Frú Kolbeins klagar Smáralind fyrir klám 8. mars 2007 10:30 Forsíðan umdeilda. Doktor í fjölmiðlafræði hefur nú sent erindi til Umboðsmanna barna vegna hennar. „Undirrituð og eiginmaður hennar hafa sent Umboðsmanni barna erindi vegna forsíðunnar á fermingabæklingi Smáralindar," segir Guðbjörg Hildur Kolbeins, doktor í fjölmiðlafræði og lektor í fjölmiðlafræði við Háskóla Íslands á póstlista Femínistafélagsins. Og vill fá fram viðbrögð femínista við forsíðu bæklingsins. Á bloggsíðu sinni fer Guðbjörg Hildur svo afar hörðum orðum um forsíðuna: „Á forsíðunni má sjá unga stúlku á háum hælum í velþekktri stellingu úr klámmyndum," segir doktor Guðbjörg og skilur ekki hvernig þeim sem stóðu að þessum bæklingi datt í hug að blanda saman táknum saklausrar barnæsku og stellingum úr klámmyndum. Útleggingar doktorsins á því hvað hún ímyndar sér að gerist í framhaldinu af þessari klámfengnu stellingu fermingarstúlku eru of dónalegar til að Fréttablaðið birti slíkt. En áhugasömum er bent á síðu Guðbjargar Hildar (kolbeins.blog.is). eva dögg Telur að þeir sem lesi einhvern sora út úr fermingarmyndinni hljóti að vera sjúkir. Markaðsstjóri Smáralindar er Eva Dögg Sigurgeirsdóttir og hún ber ábyrgð á bæklingnum sem er sá sjöundi sem Smáralind gefur út. Henni hafði verið bent á ummæli Guðbjargar Hildar í gær og var brugðið mjög. „Þetta kom mér verulega á óvart. Ég hef ekki hugmyndaflug í svona. Ég er farin að hafa af því áhyggjur hvert þetta þjóðfélag er að stefna. Þetta er fermingarbarn og hún sér bara einhvern sora út úr þessu. Það hlýtur að vera á hennar ábyrgð," segir Eva Dögg. Bæklingurinn er hannaður af Ennemm auglýsingastofu og Eva Dögg segist hafa séð svipaða mynd af Línu langsokki sem hún telur hönnuðinn vera að vísa til. Segir hina hreinu mey verða í einni svipan að klámmyndadrottningu. „Mér finnst hryggilegt að fólk skuli lesa svona nokkuð í þessa mynd. Veit bara hreinlega ekki hvað skal segja? Þetta er eitthvað sjúkt inni í hugarfylgsnum þeirra sem vilja lesa slíkt út úr mynd sem þessari." Guðbjörg Hildur segir í túlkun sinni á táknfræðinni sem hún sér búa að baki myndarinnar að þar sé blandað saman sakleysi barnæskunnar... "(stúlkan er umkringd böngsum og loðdýrum) við tákn úr klámi (líkamsstellingin, opni munnurinn og háu hælarnir). Útkoman verður hin saklausa hóra, hin hreina mey sem í einni svipan verður klámmyndadrottning." Hún segir að slík notkun á táknum sé flestum fullorðnum vel kunnug og spyr hvort slík notkun á táknum sé viðeigandi á bækling sem er ætlaður fermingarbörnum? Að sögn Evu Daggar eru engin áform uppi í Smáralind um að bregðast við umkvörtunum Guðbjargar Hildar Kolbeins á einn eða annan hátt. „Þetta er ekki svaravert," segir Eva Dögg. Mest lesið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Lífið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Fleiri fréttir Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Vill opna á umræðuna um átröskun Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Hittast á laun „Loksins kominn til okkar“ „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Sjá meira
„Undirrituð og eiginmaður hennar hafa sent Umboðsmanni barna erindi vegna forsíðunnar á fermingabæklingi Smáralindar," segir Guðbjörg Hildur Kolbeins, doktor í fjölmiðlafræði og lektor í fjölmiðlafræði við Háskóla Íslands á póstlista Femínistafélagsins. Og vill fá fram viðbrögð femínista við forsíðu bæklingsins. Á bloggsíðu sinni fer Guðbjörg Hildur svo afar hörðum orðum um forsíðuna: „Á forsíðunni má sjá unga stúlku á háum hælum í velþekktri stellingu úr klámmyndum," segir doktor Guðbjörg og skilur ekki hvernig þeim sem stóðu að þessum bæklingi datt í hug að blanda saman táknum saklausrar barnæsku og stellingum úr klámmyndum. Útleggingar doktorsins á því hvað hún ímyndar sér að gerist í framhaldinu af þessari klámfengnu stellingu fermingarstúlku eru of dónalegar til að Fréttablaðið birti slíkt. En áhugasömum er bent á síðu Guðbjargar Hildar (kolbeins.blog.is). eva dögg Telur að þeir sem lesi einhvern sora út úr fermingarmyndinni hljóti að vera sjúkir. Markaðsstjóri Smáralindar er Eva Dögg Sigurgeirsdóttir og hún ber ábyrgð á bæklingnum sem er sá sjöundi sem Smáralind gefur út. Henni hafði verið bent á ummæli Guðbjargar Hildar í gær og var brugðið mjög. „Þetta kom mér verulega á óvart. Ég hef ekki hugmyndaflug í svona. Ég er farin að hafa af því áhyggjur hvert þetta þjóðfélag er að stefna. Þetta er fermingarbarn og hún sér bara einhvern sora út úr þessu. Það hlýtur að vera á hennar ábyrgð," segir Eva Dögg. Bæklingurinn er hannaður af Ennemm auglýsingastofu og Eva Dögg segist hafa séð svipaða mynd af Línu langsokki sem hún telur hönnuðinn vera að vísa til. Segir hina hreinu mey verða í einni svipan að klámmyndadrottningu. „Mér finnst hryggilegt að fólk skuli lesa svona nokkuð í þessa mynd. Veit bara hreinlega ekki hvað skal segja? Þetta er eitthvað sjúkt inni í hugarfylgsnum þeirra sem vilja lesa slíkt út úr mynd sem þessari." Guðbjörg Hildur segir í túlkun sinni á táknfræðinni sem hún sér búa að baki myndarinnar að þar sé blandað saman sakleysi barnæskunnar... "(stúlkan er umkringd böngsum og loðdýrum) við tákn úr klámi (líkamsstellingin, opni munnurinn og háu hælarnir). Útkoman verður hin saklausa hóra, hin hreina mey sem í einni svipan verður klámmyndadrottning." Hún segir að slík notkun á táknum sé flestum fullorðnum vel kunnug og spyr hvort slík notkun á táknum sé viðeigandi á bækling sem er ætlaður fermingarbörnum? Að sögn Evu Daggar eru engin áform uppi í Smáralind um að bregðast við umkvörtunum Guðbjargar Hildar Kolbeins á einn eða annan hátt. „Þetta er ekki svaravert," segir Eva Dögg.
Mest lesið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Lífið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Fleiri fréttir Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Vill opna á umræðuna um átröskun Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Hittast á laun „Loksins kominn til okkar“ „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Sjá meira