Viðskipti erlent

Stýrivextir lækka á Taílandi

Miðlari í Kauphöll Taílands í Bangkok.
Miðlari í Kauphöll Taílands í Bangkok. Mynd/AP
Seðlabanki Taílands hefur ákveðið að lækka stýrivexti um 19 punkta í 4,75 prósent með það fyrir augum að blása í glæður efnahagslífsins og auka bjartsýni neytenda. Stýrivextir hafa ekki lækkað í Taílandi í hálft ár en eftirspurn hefur minnkað í kjölfar minnkandi verðbólgu.

Bjartsýni neytenda í landinu hefur að sama skapi ekki verið upp á marga fiska undanfarið en um er að kenna hernum sem tók völdin í sínar hendur í september í fyrra og röð hryðjuverka um áramótin.

Þá hafa erlendir fjárfestar sömuleiðis lýst yfir áhyggjum sínum vegna nýlegra tilburða stjórnvalda til að hefta erlenda hlutabréfaeign og lækka gegni bahtsins, gjaldmiðils Taílands.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×