Erfiðasta talsetning sem ég hef stjórnað 14. júní 2007 10:00 Kvikmyndin verður tekin til sýninga hér á landi í haust. Talsetning Simpsons-kvikmyndarinnar er nú í fullum gangi í Sýrlandi talsetningu. Leikstjórinn Jakob Þór Einarsson segir verkefnið sitt það erfiðasta til þessa. Upptökur á Simpsons-myndinni hófust á mánudaginn í síðustu viku og er stefnt á að ljúka þeim í þeirri næstu. Alls er því um tveggja vikna törn að ræða þar sem Jakob er að nánast að frá morgni til kvölds. „Þetta er það strembnasta sem ég hef lent í," segir Jakob um verkefnið en eftir að upptökum lýkur tekur við nokkurra daga eftirvinnsla og „fínpússning" eins og leikstjórinn orðar það. Jakob er þaulreyndur í talsetningu og hefur komið að leikstjórn og framleiðslu fjölmargra teiknimynda. Munurinn á þeim og Simpsons-myndinni sé hins vegar sá að nú komi áhorfendur með fyrirfram ákveðnar hugmyndir um hvernig raddirnar eigi að hljóma, enda hafa þættirnir um Simpsons-fjölskylduna verið á skjám landsmanna í fleiri ár. Gangandi alfræðibækur. Stefán Birgir og Ari Eldjárn eru sérstakir ráðgjafar Jakobs í talsetningunni. „Það eru yfir 100 mismunandi persónur sem koma fram í myndinni, margar hverjar með 1-2 línur og flestar þekktar úr þáttunum. Þess vegna getur verið mjög erfitt að finna hentuga rödd," útskýrir Jakob en bætir við að það sé alls ekki nóg að finna einhvern sem getur hermt vel eftir upprunalegu röddinni. „Menn þurfa líka að vera fyndnir og þetta tvennt fer ekki alltaf saman. Þetta getur því verið mjög snúið." Fréttablaðið hafði áður greint frá því að Stefán Birgir Stefánsson, einn helsti aðdáandi þáttanna hér á landi, hafi fengið hlutverk í myndinni og segir Jakob að hann hafi staðið sig mjög vel. Auk þess hefur Stefán verið í sérlegu ráðgjafahlutverki fyrir Jakob, ásamt Ara Eldjárn, sem einnig er blóðheitur Simpson unnandi. „Þessir menn eru náttúrulega gangandi alfræðibók um þessa fjölskyldu og þeir hafa gefið mér mörg góð ráð. Ég er ágætur í að leikstýra talsetningu en er enginn sérfræðingur um Simpsons-fjölskylduna. Þess vegna er afar gott að hafa þá við hendina," segir Jakob. Mest lesið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Talsetning Simpsons-kvikmyndarinnar er nú í fullum gangi í Sýrlandi talsetningu. Leikstjórinn Jakob Þór Einarsson segir verkefnið sitt það erfiðasta til þessa. Upptökur á Simpsons-myndinni hófust á mánudaginn í síðustu viku og er stefnt á að ljúka þeim í þeirri næstu. Alls er því um tveggja vikna törn að ræða þar sem Jakob er að nánast að frá morgni til kvölds. „Þetta er það strembnasta sem ég hef lent í," segir Jakob um verkefnið en eftir að upptökum lýkur tekur við nokkurra daga eftirvinnsla og „fínpússning" eins og leikstjórinn orðar það. Jakob er þaulreyndur í talsetningu og hefur komið að leikstjórn og framleiðslu fjölmargra teiknimynda. Munurinn á þeim og Simpsons-myndinni sé hins vegar sá að nú komi áhorfendur með fyrirfram ákveðnar hugmyndir um hvernig raddirnar eigi að hljóma, enda hafa þættirnir um Simpsons-fjölskylduna verið á skjám landsmanna í fleiri ár. Gangandi alfræðibækur. Stefán Birgir og Ari Eldjárn eru sérstakir ráðgjafar Jakobs í talsetningunni. „Það eru yfir 100 mismunandi persónur sem koma fram í myndinni, margar hverjar með 1-2 línur og flestar þekktar úr þáttunum. Þess vegna getur verið mjög erfitt að finna hentuga rödd," útskýrir Jakob en bætir við að það sé alls ekki nóg að finna einhvern sem getur hermt vel eftir upprunalegu röddinni. „Menn þurfa líka að vera fyndnir og þetta tvennt fer ekki alltaf saman. Þetta getur því verið mjög snúið." Fréttablaðið hafði áður greint frá því að Stefán Birgir Stefánsson, einn helsti aðdáandi þáttanna hér á landi, hafi fengið hlutverk í myndinni og segir Jakob að hann hafi staðið sig mjög vel. Auk þess hefur Stefán verið í sérlegu ráðgjafahlutverki fyrir Jakob, ásamt Ara Eldjárn, sem einnig er blóðheitur Simpson unnandi. „Þessir menn eru náttúrulega gangandi alfræðibók um þessa fjölskyldu og þeir hafa gefið mér mörg góð ráð. Ég er ágætur í að leikstýra talsetningu en er enginn sérfræðingur um Simpsons-fjölskylduna. Þess vegna er afar gott að hafa þá við hendina," segir Jakob.
Mest lesið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein