þá allavega eitthvað að gera á meðan maður reykir. Í samkvæmum, á meðan vandræðagangur ríkir enn því enginn hefur náð nægri ölvun, er gáfulegast að taka upp rettu og finna hópinn sem stendur úti og reykir. Þar er miklu léttara yfir mannskapnum og allir samtaka í sinni vitlausu tímasóun. Svo er ekki það sama að standa aulalegur við borð á skemmtistað með glas og mæla út tækifærin og að standa aulalegur við borð með glas og sígarettu á milli puttanna. Sígarettan þrælvirkar nefnilega sem eins konar andleg brynja á galeiðunni, sólgleraugu á sálina, eitthvað til að gera á meðan tíminn líður. Hér er ég kominn á hálan ís því það er bannað með lögum að segja eitthvað jákvætt um andstyggðina. Ég tek þó sénsinn og bæti við að þrátt fyrir bannið verður eftir sem áður vandræðalausasta stemningin þar sem fólk norpar í hnapp og drepur sig í smáskömmtum - tilfinningalega sameinað eins og aðrir félagslega útskúfaðir hópar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dr. Gunni Mest lesið 100 þúsund á mánuði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn boðar skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Sérfræðingar í vonlausum aðstæðum Víðir Reynisson,Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar. Takið eftir Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Niðurgreidd sálfræðiþjónusta án sálfræðinga, hvernig hljómar það? Kristbjörg Þórisdóttir ,Edda Sigfúsdóttir Skoðun Að deyja fyrir að vera öðruvísi Arna Magnea Danks Skoðun Ég vil ekki að þeim líði illa Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Dulin mein íslenskt stjórnkerfis Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun
Á morgun verður bannað að reykja á öllum veitingastöðum landsins, jafnt á Hótel Holti sem á Rökkurbarnum. Bretar eru farnir að merkja áfengisflöskur með miðum frá hinu opinbera. Þar kemur fram hversu stórra skammta af viðkomandi áfengistegund ríkið telur ásættanlegt að neyta á dag. Þessar merkingar koma örugglega hingað fljótlega. Með sama áframhaldi verður líklega farið að merkja ungbörn þegar þau koma af fæðingardeildinni: Varúð, lífið er ekki endalaust: Passaðu þig. Því hvað er öryggisfíknin annað en útvíkkuð dauðahræðsla? Við eigum ekki mikið eftir - í jarðfræðilegu tilliti - og engin trygging fyrir eftirlífi. Við erum í djúpum, hvernig sem á það er litið. En það má reyna. Halda í vonina. Og því þá ekki að banna reykingar á veitingastöðum eins og hvað annað? Fólk reykir þá bara meira heima hjá sér yfir krökkunum. Reykingar eru náttúrlega ein vitlausasta tímasóun sem um getur og ágætt að reynt sé að stemma stigu við ruglinu. Að reykja er að sjúga að sér baneitruðum reyk fyrir lítils háttar vímuástand sem kemur hvort sem er bara með fyrstu sígarettu dagsins. Allar hinar sígarettur dagsins eru misheppnaðar tilraunir til að fá sömu vímuna aftur. Vond lykt, mæði og dofnandi lyktar- og bragðskyn í kaupbæti. Semsé algjört rugl. Einn kost hafa þó sígarettur og sá er að maður hefur þá allavega eitthvað að gera á meðan maður reykir. Í samkvæmum, á meðan vandræðagangur ríkir enn því enginn hefur náð nægri ölvun, er gáfulegast að taka upp rettu og finna hópinn sem stendur úti og reykir. Þar er miklu léttara yfir mannskapnum og allir samtaka í sinni vitlausu tímasóun. Svo er ekki það sama að standa aulalegur við borð á skemmtistað með glas og mæla út tækifærin og að standa aulalegur við borð með glas og sígarettu á milli puttanna. Sígarettan þrælvirkar nefnilega sem eins konar andleg brynja á galeiðunni, sólgleraugu á sálina, eitthvað til að gera á meðan tíminn líður. Hér er ég kominn á hálan ís því það er bannað með lögum að segja eitthvað jákvætt um andstyggðina. Ég tek þó sénsinn og bæti við að þrátt fyrir bannið verður eftir sem áður vandræðalausasta stemningin þar sem fólk norpar í hnapp og drepur sig í smáskömmtum - tilfinningalega sameinað eins og aðrir félagslega útskúfaðir hópar.
Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Niðurgreidd sálfræðiþjónusta án sálfræðinga, hvernig hljómar það? Kristbjörg Þórisdóttir ,Edda Sigfúsdóttir Skoðun
Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Niðurgreidd sálfræðiþjónusta án sálfræðinga, hvernig hljómar það? Kristbjörg Þórisdóttir ,Edda Sigfúsdóttir Skoðun