Tilboð um réttlæti 6. júní 2007 06:15 Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar um verulegan samdrátt í þorskveiði er óneitanlega mikið áfall með margvíslegum áhrifum. Þau snerta bæði einstaklinga, fyrirtæki og þjóðarbúskapinn. Að sama skapi veldur ráðgjöfin vonbrigðum. Hún segir þá sögu að áform um uppbyggingu þorskstofnsins hafa ekki gengið eftir. Þar kemur margt til. Augum má ekki loka fyrir því að veiði hefur þrátt fyrir góða viðleitni verið meiri en vísindamenn hafa ráðlagt. Það eina sem unnt er að gera vitlaust við þessar aðstæður er að hundsa ráðgjöfina. Hún byggist að vísu ekki á alþekkingu. En hún er reist á mestu tiltækri vitneskju. Á herðum sjávarútvegsráðherrans hvílir mikil ábyrgð. Fyrir þá sök eru orð hans dýr. Orð þeirra sem enga ábyrgð bera eru að sama skapi ódýrari. Samhliða þorskveiðiráðgjöfinni og vegna atvinnuerfiðleika á Flateyri hafa heyrst raddir um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Í flestum tilvikum eru það ódýr orð. Fiskunum í sjónum fjölgar ekki með pólitískri tilfærslu aflaheimilda. Í þessu samhengi hefur mesta athygli vakið ræða formanns stjórnar Faxaflóahafna á sjómannadaginn. Hann ræddi þar á grundvelli réttlætissjónarmiða nauðsyn þess að rétta hlut þeirra byggða sem höllum fæti standa og eiga afkomu sína alfarið undir gæsku sjávarins. Sjávarútvegsráðherra lagði kollhúfur þegar hugmyndir formannsins voru bornar undir hann. Það hefði hann ekki þurft að gera. Vel mátti taka í þessa framréttu sáttahönd. Líta má svo á að í sjómannadagsræðu formanns Faxaflóahafna hafi falist óvenjulegt tilboð um fórn þeirra mörgu sem standa sólarmegin til að auka réttlæti hinna fáu sem í skugganum eru. Þegar formaður stjórnar Faxaflóahafna talar í nafni stöðu sinnar á sjómannadaginn stendur hann með umboð borgarstjórnar Reykjavíkur og bæjarstjórnar Akraness. Hann talar í nafni sveitarstjórna að baki fiskihöfn sem tekur við 130 þúsund lestum af fiski árlega. Orð hans eru því dýr. Fiskveiðar skipta litlu máli fyrir heildarefnahagsstarfsemi sveitarfélaganna sem hann er umboðsmaður fyrir. Það sést glöggt á því að aflagjöld Faxaflóahafna eru einungis um 4% af heildartekjum þeirra. Aukheldur hafa hafnirnar nýlega tilkynnt að þær hyggja á þátttöku í samkeppni á fjármálamarkaði með milligöngu um lánsfé til samgönguframkvæmda. Það er mun ábatasamari iðja. Engu er líkara en sjávarútvegsráðherra hafi ekki áttað sig á að unnt er að taka tilboði Faxaflóahafna um aukið réttlæti gagnvart einhæfum sjávarbyggðum án nokkurra lagabreytinga. Stjórn Faxaflóahafna getur einfaldlega sjálf bannað eða takmarkað löndun á fiski á yfirráðasvæði sínu. Með einfaldri stjórnarsamþykkt Faxaflóahafna er þannig unnt að flytja umtalsvert magn af fiski til löndunar úti á landsbyggðinni þar sem meiri er þörfin. Engan þarf að svipta aflaheimildum sínum. Þetta má þar að auki gera í áföngum til að mynda með því að minnka heimild til löndunar á fiski um 10 til 20 prósent á ári. Með sjómannadagsræðu formanns stjórnar Faxaflóahafna hafa borgarstjórn Reykjavíkur og bæjarstjórn Akraness sýnt mikinn skilning á vanda sjávarbyggða utan höfuðborgarþéttbýlisins. Tiboði þeirra um að minnka hlut sinn í sjávarútvegi á að taka fagnandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun
Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar um verulegan samdrátt í þorskveiði er óneitanlega mikið áfall með margvíslegum áhrifum. Þau snerta bæði einstaklinga, fyrirtæki og þjóðarbúskapinn. Að sama skapi veldur ráðgjöfin vonbrigðum. Hún segir þá sögu að áform um uppbyggingu þorskstofnsins hafa ekki gengið eftir. Þar kemur margt til. Augum má ekki loka fyrir því að veiði hefur þrátt fyrir góða viðleitni verið meiri en vísindamenn hafa ráðlagt. Það eina sem unnt er að gera vitlaust við þessar aðstæður er að hundsa ráðgjöfina. Hún byggist að vísu ekki á alþekkingu. En hún er reist á mestu tiltækri vitneskju. Á herðum sjávarútvegsráðherrans hvílir mikil ábyrgð. Fyrir þá sök eru orð hans dýr. Orð þeirra sem enga ábyrgð bera eru að sama skapi ódýrari. Samhliða þorskveiðiráðgjöfinni og vegna atvinnuerfiðleika á Flateyri hafa heyrst raddir um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Í flestum tilvikum eru það ódýr orð. Fiskunum í sjónum fjölgar ekki með pólitískri tilfærslu aflaheimilda. Í þessu samhengi hefur mesta athygli vakið ræða formanns stjórnar Faxaflóahafna á sjómannadaginn. Hann ræddi þar á grundvelli réttlætissjónarmiða nauðsyn þess að rétta hlut þeirra byggða sem höllum fæti standa og eiga afkomu sína alfarið undir gæsku sjávarins. Sjávarútvegsráðherra lagði kollhúfur þegar hugmyndir formannsins voru bornar undir hann. Það hefði hann ekki þurft að gera. Vel mátti taka í þessa framréttu sáttahönd. Líta má svo á að í sjómannadagsræðu formanns Faxaflóahafna hafi falist óvenjulegt tilboð um fórn þeirra mörgu sem standa sólarmegin til að auka réttlæti hinna fáu sem í skugganum eru. Þegar formaður stjórnar Faxaflóahafna talar í nafni stöðu sinnar á sjómannadaginn stendur hann með umboð borgarstjórnar Reykjavíkur og bæjarstjórnar Akraness. Hann talar í nafni sveitarstjórna að baki fiskihöfn sem tekur við 130 þúsund lestum af fiski árlega. Orð hans eru því dýr. Fiskveiðar skipta litlu máli fyrir heildarefnahagsstarfsemi sveitarfélaganna sem hann er umboðsmaður fyrir. Það sést glöggt á því að aflagjöld Faxaflóahafna eru einungis um 4% af heildartekjum þeirra. Aukheldur hafa hafnirnar nýlega tilkynnt að þær hyggja á þátttöku í samkeppni á fjármálamarkaði með milligöngu um lánsfé til samgönguframkvæmda. Það er mun ábatasamari iðja. Engu er líkara en sjávarútvegsráðherra hafi ekki áttað sig á að unnt er að taka tilboði Faxaflóahafna um aukið réttlæti gagnvart einhæfum sjávarbyggðum án nokkurra lagabreytinga. Stjórn Faxaflóahafna getur einfaldlega sjálf bannað eða takmarkað löndun á fiski á yfirráðasvæði sínu. Með einfaldri stjórnarsamþykkt Faxaflóahafna er þannig unnt að flytja umtalsvert magn af fiski til löndunar úti á landsbyggðinni þar sem meiri er þörfin. Engan þarf að svipta aflaheimildum sínum. Þetta má þar að auki gera í áföngum til að mynda með því að minnka heimild til löndunar á fiski um 10 til 20 prósent á ári. Með sjómannadagsræðu formanns stjórnar Faxaflóahafna hafa borgarstjórn Reykjavíkur og bæjarstjórn Akraness sýnt mikinn skilning á vanda sjávarbyggða utan höfuðborgarþéttbýlisins. Tiboði þeirra um að minnka hlut sinn í sjávarútvegi á að taka fagnandi.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun