Breiðara sjónarhorn 8. mars 2007 06:15 Átökin um fiskveiðistjórnunina sem stóðu allan síðasta áratug liðinnar aldar voru einhver þau römmustu sem íslensk stjórnmálasaga geymir. Þau snerust vissulega um grundvallaratriði í pólitík. Að lokum sammæltust menn um að gera tilraun til að ná sáttum. Í þeim tilgangi var skipuð breið nefnd með fulltrúum allra flokka. Til hennar er vísað sem auðlindanefndar enda átti verkefni hennar að taka til nýtingar allra náttúruauðlinda. Nefndin skilaði fyrir sjö árum umfangsmikilli skýrslu með tillögu um nýtt stjórnarskrárákvæði sem í raun felur í sér skyldubundna skattlagningu á sum auðlindanot en ekki önnur. Sennilega er helsta ástæðan fyrir því að skýrslan hefur ekki leitt til sátta á þessu sviði sú að menn eru einfaldlega ekki á einu máli um hvað í henni felst í raun og veru. Skýrslan var samin þegar margir töldu nýtingu sjávarauðlinda það helsta sem máli skipti. Sú umræða sem nú á sér stað um náttúruvernd vegna nýtingar fallvatna og jarðhita til stóriðju var þá á byrjunarreit. Það þrönga baksvið skýrir ef til vill um margt þverstæðukenndar niðurstöður nefndarinnar. Auðlindanefndin lagði þannig til að í raun yrði skylt samkvæmt stjórnarskrá að leggja skatt á útgerðir, smábátasjómenn og bændur vegna nýtingar fiskistofna og afrétta. Það hefur þegar verið gert án stjórnarskrárbreytinga að því er varðar útgerðir og smábátasjómenn. Á hinn bóginn var ekki gert ráð fyrir að nein slík stjórnarskrárbundin kvöð til skattlagningar yrði ákveðin vegna nýtingar náttúruauðlinda í þágu erlendra álfyrirtækja sem hér hafa þegar fjárfest. Tillögu auðlindanefndarinnar má skilja á þann veg að útvegsmenn, smábátasjómenn og bændur fái aðeins tímabundinn nýtingarrétt á fiskimiðum og afréttum. Hins vegar gerir nefndin ráð fyrir að ekkert sé því til fyrirstöðu að einkavæða núverandi orkufyrirtæki með ótímabundnum nýtingarrétti. Með almennum lögum á að vera unnt að fella sólarorku- og vindorkuvinnslu undir stjórnarskrárskylda skattlagningu meðan hún tekur ekki til Landsvirkjunar eða Orkuveitunnar. Sjónarmið af þessu tagi skjóta skökku við nú. Þróun umræðunnar um auðlindanýtingu og náttúruvernd hefur einfaldlega sett viðfangsefnið í víðara samhengi. Vandséð er að sú mismunun sem tillögur auðlindanefndarinnar fela í sér eftir því um hvers konar auðlindanýtingu ræðir standist viðhorf dagsins í dag. Það er erfiðara nú en fyrir sjö árum að rökstyðja stjórnarskrárbundna skyldu til auðlindagjaldtöku á smábátasjómenn og bændur en ekki álrisana. Laxinn er einnig gott dæmi um þessa mismunun. Samkvæmt tillögu auðlindanefndar telst hann vera skattskyld sameign þjóðarinnar meðan hann er í sjó. Um leið og hann syndir inn fyrir netalög og upp í ána sína verður nýting hans að skattlausum einkaeignarrétti. Til þess að tryggja þjóðinni skatttekjur af þessum fiskstofni yrði að leyfa sjómönnum að hefja laxveiðar í sjó á ný. Fáir deila um mikilvægi þess að ríkisvaldið haldi óskertum fullveldisyfirráðum yfir náttúruauðlindum landsins vegna leikreglna um nýtingu og verndun. En draga verður í efa að það sé skynsamlegt að gera með nýju fræðilega umdeildu eignarréttarhugtaki sem leiðir til mismununar í skattheimtu eftir því um hvers hvers kyns eignarréttindi er að ræða. Æskilegra væri að horfa á viðfangsefnið frá breiðara sjónarhorni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun
Átökin um fiskveiðistjórnunina sem stóðu allan síðasta áratug liðinnar aldar voru einhver þau römmustu sem íslensk stjórnmálasaga geymir. Þau snerust vissulega um grundvallaratriði í pólitík. Að lokum sammæltust menn um að gera tilraun til að ná sáttum. Í þeim tilgangi var skipuð breið nefnd með fulltrúum allra flokka. Til hennar er vísað sem auðlindanefndar enda átti verkefni hennar að taka til nýtingar allra náttúruauðlinda. Nefndin skilaði fyrir sjö árum umfangsmikilli skýrslu með tillögu um nýtt stjórnarskrárákvæði sem í raun felur í sér skyldubundna skattlagningu á sum auðlindanot en ekki önnur. Sennilega er helsta ástæðan fyrir því að skýrslan hefur ekki leitt til sátta á þessu sviði sú að menn eru einfaldlega ekki á einu máli um hvað í henni felst í raun og veru. Skýrslan var samin þegar margir töldu nýtingu sjávarauðlinda það helsta sem máli skipti. Sú umræða sem nú á sér stað um náttúruvernd vegna nýtingar fallvatna og jarðhita til stóriðju var þá á byrjunarreit. Það þrönga baksvið skýrir ef til vill um margt þverstæðukenndar niðurstöður nefndarinnar. Auðlindanefndin lagði þannig til að í raun yrði skylt samkvæmt stjórnarskrá að leggja skatt á útgerðir, smábátasjómenn og bændur vegna nýtingar fiskistofna og afrétta. Það hefur þegar verið gert án stjórnarskrárbreytinga að því er varðar útgerðir og smábátasjómenn. Á hinn bóginn var ekki gert ráð fyrir að nein slík stjórnarskrárbundin kvöð til skattlagningar yrði ákveðin vegna nýtingar náttúruauðlinda í þágu erlendra álfyrirtækja sem hér hafa þegar fjárfest. Tillögu auðlindanefndarinnar má skilja á þann veg að útvegsmenn, smábátasjómenn og bændur fái aðeins tímabundinn nýtingarrétt á fiskimiðum og afréttum. Hins vegar gerir nefndin ráð fyrir að ekkert sé því til fyrirstöðu að einkavæða núverandi orkufyrirtæki með ótímabundnum nýtingarrétti. Með almennum lögum á að vera unnt að fella sólarorku- og vindorkuvinnslu undir stjórnarskrárskylda skattlagningu meðan hún tekur ekki til Landsvirkjunar eða Orkuveitunnar. Sjónarmið af þessu tagi skjóta skökku við nú. Þróun umræðunnar um auðlindanýtingu og náttúruvernd hefur einfaldlega sett viðfangsefnið í víðara samhengi. Vandséð er að sú mismunun sem tillögur auðlindanefndarinnar fela í sér eftir því um hvers konar auðlindanýtingu ræðir standist viðhorf dagsins í dag. Það er erfiðara nú en fyrir sjö árum að rökstyðja stjórnarskrárbundna skyldu til auðlindagjaldtöku á smábátasjómenn og bændur en ekki álrisana. Laxinn er einnig gott dæmi um þessa mismunun. Samkvæmt tillögu auðlindanefndar telst hann vera skattskyld sameign þjóðarinnar meðan hann er í sjó. Um leið og hann syndir inn fyrir netalög og upp í ána sína verður nýting hans að skattlausum einkaeignarrétti. Til þess að tryggja þjóðinni skatttekjur af þessum fiskstofni yrði að leyfa sjómönnum að hefja laxveiðar í sjó á ný. Fáir deila um mikilvægi þess að ríkisvaldið haldi óskertum fullveldisyfirráðum yfir náttúruauðlindum landsins vegna leikreglna um nýtingu og verndun. En draga verður í efa að það sé skynsamlegt að gera með nýju fræðilega umdeildu eignarréttarhugtaki sem leiðir til mismununar í skattheimtu eftir því um hvers hvers kyns eignarréttindi er að ræða. Æskilegra væri að horfa á viðfangsefnið frá breiðara sjónarhorni.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun