Byggðir 30. júní 2007 09:00 Ég er höfuðborgarbúi í húð og hár og hef alið manninn á mölinni allt mitt líf hingað til. Reyndar, þegar ég þarf að segja deili á mér úti á landi kemst ég stundum upp með að segja einfaldlega að ég hafi alist upp við hafið. Það hljómar svo ansi hreint vel. Ef ég er spurður nánar neyðist ég þó til að bæta við að þar eigi ég reyndar við Arnarnes. ÉG á hins vegar ættir að rekja, eins og flestir aðrir, út á land. Í æðum mínum rennur Laugarvatn og genin eru líka að stórum hluta skagfirsk. Vestfirðir eiga umtalsverðan hluta í mér - þótt ekki eigi ég ættir að rekja þangað - en þar skoppaði jeppi föður míns á vegunum með fjölskylduna innanborðs í ófá skipti í pólitískum erindagjörðum áður fyrr. Strandirnar eru hinn fjarlægi ævintýraheimur bernskunnar. Á Seyðisfirði dvaldi ég um nokkurt skeið með vini sem patti og veiddi ófrýnilega marhnúta. Í Borgarfirði dvel ég löngum stundum. Stykkishólmur er ættarhreiður sambýliskonu minnar og faðir hennar er lögga í Búðardal. Eins og allir aðrir Íslendingar þykir mér vænt um ótal staði út um allt land. Vestmannaeyjar, Höfn, Akureyri, Vopnafjörður. Alls staðar leynast minningar, ef ekki góðar þá í öllu falli fyndnar. ÉG er einn af þeim sem tel ekki fýsilegt að Ísland verði borgríki. Ég vil hafa blómlegar byggðir út um allt land. Í kjölfar niðurskurðar á þorskkvóta hefur enn á ný blossað upp umræða um mikla erfiðleika. Ég ætla að láta nægja að varpa einni hugsun inn í þetta flókna viðfangsefni. Fyrir nokkrum áratugum var Reykjavík bara Reykjavík. Núna hins vegar teygir Reykjavík anga sína allt upp í Bifröst í norðri, til Árborgar í austri og til Reykjanesbæjar í vestri. Svæðið hefur stækkað. Hver sá það fyrir að mörg hundruð manna þorp myndi rísa við rætur Baulu? VERKEFNIÐ framundan er að nota allar þær leiðir sem okkur bjóðast til þess að búa til fleiri svona svæði, sem út frá einum miðpunkti teygja anga sína í allar áttir. Ég sé ekki betur en að Akureyri sé á réttri braut. Eitt vinsælasta leikhús landsins er þar, listasafn, bíó, millilandaflug og góður háskóli. Allt þetta gerir það að verkum að það er orðið fýsilegra fyrir aðra en innfædda að beinlínis flytja á svæðið, búa þar og stunda atvinnurekstur. SVONA á þetta vera víðar, eins og á Egilsstöðum og Ísafirði. Vegurinn til Ísafjarðar virkar eins og maður sé að keyra bíl árið 1950. Því þarf að breyta. Það þarf háhraðanettengingar, menntastofnanir, menningarstofnanir, ódýrari flugsamgöngur og almennilega vegi. Með öðrum orðum: Það þarf að fjárfesta í höfuðstöðunum. Hafa trú á þeim. Fyrirmyndin að þessu blasir við. Hvernig halda menn annars að Reykjavík hafi orðið til með tilheyrandi velmegun í allar áttir? Út af Esjunni? Hér er ein hugsun, svolítið brött, en þó þess virði að spá í: Uppgangur höfuðborgarinnar á ekki að vera öðrum byggðum ógn, heldur fyrirmynd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir Skoðun
Ég er höfuðborgarbúi í húð og hár og hef alið manninn á mölinni allt mitt líf hingað til. Reyndar, þegar ég þarf að segja deili á mér úti á landi kemst ég stundum upp með að segja einfaldlega að ég hafi alist upp við hafið. Það hljómar svo ansi hreint vel. Ef ég er spurður nánar neyðist ég þó til að bæta við að þar eigi ég reyndar við Arnarnes. ÉG á hins vegar ættir að rekja, eins og flestir aðrir, út á land. Í æðum mínum rennur Laugarvatn og genin eru líka að stórum hluta skagfirsk. Vestfirðir eiga umtalsverðan hluta í mér - þótt ekki eigi ég ættir að rekja þangað - en þar skoppaði jeppi föður míns á vegunum með fjölskylduna innanborðs í ófá skipti í pólitískum erindagjörðum áður fyrr. Strandirnar eru hinn fjarlægi ævintýraheimur bernskunnar. Á Seyðisfirði dvaldi ég um nokkurt skeið með vini sem patti og veiddi ófrýnilega marhnúta. Í Borgarfirði dvel ég löngum stundum. Stykkishólmur er ættarhreiður sambýliskonu minnar og faðir hennar er lögga í Búðardal. Eins og allir aðrir Íslendingar þykir mér vænt um ótal staði út um allt land. Vestmannaeyjar, Höfn, Akureyri, Vopnafjörður. Alls staðar leynast minningar, ef ekki góðar þá í öllu falli fyndnar. ÉG er einn af þeim sem tel ekki fýsilegt að Ísland verði borgríki. Ég vil hafa blómlegar byggðir út um allt land. Í kjölfar niðurskurðar á þorskkvóta hefur enn á ný blossað upp umræða um mikla erfiðleika. Ég ætla að láta nægja að varpa einni hugsun inn í þetta flókna viðfangsefni. Fyrir nokkrum áratugum var Reykjavík bara Reykjavík. Núna hins vegar teygir Reykjavík anga sína allt upp í Bifröst í norðri, til Árborgar í austri og til Reykjanesbæjar í vestri. Svæðið hefur stækkað. Hver sá það fyrir að mörg hundruð manna þorp myndi rísa við rætur Baulu? VERKEFNIÐ framundan er að nota allar þær leiðir sem okkur bjóðast til þess að búa til fleiri svona svæði, sem út frá einum miðpunkti teygja anga sína í allar áttir. Ég sé ekki betur en að Akureyri sé á réttri braut. Eitt vinsælasta leikhús landsins er þar, listasafn, bíó, millilandaflug og góður háskóli. Allt þetta gerir það að verkum að það er orðið fýsilegra fyrir aðra en innfædda að beinlínis flytja á svæðið, búa þar og stunda atvinnurekstur. SVONA á þetta vera víðar, eins og á Egilsstöðum og Ísafirði. Vegurinn til Ísafjarðar virkar eins og maður sé að keyra bíl árið 1950. Því þarf að breyta. Það þarf háhraðanettengingar, menntastofnanir, menningarstofnanir, ódýrari flugsamgöngur og almennilega vegi. Með öðrum orðum: Það þarf að fjárfesta í höfuðstöðunum. Hafa trú á þeim. Fyrirmyndin að þessu blasir við. Hvernig halda menn annars að Reykjavík hafi orðið til með tilheyrandi velmegun í allar áttir? Út af Esjunni? Hér er ein hugsun, svolítið brött, en þó þess virði að spá í: Uppgangur höfuðborgarinnar á ekki að vera öðrum byggðum ógn, heldur fyrirmynd.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun