Ný Evrópa án okkar 27. júní 2007 07:15 Leiðtoga ríkja Evrópusambandsins bíður nú það miserfiða verkefni að sannfæra íbúa landa sinna um ágæti nýs stjórnskipunarsáttmála sem þeir lönduðu eftir nokkurn barning í Brussel á föstudaginn. Þessi nýi sáttmáli er reyndar, að mati bæði stuðningsmanna og andstæðinga nánari samruna innan Evrópusambandsins, lítt dulbúin útgáfa af stjórnarskránni sem Frakkar og Hollendingar höfnuðu í þjóðaratkvæðagreiðslum árið 2005 og átti þar með að vera úr sögunni. Úrslit þeirra kosninga hafa gjarnan skyggt á þá staðreynd að 18 af 27 aðildarríkjum sambandsins samþykktu stjórnarskrána. Á fundi þessara sömu 18 ríkja í Madrid síðastliðinn vetur blessuðu fjögur ríki til viðbótar helstu grundvallaratriði stjórnarskrárinnar. Sá eindregni stuðningur hefur ekki lítið að segja um þetta nýja líf stjórnarskrárinnar eftir létta andlitslyftingu og nafnaskiptin. Það liggur því nokkuð ljóst fyrir að leið nýja sáttmálans til samþykktar verður greið í langflestum ríkjum Evrópusambandsins. Stóra spurningin, og sú sem skiptir öllu máli, er hver örlög hans verða í þeim löndum þar sem mótstaðan var mest við stjórnarskrána. Reiknað er með að flest aðildarríkin velji að leita aðeins eftir samþykki þjóðþinga sinna í stað þess að leggja sáttmálann í dóm kjósenda. Þó verður örugglega efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu á Írlandi. Ekki er ólíklegt að sama gildi um Danmörku og Holland en meiri óvissa ríkir um hvernig verður staðið að málum í Bretlandi, þar sem sögulega hefur verið hvað mest andstaða við nánari samruna innan Evrópusambandsins. Þótt við Íslendingar séum ekki aðilar að Evrópusambandinu verður fróðlegt fyrir okkur að fylgjast með málefnabaráttunni sem er framundan í þeim löndum sem efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um sáttmálann. Sjálf framtíð Evrópusambandsins mun kristallast í þeim átökum. Stuðningsmenn nánari samvinnu hafa bent á að á tímum sívaxandi alþjóðavæðingar minnki vægi þjóðlanda hratt. Í grein sem skoski sagnfræðingurinn og Harvard-prófessorinn Niall Ferguson skrifaði í The Sunday Telegraph um helgina, orðaði hann þetta á þá leið að „valið sé ekki lengur á milli utanríkisstefnu þjóða og utanríkisstefnu Evrópu, heldur milli áhrifaleysis þjóðar og áhrifamáttar samstöðunnar". Í hnotskurn má segja að afdrif hins nýja stjórnskipunarsáttmála Evrópu velti á hvort það sé rétt mat að áhrifatími einstakra ríkja innan álfunnar sé að baki og að Evrópuríki þurfi að standa saman til að ná máli í samfélagi þjóðanna. Ekki er nokkur vafi að í þeim efnum eru menn ekki síst með hugann við Kína og Indland sem glittir í við sjóndeildarhringinn á leið sinni til sívaxandi áhrifa á heimsvísu. Það hlýtur að vera nokkuð umhugsunarefni fyrir okkur Íslendinga að milljónaþjóðir Evrópu telji ástæðu til að þjappa sér þéttar saman á sama tíma og við kjósum að vera utangarðs. Um þessar mundir njótum við velvildar sameinaðrar Evrópu. Með tíð og tíma getur sú staða hæglega breyst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun
Leiðtoga ríkja Evrópusambandsins bíður nú það miserfiða verkefni að sannfæra íbúa landa sinna um ágæti nýs stjórnskipunarsáttmála sem þeir lönduðu eftir nokkurn barning í Brussel á föstudaginn. Þessi nýi sáttmáli er reyndar, að mati bæði stuðningsmanna og andstæðinga nánari samruna innan Evrópusambandsins, lítt dulbúin útgáfa af stjórnarskránni sem Frakkar og Hollendingar höfnuðu í þjóðaratkvæðagreiðslum árið 2005 og átti þar með að vera úr sögunni. Úrslit þeirra kosninga hafa gjarnan skyggt á þá staðreynd að 18 af 27 aðildarríkjum sambandsins samþykktu stjórnarskrána. Á fundi þessara sömu 18 ríkja í Madrid síðastliðinn vetur blessuðu fjögur ríki til viðbótar helstu grundvallaratriði stjórnarskrárinnar. Sá eindregni stuðningur hefur ekki lítið að segja um þetta nýja líf stjórnarskrárinnar eftir létta andlitslyftingu og nafnaskiptin. Það liggur því nokkuð ljóst fyrir að leið nýja sáttmálans til samþykktar verður greið í langflestum ríkjum Evrópusambandsins. Stóra spurningin, og sú sem skiptir öllu máli, er hver örlög hans verða í þeim löndum þar sem mótstaðan var mest við stjórnarskrána. Reiknað er með að flest aðildarríkin velji að leita aðeins eftir samþykki þjóðþinga sinna í stað þess að leggja sáttmálann í dóm kjósenda. Þó verður örugglega efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu á Írlandi. Ekki er ólíklegt að sama gildi um Danmörku og Holland en meiri óvissa ríkir um hvernig verður staðið að málum í Bretlandi, þar sem sögulega hefur verið hvað mest andstaða við nánari samruna innan Evrópusambandsins. Þótt við Íslendingar séum ekki aðilar að Evrópusambandinu verður fróðlegt fyrir okkur að fylgjast með málefnabaráttunni sem er framundan í þeim löndum sem efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um sáttmálann. Sjálf framtíð Evrópusambandsins mun kristallast í þeim átökum. Stuðningsmenn nánari samvinnu hafa bent á að á tímum sívaxandi alþjóðavæðingar minnki vægi þjóðlanda hratt. Í grein sem skoski sagnfræðingurinn og Harvard-prófessorinn Niall Ferguson skrifaði í The Sunday Telegraph um helgina, orðaði hann þetta á þá leið að „valið sé ekki lengur á milli utanríkisstefnu þjóða og utanríkisstefnu Evrópu, heldur milli áhrifaleysis þjóðar og áhrifamáttar samstöðunnar". Í hnotskurn má segja að afdrif hins nýja stjórnskipunarsáttmála Evrópu velti á hvort það sé rétt mat að áhrifatími einstakra ríkja innan álfunnar sé að baki og að Evrópuríki þurfi að standa saman til að ná máli í samfélagi þjóðanna. Ekki er nokkur vafi að í þeim efnum eru menn ekki síst með hugann við Kína og Indland sem glittir í við sjóndeildarhringinn á leið sinni til sívaxandi áhrifa á heimsvísu. Það hlýtur að vera nokkuð umhugsunarefni fyrir okkur Íslendinga að milljónaþjóðir Evrópu telji ástæðu til að þjappa sér þéttar saman á sama tíma og við kjósum að vera utangarðs. Um þessar mundir njótum við velvildar sameinaðrar Evrópu. Með tíð og tíma getur sú staða hæglega breyst.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun