Möguleiki á mjúkri lendingu 14. júní 2007 06:15 Nýjar hagtölur gefa ágætis fyrirheit um að aðlögun hagkerfisins sé hafin og aukinn útflutningur taki upp merkið af einkaneyslu og stóriðjufjárfestingu í að drífa áfram vöxt framleiðslu þjóðarinnar. Í fyrsta sinn vex neysla heimilanna ekki milli tímabila í fimm ár. Hagvaxtartölur fyrsta fjórðungs þessa árs benda til þess að þótt heimilin séu ennþá kraftmikil í neyslunni, séu þau í það minnsta farin að minnka bílakaup, í bili að minnsta kosti. Guð láti á gott vita, eins og þar stendur. Það er afar mikilvægt að aðlögun hagkerfisins verði mjúk og efnahagslífið nái að anda. Strax mátti greina væntingar á markaði um að vaxtalækkanir hæfust fyrr en ella. Allt of snemmt er að meta slíkt, enda tölur um hagvöxt ekki nákvæmar og fleira þarf að koma til áður en raunhæft er að horfa til vaxtalækkunar Seðlabankans. Ríkisstjórnin hefur eitt og annað í þeim efnum í hendi sér. Að undanförnu hefur mátt sjá í umræðunni gagnrýni á stjórn peningamála. Þar hafa oftar en ekki hangið bakarar í stað smiða. Sterkur meirihluti á Alþingi og byrjun kjörtímabils ætti að gefa mönnum kjark og styrk til að takast á við nauðsynlegar, en líklega óvinsælar ákvarðanir sem flýta aðlögun hagkerfisins og lækkun vaxta. Slíkt eykur möguleika á að starfsemi og sprotafyrirtæki sem lífvænleg eru til langs tíma og drífa hagvöxt framtíðarinnar lifi af hávaxtatímabilið. Til langs tíma eru afar fáar atvinnugreinar sem lifa af vaxtastig eins og nú ríkir. Ábyrgð ríkisstjórnar við þessar kringumstæður er að ná taumhaldi á ástandinu og tryggja mjúka lendingu. Verulegur verðbólguþrýstingur er undirliggjandi og enn má lítið út af bregða. Atvinnuleysi er um eitt prósent, sem þýðir í raun að fleiri vinna en vilja, með tilheyrandi launaskriði. Tillögur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins liggja fyrir. Það væri skynsamlegt af ríkisstjórninni að nýta upphaf kjörtímabilsins til að endurskoða ýmsa þætti í kerfinu eins og á er bent. Þar með talið hlutverk Íbúðalánasjóðs. Slíkar breytingar munu þýða að einhverjir reka upp ramakvein. Það er hins vegar mikilvægt nú að gefa rými fyrir hagræðingu í fjármálakerfinu og það þarf ekki að vera í neinni mótsögn við þann pólitíska vilja að allir þjóðfélagshópar og íbúar allra landshluta geti eignast þak yfir höfuðið. Í tíð síðustu ríkisstjórnar ollu ótímabærar skattalækkanir og hækkuð húsnæðislán miklum væntingum á markaði. Opið og frjálst hagkerfi stýrist af væntingum. Í því samhengi skipta ekki bara athafnir máli, heldur einnig orð sem látin eru falla. Yfirlýsingar ráðamanna skapa væntingar almennings og markaðsaðila. Það skiptir því verulegu máli að þeir sem bera ábyrgð á hagstjórn og peningamálastjórn tali í samræmi við það sem skynsamlegt er fyrir hagstjórnina. Sá leiði ávani að taka allri gagnrýni á hagstjórnina með því að vísa henni á bug getur í raun gert hagstjórnina erfiðari. Menn ættu því að fara að venja sig við að kannast við vanda í stað þess að setja kíkinn á blinda augað og hrópa að allt sé í stakasta sóma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Mest lesið Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun
Nýjar hagtölur gefa ágætis fyrirheit um að aðlögun hagkerfisins sé hafin og aukinn útflutningur taki upp merkið af einkaneyslu og stóriðjufjárfestingu í að drífa áfram vöxt framleiðslu þjóðarinnar. Í fyrsta sinn vex neysla heimilanna ekki milli tímabila í fimm ár. Hagvaxtartölur fyrsta fjórðungs þessa árs benda til þess að þótt heimilin séu ennþá kraftmikil í neyslunni, séu þau í það minnsta farin að minnka bílakaup, í bili að minnsta kosti. Guð láti á gott vita, eins og þar stendur. Það er afar mikilvægt að aðlögun hagkerfisins verði mjúk og efnahagslífið nái að anda. Strax mátti greina væntingar á markaði um að vaxtalækkanir hæfust fyrr en ella. Allt of snemmt er að meta slíkt, enda tölur um hagvöxt ekki nákvæmar og fleira þarf að koma til áður en raunhæft er að horfa til vaxtalækkunar Seðlabankans. Ríkisstjórnin hefur eitt og annað í þeim efnum í hendi sér. Að undanförnu hefur mátt sjá í umræðunni gagnrýni á stjórn peningamála. Þar hafa oftar en ekki hangið bakarar í stað smiða. Sterkur meirihluti á Alþingi og byrjun kjörtímabils ætti að gefa mönnum kjark og styrk til að takast á við nauðsynlegar, en líklega óvinsælar ákvarðanir sem flýta aðlögun hagkerfisins og lækkun vaxta. Slíkt eykur möguleika á að starfsemi og sprotafyrirtæki sem lífvænleg eru til langs tíma og drífa hagvöxt framtíðarinnar lifi af hávaxtatímabilið. Til langs tíma eru afar fáar atvinnugreinar sem lifa af vaxtastig eins og nú ríkir. Ábyrgð ríkisstjórnar við þessar kringumstæður er að ná taumhaldi á ástandinu og tryggja mjúka lendingu. Verulegur verðbólguþrýstingur er undirliggjandi og enn má lítið út af bregða. Atvinnuleysi er um eitt prósent, sem þýðir í raun að fleiri vinna en vilja, með tilheyrandi launaskriði. Tillögur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins liggja fyrir. Það væri skynsamlegt af ríkisstjórninni að nýta upphaf kjörtímabilsins til að endurskoða ýmsa þætti í kerfinu eins og á er bent. Þar með talið hlutverk Íbúðalánasjóðs. Slíkar breytingar munu þýða að einhverjir reka upp ramakvein. Það er hins vegar mikilvægt nú að gefa rými fyrir hagræðingu í fjármálakerfinu og það þarf ekki að vera í neinni mótsögn við þann pólitíska vilja að allir þjóðfélagshópar og íbúar allra landshluta geti eignast þak yfir höfuðið. Í tíð síðustu ríkisstjórnar ollu ótímabærar skattalækkanir og hækkuð húsnæðislán miklum væntingum á markaði. Opið og frjálst hagkerfi stýrist af væntingum. Í því samhengi skipta ekki bara athafnir máli, heldur einnig orð sem látin eru falla. Yfirlýsingar ráðamanna skapa væntingar almennings og markaðsaðila. Það skiptir því verulegu máli að þeir sem bera ábyrgð á hagstjórn og peningamálastjórn tali í samræmi við það sem skynsamlegt er fyrir hagstjórnina. Sá leiði ávani að taka allri gagnrýni á hagstjórnina með því að vísa henni á bug getur í raun gert hagstjórnina erfiðari. Menn ættu því að fara að venja sig við að kannast við vanda í stað þess að setja kíkinn á blinda augað og hrópa að allt sé í stakasta sóma.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun