Bíó og sjónvarp

The Lodger endurgerð

Spennumyndameistarinn mikli virðist alltaf vera jafnvinsæll.
Spennumyndameistarinn mikli virðist alltaf vera jafnvinsæll.

Þögul mynd Alfreds Hitchcock frá árinu 1927, The Lodger, verður endurgerð í Hollywood á næstunni. The Lodger fjallar um dularfullan mann sem leigir herbergi á heimili Bunting-fjölskyldunnar á sama tíma og raðmorðingi hrellir íbúa London.

Er hann þekktur undir nafninu The Avenger og myrðir einungis ljóshærðar konur. Endurgerðin gerist aftur á móti í Los Angeles og fjallar um raðmorðingja sem hermir eftir morðum annarra. Leikstjóri verður hinn óþekkti David Ondaatje og verður þetta fyrsta kvikmynd hans í fullri lengd.

Einnig stendur til að endurgera mynd Hitchcock, The Birds, sem kom út árið 1963. Hugsanlega mun Naomi Watts endurtaka hlutverk Tippi Herdren, sem vakti mikla athygli á sínum tíma fyrir frammistöðu sína. Fyrr á þessu ári kom síðan út spennumyndin Disturbia, sem er nútímaútgáfa af Rear Window eftir Hitchcock frá árinu 1954.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×