Töpuðum hraðaupphlaupunum 17. júní 2007 02:00 Fréttablaðið/Aleksandar Djorovic Íslenska karlalandsliðið tapaði fyrri leiknum í Serbíu með eins marks mun, 29-30, og þarf því að gera betur í seinni leiknum í Laugardalshöllinni í dag. Fréttablaðið hefur rýnt í tölurnar úr fyrri leiknum og það er ljóst af þeim athugunum að íslenska liðið þarf að fækka verulega töpuðum boltum sínum og fá mun fleiri mörk úr hraðaupphlaupum en Serbar skoruðu sjö fleiri slík mörk í fyrri leiknum. Alfreð Gíslason, þjálfari íslenska liðsins, þarf einnig að bregðast við því að Serbar spila á mun fleiri mönnum og íslensku strákarnir gáfu mikið eftir síðustu tíu mínútur fyrri leiksins sem töpuðust 7-4. Ísland var þremur mörkum yfir, 26-23, þegar tíu mínútur voru eftir en misnotaði þá 5 sóknir í röð. Serbar skoruðu síðan tvö síðustu mörk sín manni færri og unnu leikinn. Þegar tölfræði leiksins er skoðuð nánar kemur í ljós að tveir tölfræðiþættir sem eru vanalega Íslandi í hag og óhag snerust við í þessum leik. Í stað þess að skora fleiri mörk úr hraðaupphlaupum og verða undir í baráttu skyttnanna þá skoruðu Serbar sjö fleiri mörk úr hraðaupphlaupum en íslensku skytturnar skoruðu hins vegar sjö fleiri mörk með langskotum. Íslensku markverðirnir vörðu einnig fleiri skot (19-14) og við fengum fleiri mörk úr hornunum (9-5) en Serbar skoruðu aftur á móti fleiri mörk af línunni (6-3) og tóku 5 sóknarfráköst gegn aðeins einu hjá íslenska liðinu. Ólafur Stefánsson skoraði flest mörk íslenska liðsins en hann skoraði úr 9 fyrstu skotum sínum þar af komu átta þeirra með glæsilegum langskotum. Ólafur (11 skot/9 mörk), Guðjón Valur Sigurðsson (6/6) og Alexander Petersson (8/6) voru saman með frábæra nýtingu en 84% skota þeirra (25/21) enduðu í netinu fyrir aftan serbneska markvörðinn. Ólafur átti einnig flestar stoðsendingar (6) en tvær þeirra fóru inn á línu. Töpuðu boltarnir voru alltof margir hjá íslenska liðinu eða alls 18. Ólafur Stefánsson tapaði flestum eða sex en Róbert Gunnarsson var með 4 tapaða bolta. Birkir Ívar Guðmundsson varði vel í íslenska markinu, alls 18 skot og bæði hann og Hreiðar Levý Guðmundsson náðu að verja víti. Serbneski markvörðurinn varði hinsvegar fleiri skot í seinni hálfleik (8-7) en Birkir varði 12 skot fyrir hlé. Íslenska vörnin var reyndar dugleg og varði öll sín sex skot í seinni hálfleik en bæði Sigfús Sigurðsson og Sverre Jakobsson stoppuðu þrjá bolta hvor. Íslenski handboltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið tapaði fyrri leiknum í Serbíu með eins marks mun, 29-30, og þarf því að gera betur í seinni leiknum í Laugardalshöllinni í dag. Fréttablaðið hefur rýnt í tölurnar úr fyrri leiknum og það er ljóst af þeim athugunum að íslenska liðið þarf að fækka verulega töpuðum boltum sínum og fá mun fleiri mörk úr hraðaupphlaupum en Serbar skoruðu sjö fleiri slík mörk í fyrri leiknum. Alfreð Gíslason, þjálfari íslenska liðsins, þarf einnig að bregðast við því að Serbar spila á mun fleiri mönnum og íslensku strákarnir gáfu mikið eftir síðustu tíu mínútur fyrri leiksins sem töpuðust 7-4. Ísland var þremur mörkum yfir, 26-23, þegar tíu mínútur voru eftir en misnotaði þá 5 sóknir í röð. Serbar skoruðu síðan tvö síðustu mörk sín manni færri og unnu leikinn. Þegar tölfræði leiksins er skoðuð nánar kemur í ljós að tveir tölfræðiþættir sem eru vanalega Íslandi í hag og óhag snerust við í þessum leik. Í stað þess að skora fleiri mörk úr hraðaupphlaupum og verða undir í baráttu skyttnanna þá skoruðu Serbar sjö fleiri mörk úr hraðaupphlaupum en íslensku skytturnar skoruðu hins vegar sjö fleiri mörk með langskotum. Íslensku markverðirnir vörðu einnig fleiri skot (19-14) og við fengum fleiri mörk úr hornunum (9-5) en Serbar skoruðu aftur á móti fleiri mörk af línunni (6-3) og tóku 5 sóknarfráköst gegn aðeins einu hjá íslenska liðinu. Ólafur Stefánsson skoraði flest mörk íslenska liðsins en hann skoraði úr 9 fyrstu skotum sínum þar af komu átta þeirra með glæsilegum langskotum. Ólafur (11 skot/9 mörk), Guðjón Valur Sigurðsson (6/6) og Alexander Petersson (8/6) voru saman með frábæra nýtingu en 84% skota þeirra (25/21) enduðu í netinu fyrir aftan serbneska markvörðinn. Ólafur átti einnig flestar stoðsendingar (6) en tvær þeirra fóru inn á línu. Töpuðu boltarnir voru alltof margir hjá íslenska liðinu eða alls 18. Ólafur Stefánsson tapaði flestum eða sex en Róbert Gunnarsson var með 4 tapaða bolta. Birkir Ívar Guðmundsson varði vel í íslenska markinu, alls 18 skot og bæði hann og Hreiðar Levý Guðmundsson náðu að verja víti. Serbneski markvörðurinn varði hinsvegar fleiri skot í seinni hálfleik (8-7) en Birkir varði 12 skot fyrir hlé. Íslenska vörnin var reyndar dugleg og varði öll sín sex skot í seinni hálfleik en bæði Sigfús Sigurðsson og Sverre Jakobsson stoppuðu þrjá bolta hvor.
Íslenski handboltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Sjá meira