Gosling yfirgefur Dag Kára 1. júní 2007 08:00 Þórir Snær vildi ekkert tjá sig um málið. „Við viljum ekkert tjá okkur málið að svo stöddu. Þetta er allt á mjög viðkvæmu stigi," segir Þórir Snær Sigurjónsson, framleiðandi hjá Zik Zak . Á vefsíðunni imdb.com er bandaríski leikarinn Ryan Gosling kominn út af leikaralistanum hjá nýjustu mynd Dags Kára, Good Heart. Þórir vildi ekkert segja hvort þetta yrði raunin eða ekki en imdb.com hefur hingað til þótt nokkuð áræðanleg í kvikmyndaheiminum. Framleiðsla á myndinni hefur tafist nokkuð enda hefur Gosling verið önnum kafinn eftir að hafa verið tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í Half Nelson. Hann er talinn vera ein helsta vonarstjarna Hollywood og sló í gegn í klútamyndinni Notebook. Gosling er á vefsíðunni imdb.com sagður hafa dregið sig út úr kvikmynd Dags Kára, Good Heart. Til að mynda þurfti að fresta tökum eftir að Gosling fékk hlutverkið í Fracture á móti Anthony Hopkins sem nú er sýnd í kvikmyndahúsum borgarinnar. Söngvarinn Tom Waits hafði einnig verið ráðinn í annað aðalhlutverkanna og er nafn hans enn á lista. Þetta verður þriðja kvikmynd Dags Kára í fullri lengd en bæði Nói Albínói og Voksne Mennesker hafa vakið mikla athygli út fyrir landssteinana. Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
„Við viljum ekkert tjá okkur málið að svo stöddu. Þetta er allt á mjög viðkvæmu stigi," segir Þórir Snær Sigurjónsson, framleiðandi hjá Zik Zak . Á vefsíðunni imdb.com er bandaríski leikarinn Ryan Gosling kominn út af leikaralistanum hjá nýjustu mynd Dags Kára, Good Heart. Þórir vildi ekkert segja hvort þetta yrði raunin eða ekki en imdb.com hefur hingað til þótt nokkuð áræðanleg í kvikmyndaheiminum. Framleiðsla á myndinni hefur tafist nokkuð enda hefur Gosling verið önnum kafinn eftir að hafa verið tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í Half Nelson. Hann er talinn vera ein helsta vonarstjarna Hollywood og sló í gegn í klútamyndinni Notebook. Gosling er á vefsíðunni imdb.com sagður hafa dregið sig út úr kvikmynd Dags Kára, Good Heart. Til að mynda þurfti að fresta tökum eftir að Gosling fékk hlutverkið í Fracture á móti Anthony Hopkins sem nú er sýnd í kvikmyndahúsum borgarinnar. Söngvarinn Tom Waits hafði einnig verið ráðinn í annað aðalhlutverkanna og er nafn hans enn á lista. Þetta verður þriðja kvikmynd Dags Kára í fullri lengd en bæði Nói Albínói og Voksne Mennesker hafa vakið mikla athygli út fyrir landssteinana.
Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein