Völdin eiga að fylgja eigin eign 18. júní 2007 02:00 Slit Eignarhaldsfélagsins Samvinnutrygginga og afhending eignarhluta til tugþúsunda tryggingataka sem tryggðu hjá félaginu á árum áður er afar jákvætt skref og til sóma þeim sem að því stóðu. Þær breytingar sem orðið hafa á hagkerfinu undanfarin ár hafa leyst úr læðingi mikinn sköpunarmátt og fjármuni. Ekki verður annað sagt en að þar hafi í tilviki Samvinnutrygginga tekist afar vel að ávaxta annarra manna fé. Rökin gegn því rekstrarformi sem þarna verður lagt niður eru að slíkur rekstur fari smám saman að snúast um lykilstjórnendur og klíku í kringum þá. Algengt er að laun í slíkum félögum verði hærri en í einkareknum félögum, enda þrýstingur um hagnað frá hluthöfum ekki fyrir hendi. Slík var raunin, en með kaupréttarsamningum og ótrúlegum árangri margra íslenskra hlutafélaga hafa lykilstjórnendur notið kjara sem voru utan skynsviðs fyrir örfáum árum. Almennt hafa viðhorf í rekstri þróast frá samvinnurekstrarformi og öðrum félagslegum rekstrarformum yfir í einkarekstur. Ástæðan er einföld. Vandræðin byrja þegar miklir fjármunir verða til og eignarhald er óskýrt. Frá því að fyrsta kaupfélagið var stofnað í Laxárdal í Þingeyjarsýslu hefur mikið vatn runnið til sjávar. Kaupfélögin lyftu í upphafi grettistaki í að færa samfélög frá fátækt til bjargálna. Tíminn er hins vegar miskunnarlaus og flest kaupfélögin horfin nú. Sömu sögu má segja um sparisjóðina sem nú leita leiða til að finna sér raunverulega eigendur. Takist ekki að breyta rekstrarformi þeirra munu þeir verða undir í samkeppni við stærri banka og hverfa með tíð og tíma. Við slit Eignarhaldsfélagsins Samvinnutryggingar verður til sterkur sjálfseignarsjóður með tíu milljarða í eigið fé. Þeim sjóði verður ætlað að úthluta til samfélagsverkefna arði af fjárfestingum sínum. Þessum sjóði munu fylgja talsverð völd í viðskiptalífinu og eðlilegast að markmið hans til lengri tíma verði skynsamleg eignadreifing í samræmi við skilgreinda fjárfestingarstefnu. Alþingi kom á sínum tíma í veg fyrir að slíkur sjóður, sem í dag væri líklega talsvert stærri en Samvinnutryggingasjóðurinn, yrði til með kaupum Kaupþings á SPRON. Þar stjórnuðust þingmenn af tvennu. Annars vegar öfund í garð þeirra sem myndu græða á viðskiptunum og hins vegar valdapólitík heimahaganna sem snerist um sparisjóðina á hverjum stað. Reykvíkingar misstu af þessum sökum af sjóði sem gæti úthlutað milljarði árlega til menningar og líknarmála um ókomin ár. Sorgleg skammsýni það. Það er vonandi að þeir sem nú sýna þann þroska að leysa upp úrelt eignarhald, haldi áfram á sömu braut og færi sjóðinn frá aktívum fjárfestingum. Eðlilegast er að í hinu nýja hlutafélagi myndist á endanum kjölfesta sem ráði för í krafti eigin fjárfestingar, en ekki í gegnum völd í sjálfseignarstofnun. Eðlilegt er að gefa mönnum tíma til að ná fram þeirri breytingu í áföngum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ofhugsanir: orsök & afleiðing Sara Pálsdóttir Skoðun
Slit Eignarhaldsfélagsins Samvinnutrygginga og afhending eignarhluta til tugþúsunda tryggingataka sem tryggðu hjá félaginu á árum áður er afar jákvætt skref og til sóma þeim sem að því stóðu. Þær breytingar sem orðið hafa á hagkerfinu undanfarin ár hafa leyst úr læðingi mikinn sköpunarmátt og fjármuni. Ekki verður annað sagt en að þar hafi í tilviki Samvinnutrygginga tekist afar vel að ávaxta annarra manna fé. Rökin gegn því rekstrarformi sem þarna verður lagt niður eru að slíkur rekstur fari smám saman að snúast um lykilstjórnendur og klíku í kringum þá. Algengt er að laun í slíkum félögum verði hærri en í einkareknum félögum, enda þrýstingur um hagnað frá hluthöfum ekki fyrir hendi. Slík var raunin, en með kaupréttarsamningum og ótrúlegum árangri margra íslenskra hlutafélaga hafa lykilstjórnendur notið kjara sem voru utan skynsviðs fyrir örfáum árum. Almennt hafa viðhorf í rekstri þróast frá samvinnurekstrarformi og öðrum félagslegum rekstrarformum yfir í einkarekstur. Ástæðan er einföld. Vandræðin byrja þegar miklir fjármunir verða til og eignarhald er óskýrt. Frá því að fyrsta kaupfélagið var stofnað í Laxárdal í Þingeyjarsýslu hefur mikið vatn runnið til sjávar. Kaupfélögin lyftu í upphafi grettistaki í að færa samfélög frá fátækt til bjargálna. Tíminn er hins vegar miskunnarlaus og flest kaupfélögin horfin nú. Sömu sögu má segja um sparisjóðina sem nú leita leiða til að finna sér raunverulega eigendur. Takist ekki að breyta rekstrarformi þeirra munu þeir verða undir í samkeppni við stærri banka og hverfa með tíð og tíma. Við slit Eignarhaldsfélagsins Samvinnutryggingar verður til sterkur sjálfseignarsjóður með tíu milljarða í eigið fé. Þeim sjóði verður ætlað að úthluta til samfélagsverkefna arði af fjárfestingum sínum. Þessum sjóði munu fylgja talsverð völd í viðskiptalífinu og eðlilegast að markmið hans til lengri tíma verði skynsamleg eignadreifing í samræmi við skilgreinda fjárfestingarstefnu. Alþingi kom á sínum tíma í veg fyrir að slíkur sjóður, sem í dag væri líklega talsvert stærri en Samvinnutryggingasjóðurinn, yrði til með kaupum Kaupþings á SPRON. Þar stjórnuðust þingmenn af tvennu. Annars vegar öfund í garð þeirra sem myndu græða á viðskiptunum og hins vegar valdapólitík heimahaganna sem snerist um sparisjóðina á hverjum stað. Reykvíkingar misstu af þessum sökum af sjóði sem gæti úthlutað milljarði árlega til menningar og líknarmála um ókomin ár. Sorgleg skammsýni það. Það er vonandi að þeir sem nú sýna þann þroska að leysa upp úrelt eignarhald, haldi áfram á sömu braut og færi sjóðinn frá aktívum fjárfestingum. Eðlilegast er að í hinu nýja hlutafélagi myndist á endanum kjölfesta sem ráði för í krafti eigin fjárfestingar, en ekki í gegnum völd í sjálfseignarstofnun. Eðlilegt er að gefa mönnum tíma til að ná fram þeirri breytingu í áföngum.