Halldór reiðubúinn fyrir Hollywood 15. júní 2007 09:15 Snorri á kvikmyndaréttinn að Sjálfstæðu fólki og kvikmyndahandritið er tilbúið. „Ég geri mér vonir um að þetta komist á koppinn," segir Snorri Þórisson hjá Pegasus en hann á kvikmyndaréttinn að Sjálfstæðu fólki. Eins og fram kom í Fréttablaðinu er Martin Scorsese að lesa þetta meistaraverk Nóbelsskáldsins Halldórs Laxness en það varð tilefnið að kjaftasögu um að leikstjórinn væri að íhuga að festa bókina á filmu. Snorri segir lítið hæft í þeim sögusögnum. Handritshöfundurinn Ruth Prawer Jhabvala hefur þegar skrifað handrit eftir bókinni. Jhabvala þykir einn virtasti höfundurinn í Hollywood og skrifaði meðal annars handritið að myndinni The Remains of the Day auk Howard's End og A Room with a View en fyrir þær hlaut hún Óskarsverðlaun. Framleiðandinn var í samstarfi við hið heimsfræga framleiðslufyrirtæki Merchant/Ivory en nýlega var því samstarfi slitið. „Ég er því að leita fanga annars staðar núna," útskýrir Snorri. „Hins vegar er mikill áhugi á bókinni úti og ég ætla bara rétt að vona að þetta verði að veruleika," bætir Snorri við. Guðný væri draumur ef Martin Scorsese tæki að sér Sjálfstætt fólk. Guðný Halldórsdóttir, dóttir Halldórs og kvikmyndaleikstjóri, var að vonum ánægð með að Scorsese væri að lesa Sjálfstætt fólk. Og bætti því við að það væri svo sannarlega draumur ef hann tæki þetta að sér. „Þú getur rétt ímyndað þér," sagði Guðný enda þyrfti þroskaðan mann til að koma sögunni sómasamlega til skila á hvíta tjaldinu. „Og Scorsese er svo sannarlega ekki fæddur í gær." Scorsese hefur svo sannarlega þroska til að færa söguna á hvíta tjaldið. Halldór Laxness ól sjálfur með sér þann draum að leggja Hollywood að fótum sér og fluttist þangað út um stundarsakir. En þrátt fyrir miklar vinsældir og virðingu hafa skáldverk hans ekki verið mikið kvikmynduð því aðeins Ungfrúin góða og húsið og Kristnihald undir Jökli eftir Guðnýju og Atómstöðin eftir Þorstein Jónsson hafa verið gerðar hér á landi en Svíar færðu Sölku-Völku í kvikmyndabúning árið 1954. Mörgum þykir því löngu tímabært að ráðast í kvikmyndaútgáfur á einhverjum stórverka Halldórs sem myndu þá halda minningu hans enn frekar á lofti. Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
„Ég geri mér vonir um að þetta komist á koppinn," segir Snorri Þórisson hjá Pegasus en hann á kvikmyndaréttinn að Sjálfstæðu fólki. Eins og fram kom í Fréttablaðinu er Martin Scorsese að lesa þetta meistaraverk Nóbelsskáldsins Halldórs Laxness en það varð tilefnið að kjaftasögu um að leikstjórinn væri að íhuga að festa bókina á filmu. Snorri segir lítið hæft í þeim sögusögnum. Handritshöfundurinn Ruth Prawer Jhabvala hefur þegar skrifað handrit eftir bókinni. Jhabvala þykir einn virtasti höfundurinn í Hollywood og skrifaði meðal annars handritið að myndinni The Remains of the Day auk Howard's End og A Room with a View en fyrir þær hlaut hún Óskarsverðlaun. Framleiðandinn var í samstarfi við hið heimsfræga framleiðslufyrirtæki Merchant/Ivory en nýlega var því samstarfi slitið. „Ég er því að leita fanga annars staðar núna," útskýrir Snorri. „Hins vegar er mikill áhugi á bókinni úti og ég ætla bara rétt að vona að þetta verði að veruleika," bætir Snorri við. Guðný væri draumur ef Martin Scorsese tæki að sér Sjálfstætt fólk. Guðný Halldórsdóttir, dóttir Halldórs og kvikmyndaleikstjóri, var að vonum ánægð með að Scorsese væri að lesa Sjálfstætt fólk. Og bætti því við að það væri svo sannarlega draumur ef hann tæki þetta að sér. „Þú getur rétt ímyndað þér," sagði Guðný enda þyrfti þroskaðan mann til að koma sögunni sómasamlega til skila á hvíta tjaldinu. „Og Scorsese er svo sannarlega ekki fæddur í gær." Scorsese hefur svo sannarlega þroska til að færa söguna á hvíta tjaldið. Halldór Laxness ól sjálfur með sér þann draum að leggja Hollywood að fótum sér og fluttist þangað út um stundarsakir. En þrátt fyrir miklar vinsældir og virðingu hafa skáldverk hans ekki verið mikið kvikmynduð því aðeins Ungfrúin góða og húsið og Kristnihald undir Jökli eftir Guðnýju og Atómstöðin eftir Þorstein Jónsson hafa verið gerðar hér á landi en Svíar færðu Sölku-Völku í kvikmyndabúning árið 1954. Mörgum þykir því löngu tímabært að ráðast í kvikmyndaútgáfur á einhverjum stórverka Halldórs sem myndu þá halda minningu hans enn frekar á lofti.
Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein