070707 7. júlí 2007 06:00 Ég er ekki einn af þeim sem hafa gert ráðstafanir til þess að gera eitthvað rosalega spes í dag, en í dag er 7. júlí 2007, sem er einstaklega fallegur dagur út frá talnalegu sjónarmiði. Ég hyggst til dæmis ekki kvongast í dag, en fréttir hafa borist um það að einstaklega margir hugðust um tíma ganga í heilagt hjónaband á þessum degi, en svo bárust reyndar tíðindi af því nú í vikunni að margir höfðu hætt við af einhverjum orsökum. VONANDI hafa pör hætt við vegna þess að þau hafa fundið það út í samræðum sín á milli að ekki er endilega farsælt að rjúka í hjónaband - með tilheyrandi daglegum deilum um hversdagslega hluti - bara vegna þess að einhver sérstök dagsetning sé aðlaðandi. Falleg dagsetning ein og sér getur aldrei orðið grunnur að góðu hjónabandi, en þó verð ég að játa að ég skil vel þau sjónarmið sem liggja að baki því að fólk velji þennan dag, að því gefnu að allt annað sé í þokkalegu lagi. EINKUM og sér í lagi held ég að það geti komið mörgum karlmönnum til bjargar í framtíðinni að dagsetning brúðkaupsins sé þess eðlis að það sé auðvelt að muna hana. Öfugt við þá kynbræður sína sem þurfa að þola hinn nístandi refsivönd þagnarinnar innan heimilis í hvert einasta skipti sem þeir gleyma brúðkaupsafmælinu, geta þeir sem kvænast í dag prísað sig sæla. Karlmenn sem muna ekki þessa dagsetningu eiga ekkert erindi í hjónaband. ÞESSI dagsetning er líka þess eðlis að hún myndi - ef pör eru á annað borð þannig innstillt - sóma sér ágætlega sem húðflúr. Þar með yrði auðvitað gulltryggt - nema í tilviki fordæmalausrar heimsku - að karlmaðurinn gleymdi ekki brúðkaupsafmælinu. Í tilviki tveggja karlmanna - ef mál hafa æxlast þannig - þarf auðvitað ekki að hafa mörg orð um það, í ljósi þess sem hér hefur þegar verið reifað, hversu heppilegt það er fyrir þá að ganga í hjónaband í dag. Þó myndi ég alltaf í slíkum tilvikum mæla sterklega með húðflúri líka. EF til skilnaðar kemur og húðflúrið 070707 er til staðar er alltaf hægt að bæta við einu núlli fyrir framan og halda því fram að húðflúrið sé til minningar um það að þann 7. júlí 2007 hafi viðkomandi séð einstaklega skemmtilega mynd með James Bond. Einnig er hægt að bæta við einhverri tölu af handahófi, eins og til dæmis tveimur, og halda því fram að á ákveðnu tímabili í lífinu hafi viðkomandi verið fangi númer tuttugu, sjötíu, sjöhundruðogsjö. ÞANNIG að það eru margar leiðir í þessu. En auðvitað þarf fólk ekki endilega að nota þennan dag - sem svo fagurlega er tölulega samansettur af almættinu - til þess að gifta sig. Það má gera margt annað. Í dag hugsa kannski einhverjir að gott sé að selja kvótann sinn úr byggðarlaginu. Öðrum finnst þetta góður dagur til þess að kaupa sér þyrlu. En líklega finnst flestum þetta bara ágætis dagur til þess að fara í bíltúr, lesa bók eða vinna í garðinum. Það má alltaf slá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Ólafsfjörður og Dalvík: Kraftaverk að enginn hafi látið lífið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun 100 þúsund á mánuði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn boðar skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Sérfræðingar í vonlausum aðstæðum Víðir Reynisson,Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar. Takið eftir Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Niðurgreidd sálfræðiþjónusta án sálfræðinga, hvernig hljómar það? Kristbjörg Þórisdóttir ,Edda Sigfúsdóttir Skoðun Að deyja fyrir að vera öðruvísi Arna Magnea Danks Skoðun Fólkið sem Sjálfstæðisflokkurinn og Viðreisn treystir ekki Ögmundur Jónasson Skoðun
Ég er ekki einn af þeim sem hafa gert ráðstafanir til þess að gera eitthvað rosalega spes í dag, en í dag er 7. júlí 2007, sem er einstaklega fallegur dagur út frá talnalegu sjónarmiði. Ég hyggst til dæmis ekki kvongast í dag, en fréttir hafa borist um það að einstaklega margir hugðust um tíma ganga í heilagt hjónaband á þessum degi, en svo bárust reyndar tíðindi af því nú í vikunni að margir höfðu hætt við af einhverjum orsökum. VONANDI hafa pör hætt við vegna þess að þau hafa fundið það út í samræðum sín á milli að ekki er endilega farsælt að rjúka í hjónaband - með tilheyrandi daglegum deilum um hversdagslega hluti - bara vegna þess að einhver sérstök dagsetning sé aðlaðandi. Falleg dagsetning ein og sér getur aldrei orðið grunnur að góðu hjónabandi, en þó verð ég að játa að ég skil vel þau sjónarmið sem liggja að baki því að fólk velji þennan dag, að því gefnu að allt annað sé í þokkalegu lagi. EINKUM og sér í lagi held ég að það geti komið mörgum karlmönnum til bjargar í framtíðinni að dagsetning brúðkaupsins sé þess eðlis að það sé auðvelt að muna hana. Öfugt við þá kynbræður sína sem þurfa að þola hinn nístandi refsivönd þagnarinnar innan heimilis í hvert einasta skipti sem þeir gleyma brúðkaupsafmælinu, geta þeir sem kvænast í dag prísað sig sæla. Karlmenn sem muna ekki þessa dagsetningu eiga ekkert erindi í hjónaband. ÞESSI dagsetning er líka þess eðlis að hún myndi - ef pör eru á annað borð þannig innstillt - sóma sér ágætlega sem húðflúr. Þar með yrði auðvitað gulltryggt - nema í tilviki fordæmalausrar heimsku - að karlmaðurinn gleymdi ekki brúðkaupsafmælinu. Í tilviki tveggja karlmanna - ef mál hafa æxlast þannig - þarf auðvitað ekki að hafa mörg orð um það, í ljósi þess sem hér hefur þegar verið reifað, hversu heppilegt það er fyrir þá að ganga í hjónaband í dag. Þó myndi ég alltaf í slíkum tilvikum mæla sterklega með húðflúri líka. EF til skilnaðar kemur og húðflúrið 070707 er til staðar er alltaf hægt að bæta við einu núlli fyrir framan og halda því fram að húðflúrið sé til minningar um það að þann 7. júlí 2007 hafi viðkomandi séð einstaklega skemmtilega mynd með James Bond. Einnig er hægt að bæta við einhverri tölu af handahófi, eins og til dæmis tveimur, og halda því fram að á ákveðnu tímabili í lífinu hafi viðkomandi verið fangi númer tuttugu, sjötíu, sjöhundruðogsjö. ÞANNIG að það eru margar leiðir í þessu. En auðvitað þarf fólk ekki endilega að nota þennan dag - sem svo fagurlega er tölulega samansettur af almættinu - til þess að gifta sig. Það má gera margt annað. Í dag hugsa kannski einhverjir að gott sé að selja kvótann sinn úr byggðarlaginu. Öðrum finnst þetta góður dagur til þess að kaupa sér þyrlu. En líklega finnst flestum þetta bara ágætis dagur til þess að fara í bíltúr, lesa bók eða vinna í garðinum. Það má alltaf slá.
Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Niðurgreidd sálfræðiþjónusta án sálfræðinga, hvernig hljómar það? Kristbjörg Þórisdóttir ,Edda Sigfúsdóttir Skoðun
Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Niðurgreidd sálfræðiþjónusta án sálfræðinga, hvernig hljómar það? Kristbjörg Þórisdóttir ,Edda Sigfúsdóttir Skoðun