Handbolti

Alltaf komist áfram

Íslenska karlalandsliðið í handbolta hefur unnið öll sex umspilin fyrir stórmót síðan að núverandi fyrirkomulag var tekið upp fyrir HM í Frakklandi 2001.

Íslenska liðið er aftur á móti í sérstakri stöðu nú þar sem að í fyrsta sinn þarf liðið að vinna upp mun í seinni leiknum. Í hin sex skiptin hefur íslenska liðið unnið fyrri leikinn og hefur meira að segja í tvígang komist upp með að tapa seinni leiknum í Laugardalshöllinni þökk sé frábærum úrslitum í fyrri leiknum. Komist íslenska landsliðið inn á EM í Noregi 2008 þá hafa strákarnir okkar tryggt sig inn á níu stórmót í röð.

Staða íslenska landsliðsins eftir fyrri leiki:

2007 Serbía-1 (29-30 tap úti)

2006 Svíþjóð+4 (32-28 sigur úti)

2005 H-Rússl.+9 (33-24 sigur heima)

2004 Ítalía+6 (37-31 sigur úti)

2003 Þurfum ekki að fara í undank.

2002 Makedónía +5 (35-30 sigur úti)

2001 H-Rússl.+7 (30-23 sigur úti)

2000 Makedónía+1 (26-25 sigur heima)

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×