Sport

Federer íþróttamaður ársins þriðja árið í röð

Federer var kjörinn íþróttamaður ársins af Laureus nefndinni þriðja árið í röð
Federer var kjörinn íþróttamaður ársins af Laureus nefndinni þriðja árið í röð NordicPhotos/GettyImages

Tenniskappinn Roger Federer var í dag kjörinn íþróttamaður ársins þriðja árið í röð á Laureus hátíðinni. Stangastökkvarinn Yelena Isinbayeva var kjörin íþróttakona ársins. Það er nefnd íþróttafréttamanna frá 128 löndum sem stendur að valinu ár hvert.

Federer fékk nokkra samkeppni frá ökuþórnum Michael Schumacher og kylfingnum Tiger Woods, en Federer hefur verið í algjörum sérflokki í sinni grein undanfarin ár.

Heimsmeistarar Ítalíu voru sæmdir þessum verðlaunum í flokki keppnisliða og breski ökuþórinn Lewis Hamilton fékk sérstök verðlaun fyrir að vera sá sem tók stærsta stökkið á árinu og hafði betur gegn tenniskonunni Amelie Mauresmo.

Bandaríska tenniskonan Serena Williams fékk verðlaun fyrir bestu endurkomu ársins, skíðamaðurinn Martin Braxenthaler frá Bandaríkjunum fékk verðlaun fyrir afrek sín í íþróttum fatlaðra og Kelly Slater fékk verðlaun fyrir afrek í flokki hasaríþrótta. Þá fékk knattspyrnulið Barcelona sérstök verðlaun fyrir íþróttaanda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×