U-beygja hjá Baltasar 6. júlí 2007 02:45 Baltasar Hyggst halda til Flateyjar og gera kvikmynd í gamansömum dúr. Baltasar Kormákur hyggst halda til Flateyjar í lok sumars og taka þar upp sína nýjustu kvikmynd sem verður í allt öðrum dúr en hinar fjórar. „Þetta verður í anda Four Wedding and a Funeral. Kvikmynd um alvöru fólk í gamansömum dúr," segir Baltasar sem var búinn að koma sér vel fyrir í sveitasælunni á Hofi við Höfðaströnd. Hann hyggst venda kvæði sínu í kross og leikstýra gamanmynd með blöndu af dramatík sem hefur fengið nafnið Brúðguminn. Myndin fjallar um miðaldra mann sem hyggst yngja aðeins upp og giftast tvítugri stúlku með kostulegum og grátbroslegum afleiðingum. Upphaflega stóð til að myndin yrði gerð eftir leikritinu Ívanov eftir Anton Tjekov en að sögn Baltasars þróaðist sú hugmynd frá leikritinu og varð að sjálfstæðri kvikmynd. Þeir Baltasar og Ólafur Egill Egilsson hafa unnið hörðum höndum að því að skrifa handritið og hefur sú vinna að mestu leyti farið fram á sveitabæ Baltasars, Hofi. „Ólafur er svo mikið borgarbarn að hann vissi varla hvar hann var á landinu," segir Baltasar og skellir uppúr. Að sögn Baltasars hefur þegar verið gengið frá ráðningu í öll helstu hlutverk en þau verða í höndum stórskotaliðs úr leikarastéttinni. Hilmir Snær Guðnason verður í hlutverki brúðgumans en meðal annarra leikara má nefna Þröst Leó Gunnarsson, Laufeyju Elíasdóttur, Ilmi Kristjánsdóttur og Margréti Vilhjálmsdóttur. „Þetta gæti verið þroskuð útgáfa af 101 Reykjavík og brúðguminn gæti vel verið Hlynur Björn," segir Baltasar. - Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Baltasar Kormákur hyggst halda til Flateyjar í lok sumars og taka þar upp sína nýjustu kvikmynd sem verður í allt öðrum dúr en hinar fjórar. „Þetta verður í anda Four Wedding and a Funeral. Kvikmynd um alvöru fólk í gamansömum dúr," segir Baltasar sem var búinn að koma sér vel fyrir í sveitasælunni á Hofi við Höfðaströnd. Hann hyggst venda kvæði sínu í kross og leikstýra gamanmynd með blöndu af dramatík sem hefur fengið nafnið Brúðguminn. Myndin fjallar um miðaldra mann sem hyggst yngja aðeins upp og giftast tvítugri stúlku með kostulegum og grátbroslegum afleiðingum. Upphaflega stóð til að myndin yrði gerð eftir leikritinu Ívanov eftir Anton Tjekov en að sögn Baltasars þróaðist sú hugmynd frá leikritinu og varð að sjálfstæðri kvikmynd. Þeir Baltasar og Ólafur Egill Egilsson hafa unnið hörðum höndum að því að skrifa handritið og hefur sú vinna að mestu leyti farið fram á sveitabæ Baltasars, Hofi. „Ólafur er svo mikið borgarbarn að hann vissi varla hvar hann var á landinu," segir Baltasar og skellir uppúr. Að sögn Baltasars hefur þegar verið gengið frá ráðningu í öll helstu hlutverk en þau verða í höndum stórskotaliðs úr leikarastéttinni. Hilmir Snær Guðnason verður í hlutverki brúðgumans en meðal annarra leikara má nefna Þröst Leó Gunnarsson, Laufeyju Elíasdóttur, Ilmi Kristjánsdóttur og Margréti Vilhjálmsdóttur. „Þetta gæti verið þroskuð útgáfa af 101 Reykjavík og brúðguminn gæti vel verið Hlynur Björn," segir Baltasar. -
Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira