Dýr hraði 4. ágúst 2007 07:00 Nú er ég einn af þessum ökumönnum sem keyra vanalega eins og englar, þó ég segi sjálfur frá, og gæti þess iðulega að keyra ekki of hratt enda er ég ósköp sjaldan á hraðferð, þannig séð, og liggur afskaplega lítið á. Enginn er heldur að elta mig og ég tel mig ekki þurfa að flýja neitt í snatri, að öllum jafnaði. Því hef ég yfirleitt allt mitt líf keyrt bara nokkuð rólega og yfirvegað. Ég viðurkenni það þó, að ég er ekki einn af þeim sem set á mig leðurökuhanska, athuga bílbeltin, stöðu olíunnar og þurrka af rúðuþurrkunum í hvert einasta skipti áður en ég legg af stað, eins og allir ökumenn gera í Svíþjóð, en ég vil þó meina að ég sé svona allt í lagi ökumaður og keyri af ábyrgð. Það stafar ekki ógn af mér eins og sumum. Margoft hefur maður nefnilega sopið hveljur á hinum stórhættulegu íslensku þjóðvegum yfir fífldirfsku þeirra sem eru að flýta sér svo mikið að þeir stefna lífi sínu og annarra í hættu með því að taka fram úr í bílalestum á háannatíma í fáheyrðum glannaskap. Þar munar stundum bara sekúndubroti milli lífs og dauða. Í ljósi þess að ég tel mig semsagt vera ágætan ökumann, og hef meira að segja leikið í auglýsingu fyrir Umferðarráð einu sinni (að vísu var verið að auglýsa endurskinsmerki, en það er sama. Við áttum að ganga yfir gangbraut í myrkri. Alls ekki flókið), að þá steyptist það auðvitað yfir mig sem ákveðið sjokk um daginn þegar ég var sektaður fyrir of hraðan akstur milli Selfoss og Hveragerðis, á leið austur í sumarbústað í rólegheitum. Ég hafði dúllað mér alla leiðina á hægri siglingu, en svo gerðist það við Kögunarhól að þar kemur smá brekka og mér verður á að gefa aðeins í og skyndilega spýtist bíllinn minn upp í 120 kílómetrana. Ég skal segja ykkur það. Og þá er auðvitað löggan þar á ferðinni. Nema hvað. Blikkljósin á. Ég keyri út í kant. Ég fæ að setjast inn í löggubílinn, sem er alltaf svolítið gaman, og ég fæ að tala aðeins við lögregluþjónana. Ég lýsi því auðvitað yfir þá þegar að ég viðurkenni brot mitt og lýsi yfir fullri iðrun og óska laganna vörðum velfarnaðar í störfum sínum. Allt þetta var nefnilega tekið upp á vídeómyndavél, og þess vegna gætti ég mín sérstaklega á því að koma vel fyrir. En svo kom að sektinni. Þá verð ég að játa að ég missti andlitið. Ég vona að það verði klippt úr upptökunni. Sektin var nefnilega 50 þúsund krónur. Hvorki meira né minna. Ég muldraði að það væri auðvitað ekki fyrir venjulegan launamann að fá svona framan í sig, en svona var þetta bara. Að vísu fær maður 25% afslátt ef maður borgar snemma. Ég hringdi auðvitað í mömmu síðar um daginn. Vonaðist eftir vorkunn. „Og hefurðu keyrt hratt eftir þetta?" spurði hún. „Nei," svaraði ég. Og það var alveg rétt. Ég hef ekki farið yfir 90 síðan. Nú stilli ég bara crús-kontrólið á 90 og málið er dautt. „Þarna sérðu," sagði mamma. „Þetta virkar." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun
Nú er ég einn af þessum ökumönnum sem keyra vanalega eins og englar, þó ég segi sjálfur frá, og gæti þess iðulega að keyra ekki of hratt enda er ég ósköp sjaldan á hraðferð, þannig séð, og liggur afskaplega lítið á. Enginn er heldur að elta mig og ég tel mig ekki þurfa að flýja neitt í snatri, að öllum jafnaði. Því hef ég yfirleitt allt mitt líf keyrt bara nokkuð rólega og yfirvegað. Ég viðurkenni það þó, að ég er ekki einn af þeim sem set á mig leðurökuhanska, athuga bílbeltin, stöðu olíunnar og þurrka af rúðuþurrkunum í hvert einasta skipti áður en ég legg af stað, eins og allir ökumenn gera í Svíþjóð, en ég vil þó meina að ég sé svona allt í lagi ökumaður og keyri af ábyrgð. Það stafar ekki ógn af mér eins og sumum. Margoft hefur maður nefnilega sopið hveljur á hinum stórhættulegu íslensku þjóðvegum yfir fífldirfsku þeirra sem eru að flýta sér svo mikið að þeir stefna lífi sínu og annarra í hættu með því að taka fram úr í bílalestum á háannatíma í fáheyrðum glannaskap. Þar munar stundum bara sekúndubroti milli lífs og dauða. Í ljósi þess að ég tel mig semsagt vera ágætan ökumann, og hef meira að segja leikið í auglýsingu fyrir Umferðarráð einu sinni (að vísu var verið að auglýsa endurskinsmerki, en það er sama. Við áttum að ganga yfir gangbraut í myrkri. Alls ekki flókið), að þá steyptist það auðvitað yfir mig sem ákveðið sjokk um daginn þegar ég var sektaður fyrir of hraðan akstur milli Selfoss og Hveragerðis, á leið austur í sumarbústað í rólegheitum. Ég hafði dúllað mér alla leiðina á hægri siglingu, en svo gerðist það við Kögunarhól að þar kemur smá brekka og mér verður á að gefa aðeins í og skyndilega spýtist bíllinn minn upp í 120 kílómetrana. Ég skal segja ykkur það. Og þá er auðvitað löggan þar á ferðinni. Nema hvað. Blikkljósin á. Ég keyri út í kant. Ég fæ að setjast inn í löggubílinn, sem er alltaf svolítið gaman, og ég fæ að tala aðeins við lögregluþjónana. Ég lýsi því auðvitað yfir þá þegar að ég viðurkenni brot mitt og lýsi yfir fullri iðrun og óska laganna vörðum velfarnaðar í störfum sínum. Allt þetta var nefnilega tekið upp á vídeómyndavél, og þess vegna gætti ég mín sérstaklega á því að koma vel fyrir. En svo kom að sektinni. Þá verð ég að játa að ég missti andlitið. Ég vona að það verði klippt úr upptökunni. Sektin var nefnilega 50 þúsund krónur. Hvorki meira né minna. Ég muldraði að það væri auðvitað ekki fyrir venjulegan launamann að fá svona framan í sig, en svona var þetta bara. Að vísu fær maður 25% afslátt ef maður borgar snemma. Ég hringdi auðvitað í mömmu síðar um daginn. Vonaðist eftir vorkunn. „Og hefurðu keyrt hratt eftir þetta?" spurði hún. „Nei," svaraði ég. Og það var alveg rétt. Ég hef ekki farið yfir 90 síðan. Nú stilli ég bara crús-kontrólið á 90 og málið er dautt. „Þarna sérðu," sagði mamma. „Þetta virkar."