
Íslenski boltinn
Heil umferð í kvöld

Heil umferð fer fram í Landsbankadeild kvenna í kvöld þar sem hæst ber stórveldaslagur Breiðabliks og Vals á Kópavogsvelli. Valsstúlkur eru ósigraðar á toppi deildarinnar, rétt eins og KR. Breiðablik er í þriðja sæti með sjö stig eftir fjórar umferðir. Þá mætast nýliðarnir í deildinni, lið Fjölnis og ÍR á Fjölnisvellinum. Fylkir tekur á móti Stjörnunni og KR mætir Þór/KA á heimavelli. Allir leikirnir hefjast klukkan 19.15.