Hef alltaf gert kröfur til mín 14. júní 2007 09:00 Er ekkert smeykur við velgengni síðustu myndar enda sé öldudalur bara hluti af vinnunni. MYND/Pjetur Kvikmyndaleikstjórinn Rúnar Rúnarsson er kominn í sumarfrí frá Danska kvikmyndaskólanum og hyggst nota hluta af fríinu til að taka upp nýja stuttmynd hér á landi yfir verslunarmannahelgina. „Myndin ber vinnuheitið Two Birds og fjallar um vinahóp sem er í gagnfræðiskóla," útskýrir Rúnar en það er kvikmyndafyrirtækið Zik Zak sem framleiðir myndina. „Myndin er vaxtarsaga aðalpersónunnar Óla og þetta er svona lítil ástarsaga með súrsætu eftirbragði," bætir hann við en á mánudaginn stendur til að velja leikara í myndina og geta áhugasamir sent tölvupóst á casting@zikzak.is. „Við erum að leita að fjórum aðalleikurum sem þurfa að líta út fyrir að vera á grunnskólaaldri, tveimur stelpum og tveimur strákum."Velgengni ekki sjálfgefinSíðasti bærinn var tilefnd til Óskarsverðlauna og fór sigurför um heiminn.Rúnar skaust uppá stjörnuhimininn fyrir rúmu ári síðan þegar stuttmyndin Síðasti bærinn var tilefnd til Óskarsverðlauna. Þar laut hún í lægra haldi fyrir kvikmynd Martin McDonagh, Six Shooter, en McDonagh er nú að leikstýra þeim Ralph Fiennes og Colin Farrell í In Bruges. Síðasti bærinn fór sigurför á kvikmyndahátíðum um allan heim og samkvæmt kvikmyndasíðunni imdb.com hefur hún hlotið alls þrettán verðlaun. Að sögn leikstjórans er hún þó nú komin á eftirlaun.„Hún er ennþá sýnd á einhverjum hátíðum og er í dvd-dreifingu ásamt öðrum verðlaunamyndum," segir leikstjórinn sem fann vel fyrir þeirri athygli sem verðlaunum á borð við Óskarnum fylgir. Honum barst töluvert af misgáfulegum verkefnum til að gera með hinum og þessum peningamönnum en fannst fæst af þeim áhugaverð. Og svo hafði námið sinn forgang.„En Óskarinn opnaði vissulega margar dyr, það verður bara að viðurkennast, og mér gefst í dag tækifæri til að gera miklu meira," útskýrir Rúnar sem er ekkert smeykur við að fylgja eftir velgengni Síðasta bæjarins. Öldudalurinn víðfrægi sé bara hluti af lífinu og þegar og ef að honum komi verði bara að takast á við það. „Mér hefur gengið vel í lífinu og mér hefur gengið illa þannig að það yrði ekkert nýtt fyrir mér," segir Rúnar.Ráðsettur maðurLeikstjórinn er nýorðinn pabbi, eignaðist litla stúlku í október. Hann segir dóttur sína vera ótrúlega glaða yfir komunni til Íslands enda hafi verið svo heitt í Danmörku að hún gat lítið sofið heldur svitnaði bara og velti sér. „En hún fær núna ferskt íslenskt loft og sefur eins og steinn," segir Rúnar sem jafnframt er orðinn giftur maður, gekk að eiga unnustu sína Claudiu í september í Ráðhúsi Kaupmannahafnar.Og Rúnar er sennilega einn örfárra nemenda í kvikmyndaskóla sem hefur Óskarsverðlaunatilnefningu á ferilsskránni. Skólinn hans, Kvikmyndaskóli Danmerkur, er einn sá virtasti sinnar tegundar í heiminum enda hafa margir af fremstu leikstjórum Danmerkur setið þar á skólabekk. Töluverð vinna liggur að baki hverri önn og þurfa nemendur að gera að minnsta kosti eina mynd sem er fimmtán mínútur að lengd auk styttri mynda.Þær fá þó ekki að koma fyrir augu almennings og það er ekki fyrr en kemur að lokaverkefninu að nemendur skólans geta loks sýnt öðrum en kennurum afrakstur sinn.„Þetta er auðvitað svolítið skrýtið og svona svipað eins og að grafa alltaf sama skurðinn aftur og aftur," segir Rúnar sem á nú eitt og hálft ár eftir. Hann segist ekki enn vera farinn að leggja drög að lokaverkefninu en er aftur á móti með heilan helling af hugmyndum til að vinna úr að lokinni útskrift. Og þar fer fremst í flokki kvikmynd í fullri lengd. Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Kvikmyndaleikstjórinn Rúnar Rúnarsson er kominn í sumarfrí frá Danska kvikmyndaskólanum og hyggst nota hluta af fríinu til að taka upp nýja stuttmynd hér á landi yfir verslunarmannahelgina. „Myndin ber vinnuheitið Two Birds og fjallar um vinahóp sem er í gagnfræðiskóla," útskýrir Rúnar en það er kvikmyndafyrirtækið Zik Zak sem framleiðir myndina. „Myndin er vaxtarsaga aðalpersónunnar Óla og þetta er svona lítil ástarsaga með súrsætu eftirbragði," bætir hann við en á mánudaginn stendur til að velja leikara í myndina og geta áhugasamir sent tölvupóst á casting@zikzak.is. „Við erum að leita að fjórum aðalleikurum sem þurfa að líta út fyrir að vera á grunnskólaaldri, tveimur stelpum og tveimur strákum."Velgengni ekki sjálfgefinSíðasti bærinn var tilefnd til Óskarsverðlauna og fór sigurför um heiminn.Rúnar skaust uppá stjörnuhimininn fyrir rúmu ári síðan þegar stuttmyndin Síðasti bærinn var tilefnd til Óskarsverðlauna. Þar laut hún í lægra haldi fyrir kvikmynd Martin McDonagh, Six Shooter, en McDonagh er nú að leikstýra þeim Ralph Fiennes og Colin Farrell í In Bruges. Síðasti bærinn fór sigurför á kvikmyndahátíðum um allan heim og samkvæmt kvikmyndasíðunni imdb.com hefur hún hlotið alls þrettán verðlaun. Að sögn leikstjórans er hún þó nú komin á eftirlaun.„Hún er ennþá sýnd á einhverjum hátíðum og er í dvd-dreifingu ásamt öðrum verðlaunamyndum," segir leikstjórinn sem fann vel fyrir þeirri athygli sem verðlaunum á borð við Óskarnum fylgir. Honum barst töluvert af misgáfulegum verkefnum til að gera með hinum og þessum peningamönnum en fannst fæst af þeim áhugaverð. Og svo hafði námið sinn forgang.„En Óskarinn opnaði vissulega margar dyr, það verður bara að viðurkennast, og mér gefst í dag tækifæri til að gera miklu meira," útskýrir Rúnar sem er ekkert smeykur við að fylgja eftir velgengni Síðasta bæjarins. Öldudalurinn víðfrægi sé bara hluti af lífinu og þegar og ef að honum komi verði bara að takast á við það. „Mér hefur gengið vel í lífinu og mér hefur gengið illa þannig að það yrði ekkert nýtt fyrir mér," segir Rúnar.Ráðsettur maðurLeikstjórinn er nýorðinn pabbi, eignaðist litla stúlku í október. Hann segir dóttur sína vera ótrúlega glaða yfir komunni til Íslands enda hafi verið svo heitt í Danmörku að hún gat lítið sofið heldur svitnaði bara og velti sér. „En hún fær núna ferskt íslenskt loft og sefur eins og steinn," segir Rúnar sem jafnframt er orðinn giftur maður, gekk að eiga unnustu sína Claudiu í september í Ráðhúsi Kaupmannahafnar.Og Rúnar er sennilega einn örfárra nemenda í kvikmyndaskóla sem hefur Óskarsverðlaunatilnefningu á ferilsskránni. Skólinn hans, Kvikmyndaskóli Danmerkur, er einn sá virtasti sinnar tegundar í heiminum enda hafa margir af fremstu leikstjórum Danmerkur setið þar á skólabekk. Töluverð vinna liggur að baki hverri önn og þurfa nemendur að gera að minnsta kosti eina mynd sem er fimmtán mínútur að lengd auk styttri mynda.Þær fá þó ekki að koma fyrir augu almennings og það er ekki fyrr en kemur að lokaverkefninu að nemendur skólans geta loks sýnt öðrum en kennurum afrakstur sinn.„Þetta er auðvitað svolítið skrýtið og svona svipað eins og að grafa alltaf sama skurðinn aftur og aftur," segir Rúnar sem á nú eitt og hálft ár eftir. Hann segist ekki enn vera farinn að leggja drög að lokaverkefninu en er aftur á móti með heilan helling af hugmyndum til að vinna úr að lokinni útskrift. Og þar fer fremst í flokki kvikmynd í fullri lengd.
Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira