Börn engin fyrirstaða 5. júlí 2007 00:01 Einn munurinn á ríkum þjóðum og fátækum er sá, að ríku þjóðirnar hafa meiri fjárráð. Fleira hangir þó á spýtunni en fjárráðin ein. Annar munur á ríkidæmi og fátækt er sá, að fólk í ríkum löndum lifir jafnan lengi í litlum fjölskyldum og fólk í fátækum löndum lifir stutt í stórum fjölskyldum. Tökum dæmi. Nýfætt barn á Íslandi getur vænzt þess að ná 81 árs aldri, en nýfætt barn í Mósambík getur vænzt þess að ná 42 ára aldri. Ævir Íslendinga hafa lengzt um þrjá til fjóra mánuði á ári síðan 1975; þá gat íslenzkur hvítvoðungur vænzt þess að ná 72 ára aldri. Ævilíkur fólksins í Mósambík hafa batnað mun hægar, eða um tvo mánuði á ári síðan 1960, en það ár gat nýfætt barn í Mósambík vænzt þess að ná 35 ára aldri. Hvernig fara þjóðir að því að hefja sig frá örbirgð til allsnægta? Það er löng saga. Hér ætla ég að einskorða frásögnina við eitt atriði, sem fáir gefa gaum. Færri barnsfæðingar í fátækum löndum stuðla jafnan að meiri hagvexti og velferð, þótt undarlegt megi virðast. Börn eru öðrum þræði eins og hver önnur fjárfesting. Fækkun barneigna gerir foreldrum kleift að búa betur að hverju barni, veita því meiri og betri menntun og betri skilyrði til að hafa eitthvað fram að færa á vinnumarkaði annað en vöðvaaflið eitt. Í fátækum löndum hleður fólk niður börnum í þeirri von, að eitt þeirra verði þá kannski eftir heima hjá foreldrunum og líti eftir þeim í ellinni. Ómegðinni er þannig ætlað að koma í stað almannatrygginga. Foreldrunum er það flestum um megn að koma öllum börnum sínum til mennta, svo að oft er það elzti sonurinn einn, sem nýtur skólagöngu umfram lögboðna skyldu, hin börnin sitja á hakanum. Fækkun barnsfæðinga á Íslandi hefur haldizt í hendur við batnandi menntun þjóðarinnar. Nú fæðir hver kona á Íslandi að jafnaði 2,1 barn. Þessi fæðingartala heldur fólksfjöldanum föstum. Fólksfjölgun á Íslandi um þessar mundir stafar af innflutningi fólks utan úr heimi, ekki af barnsfæðingum. Á Íslandi fæddi hver kona að jafnaði 4,3 börn 1960. Í Mósambík fæðir hver kona nú að meðaltali 5,3 börn á móti 6,5 börnum 1960. Fæst þessara barna eiga kost á skólagöngu umfram skyldunám. Flest þeirra eru dæmd til fátæktar.Fólksfækkun af góðærumVart má á milli sjá, hvort fór verr með þetta volaða land, Mósambík, borgarastríðið 1980-92 eða búskaparlagið, sem var lengi í anda Marx og Leníns. Nú ríkir aftur lýðræði um landið, og markaðsbúskapur hefur leyst marxíska miðstjórn af hólmi. En þótt Mósambík hafi ekki tekið miklum framförum, hefur þróunarlöndum á heildina litið fleygt fram síðan 1960.Þetta vill stundum gleymast. Nýfætt barn í þróunarlöndunum getur nú vænzt þess að ná 65 ára aldri á móti 45 árum 1960. Þannig hefur meðalævin lengzt um fimm mánuði á ári í þriðja heiminum síðan 1960. Það er örari framför en hér heima. Nýfætt barn í hátekjulöndum heimsins getur nú vænzt þess að ná 79 ára aldri á móti 69 árum 1960. Af þessu sést, að fátæku löndunum hefur þrátt fyrir margvíslegt mótlæti og mikla neyð tekizt að draga verulega á ríku löndin.Hver kona í þróunarlöndunum fæðir nú að jafnaði 2,7 börn á móti fimm börnum 1960. Það er framför. Hver kona í hátekjulöndunum fæðir nú að jafnaði 1,7 börn á móti þrem börnum 1960. Það er afturför, því að talan 1,7 er langt undir 2,1, sem þyrfti til að halda fólksfjöldanum í horfinu. Tyrkland (2,2), Bandaríkin (2,1) og Ísland (2,1) eru einu OECD-löndin, þar sem barnsfæðingar duga til að halda mannfjöldanum við. Öll önnur OECD-lönd búa við náttúrulega fólksfækkun, sem þau bæta sér upp með innflutningi fólks annars staðar að. Meðalfæðingartala ESB-landanna er 1,5 og þýðir mikla fólksfækkun þar.Uppfyllum jörðinaFólksfækkun í hátekjulöndunum mun trúlega hafa ýmsar ískyggilegar afleiðingar í för með sér, ef ekki tekst að snúa henni við. Meðalaldur mannfjöldans mun hækka til muna. Nú er hlutfall eldri borgara (65 ára og eldri) og fólks á vinnualdri (25-64 ára) nálægt fimmtungi í hátekjulöndunum. Þetta hlutfall stefnir að óbreyttu í þriðjung í Bandaríkjunum 2050, helming í Evrópusambandinu og 70 prósent í Japan. Fari svo, mun öldrun mannfjöldans í hátekjulöndunum leggja þungar byrðar á heilbrigðisþjónustu og lífeyrissjóði. Í Japan eru nú 25 þúsund manns komin yfir tírætt; talan stefnir í milljón 2050. Það ár munu Mósambík og Jemen státa af fleira fólki samtals en Rússland, ef svo fer sem horfir. Fátækar þjóðir þurfa að fjölga sér hægar til að lyfta af sér oki fátæktarinnar, og ríkar þjóðir þurfa að snúa fólksfækkun í hóflega fólksfjölgun til að troðast ekki undir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun
Einn munurinn á ríkum þjóðum og fátækum er sá, að ríku þjóðirnar hafa meiri fjárráð. Fleira hangir þó á spýtunni en fjárráðin ein. Annar munur á ríkidæmi og fátækt er sá, að fólk í ríkum löndum lifir jafnan lengi í litlum fjölskyldum og fólk í fátækum löndum lifir stutt í stórum fjölskyldum. Tökum dæmi. Nýfætt barn á Íslandi getur vænzt þess að ná 81 árs aldri, en nýfætt barn í Mósambík getur vænzt þess að ná 42 ára aldri. Ævir Íslendinga hafa lengzt um þrjá til fjóra mánuði á ári síðan 1975; þá gat íslenzkur hvítvoðungur vænzt þess að ná 72 ára aldri. Ævilíkur fólksins í Mósambík hafa batnað mun hægar, eða um tvo mánuði á ári síðan 1960, en það ár gat nýfætt barn í Mósambík vænzt þess að ná 35 ára aldri. Hvernig fara þjóðir að því að hefja sig frá örbirgð til allsnægta? Það er löng saga. Hér ætla ég að einskorða frásögnina við eitt atriði, sem fáir gefa gaum. Færri barnsfæðingar í fátækum löndum stuðla jafnan að meiri hagvexti og velferð, þótt undarlegt megi virðast. Börn eru öðrum þræði eins og hver önnur fjárfesting. Fækkun barneigna gerir foreldrum kleift að búa betur að hverju barni, veita því meiri og betri menntun og betri skilyrði til að hafa eitthvað fram að færa á vinnumarkaði annað en vöðvaaflið eitt. Í fátækum löndum hleður fólk niður börnum í þeirri von, að eitt þeirra verði þá kannski eftir heima hjá foreldrunum og líti eftir þeim í ellinni. Ómegðinni er þannig ætlað að koma í stað almannatrygginga. Foreldrunum er það flestum um megn að koma öllum börnum sínum til mennta, svo að oft er það elzti sonurinn einn, sem nýtur skólagöngu umfram lögboðna skyldu, hin börnin sitja á hakanum. Fækkun barnsfæðinga á Íslandi hefur haldizt í hendur við batnandi menntun þjóðarinnar. Nú fæðir hver kona á Íslandi að jafnaði 2,1 barn. Þessi fæðingartala heldur fólksfjöldanum föstum. Fólksfjölgun á Íslandi um þessar mundir stafar af innflutningi fólks utan úr heimi, ekki af barnsfæðingum. Á Íslandi fæddi hver kona að jafnaði 4,3 börn 1960. Í Mósambík fæðir hver kona nú að meðaltali 5,3 börn á móti 6,5 börnum 1960. Fæst þessara barna eiga kost á skólagöngu umfram skyldunám. Flest þeirra eru dæmd til fátæktar.Fólksfækkun af góðærumVart má á milli sjá, hvort fór verr með þetta volaða land, Mósambík, borgarastríðið 1980-92 eða búskaparlagið, sem var lengi í anda Marx og Leníns. Nú ríkir aftur lýðræði um landið, og markaðsbúskapur hefur leyst marxíska miðstjórn af hólmi. En þótt Mósambík hafi ekki tekið miklum framförum, hefur þróunarlöndum á heildina litið fleygt fram síðan 1960.Þetta vill stundum gleymast. Nýfætt barn í þróunarlöndunum getur nú vænzt þess að ná 65 ára aldri á móti 45 árum 1960. Þannig hefur meðalævin lengzt um fimm mánuði á ári í þriðja heiminum síðan 1960. Það er örari framför en hér heima. Nýfætt barn í hátekjulöndum heimsins getur nú vænzt þess að ná 79 ára aldri á móti 69 árum 1960. Af þessu sést, að fátæku löndunum hefur þrátt fyrir margvíslegt mótlæti og mikla neyð tekizt að draga verulega á ríku löndin.Hver kona í þróunarlöndunum fæðir nú að jafnaði 2,7 börn á móti fimm börnum 1960. Það er framför. Hver kona í hátekjulöndunum fæðir nú að jafnaði 1,7 börn á móti þrem börnum 1960. Það er afturför, því að talan 1,7 er langt undir 2,1, sem þyrfti til að halda fólksfjöldanum í horfinu. Tyrkland (2,2), Bandaríkin (2,1) og Ísland (2,1) eru einu OECD-löndin, þar sem barnsfæðingar duga til að halda mannfjöldanum við. Öll önnur OECD-lönd búa við náttúrulega fólksfækkun, sem þau bæta sér upp með innflutningi fólks annars staðar að. Meðalfæðingartala ESB-landanna er 1,5 og þýðir mikla fólksfækkun þar.Uppfyllum jörðinaFólksfækkun í hátekjulöndunum mun trúlega hafa ýmsar ískyggilegar afleiðingar í för með sér, ef ekki tekst að snúa henni við. Meðalaldur mannfjöldans mun hækka til muna. Nú er hlutfall eldri borgara (65 ára og eldri) og fólks á vinnualdri (25-64 ára) nálægt fimmtungi í hátekjulöndunum. Þetta hlutfall stefnir að óbreyttu í þriðjung í Bandaríkjunum 2050, helming í Evrópusambandinu og 70 prósent í Japan. Fari svo, mun öldrun mannfjöldans í hátekjulöndunum leggja þungar byrðar á heilbrigðisþjónustu og lífeyrissjóði. Í Japan eru nú 25 þúsund manns komin yfir tírætt; talan stefnir í milljón 2050. Það ár munu Mósambík og Jemen státa af fleira fólki samtals en Rússland, ef svo fer sem horfir. Fátækar þjóðir þurfa að fjölga sér hægar til að lyfta af sér oki fátæktarinnar, og ríkar þjóðir þurfa að snúa fólksfækkun í hóflega fólksfjölgun til að troðast ekki undir.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun