Í lykilhlutverki í myndinni 4. ágúst 2007 06:00 Baltasar Kormákur er farinn til Flateyjar ásamt um sjötíu manna hópi, til að taka upp kvikmynd sína eftir leikriti Anton Tsjekov. fréttablaðið/heiða Baltasar Kormákur lagði af stað til Flateyjar á Breiðafirði í gær, ásamt fríðum flokki leikara og tökuliðs. Hann ætlar að dveljast í Flatey í mánuð eða svo, á meðan tökur standa yfir á kvikmynd hans, nýrri útgáfu af leikriti Antons Tsjekov, Ivanoff. „Við erum búin að taka í tvo daga í bænum, svo tökurnar eru hafnar," sagði Baltasar í samtali við Fréttablaðið á fimmtudag. „Við vorum að taka uppi í Háskóla og svo í Grjótaþorpi. Lætin hefjast svo fyrir alvöru í Flatey," sagði hann. Hópurinn sem nú dvelst í Flatey er samtals um sjötíu manns, að sögn Baltasars. „Þar með tvöfaldast íbúafjöldinn í eyjunni, ef ekki meira. Við hertökum hana í allavega mánuð og kannski lengur," sagði hann. „Þetta verður fjör, við verðum þarna í algerri einangrun," bætti hann við. Hópur fólks sem einangrast á lítilli eyju er ekki óalgengt þema í hryllings- og spennumyndum, nú síðast hefur þáttaröðin Lost gert þemað að sínu. Baltasar átti þó ekki von á því að upp kæmi missætti í hópnum. „Við komumst ekkert burt af eyjunni, svo það þarf þá bara að leysa það snögglega," sagði hann og hló við. Á alvarlegri nótum sagði hann hópinn vera afar jákvæðan yfir dvölinni í Flatey. „Fólk er bara spennt fyrir þessu, og við viljum líka vinna í sátt og samlyndi við þá fáu sem þarna búa. Svo skiljum við vonandi eitthvað eftir okkur, þó ekki væri nema falleg mynd um eyjuna," sagði Baltasar. „Þar að auki held ég að það sé draumur allra að fá að vera í einangrun til að vinna að því sem hugur þeirra stendur til," bætti hann við. Baltasar mun vera í lykilhlutverki í myndinni, þegar prestur á uppgjör við Jesú - sem er málaður í mynd Baltasars sjálfs.fréttablaðið/vilhelm Kirkjuna í Flatey prýðir altaristafla eftir föður Baltasars og nafna, Baltasar Samper. Sá Jesú sem þar má sjá er klæddur lopapeysu og líkist Baltasar yngri um margt, enda var leikstjórinn fyrirmynd frelsarans. Fréttablaðið velti því fyrir sér á dögunum, hvort Baltasar í líki Jesú myndi fá einhvers konar hlutverk í myndinni, og spurður hvort sú sé raunin skellir leikstjórinn upp úr. „Þið áttuð kollgátuna þar, það er búið að skrifa svolítið um hana inn í handritið," sagði hann. „Ég hef reyndar aldrei verið með cameo-hlutverk í mínum myndum áður, en það er þarna eitt atriði þar sem presturinn á uppgjör við Jesú. Þar er ég í lykilhlutverki, en þöglu, að vísu," sagði hann. Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Baltasar Kormákur lagði af stað til Flateyjar á Breiðafirði í gær, ásamt fríðum flokki leikara og tökuliðs. Hann ætlar að dveljast í Flatey í mánuð eða svo, á meðan tökur standa yfir á kvikmynd hans, nýrri útgáfu af leikriti Antons Tsjekov, Ivanoff. „Við erum búin að taka í tvo daga í bænum, svo tökurnar eru hafnar," sagði Baltasar í samtali við Fréttablaðið á fimmtudag. „Við vorum að taka uppi í Háskóla og svo í Grjótaþorpi. Lætin hefjast svo fyrir alvöru í Flatey," sagði hann. Hópurinn sem nú dvelst í Flatey er samtals um sjötíu manns, að sögn Baltasars. „Þar með tvöfaldast íbúafjöldinn í eyjunni, ef ekki meira. Við hertökum hana í allavega mánuð og kannski lengur," sagði hann. „Þetta verður fjör, við verðum þarna í algerri einangrun," bætti hann við. Hópur fólks sem einangrast á lítilli eyju er ekki óalgengt þema í hryllings- og spennumyndum, nú síðast hefur þáttaröðin Lost gert þemað að sínu. Baltasar átti þó ekki von á því að upp kæmi missætti í hópnum. „Við komumst ekkert burt af eyjunni, svo það þarf þá bara að leysa það snögglega," sagði hann og hló við. Á alvarlegri nótum sagði hann hópinn vera afar jákvæðan yfir dvölinni í Flatey. „Fólk er bara spennt fyrir þessu, og við viljum líka vinna í sátt og samlyndi við þá fáu sem þarna búa. Svo skiljum við vonandi eitthvað eftir okkur, þó ekki væri nema falleg mynd um eyjuna," sagði Baltasar. „Þar að auki held ég að það sé draumur allra að fá að vera í einangrun til að vinna að því sem hugur þeirra stendur til," bætti hann við. Baltasar mun vera í lykilhlutverki í myndinni, þegar prestur á uppgjör við Jesú - sem er málaður í mynd Baltasars sjálfs.fréttablaðið/vilhelm Kirkjuna í Flatey prýðir altaristafla eftir föður Baltasars og nafna, Baltasar Samper. Sá Jesú sem þar má sjá er klæddur lopapeysu og líkist Baltasar yngri um margt, enda var leikstjórinn fyrirmynd frelsarans. Fréttablaðið velti því fyrir sér á dögunum, hvort Baltasar í líki Jesú myndi fá einhvers konar hlutverk í myndinni, og spurður hvort sú sé raunin skellir leikstjórinn upp úr. „Þið áttuð kollgátuna þar, það er búið að skrifa svolítið um hana inn í handritið," sagði hann. „Ég hef reyndar aldrei verið með cameo-hlutverk í mínum myndum áður, en það er þarna eitt atriði þar sem presturinn á uppgjör við Jesú. Þar er ég í lykilhlutverki, en þöglu, að vísu," sagði hann.
Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira