Allt breytt eftir sigurinn 11. júlí 2007 04:00 Sigurinn á Karlovy Vary hefur gjörbreytt öllu skipulagi. Mýrin ætti því að fara víða á þessu ári. „Ég gerði mér ekki grein fyrir því hversu mikil áhrif þessi sigur myndi hafa,“ segir Baltasar Kormákur, leikstjóri Mýrinnar sem hlaut Kristalshnöttinn á Karlovy Vary-kvikmyndahátíðinni í Tékklandi. Þegar Fréttablaðið ræddi við Baltasar vikuna áður en úrslitin voru tilkynnt höfðu borist einhver tugur tilboða um að koma með myndina á kvikmyndahátíðir. Nú væri öldin hins vegar önnur og tilboðunum og hamingjuóskum hreinlega rignir inn. „Ég hef bara aldrei upplifað annað eins, umfjöllun um sigurinn var á forsíðu Variety og skipulagið okkar er því gjörbreytt,“ útskýrir Baltasar en bætir því hins vegar við að hann ætli að stíga varlega til jarðar. Sigurinn hefur jafnframt mikla þýðingu fyrir Baltasar sem leikstjóra og á borðinu liggja nokkur tilboð um að leikstýra kvikmyndum erlendis og leikstjórinn viðurkennir að honum lítist sérstaklega vel á eitt en vildi ekki gefa upp hvað og hvaðan það væri. En leikstjórinn liggur alls ekki með tærnar upp í loft og íhugar gylliboð frá útlöndum. Baltasar var ekki fyrr lentur eftir sigurförina til Tékklands en hann var kominn út í Flatey ásamt leikmyndasmiðum við að undirbúa gamanmyndina Brúðguminn. „Maður verður að nýta tímann á meðan það er svona gott veður,“ sagði Baltasar. Og þá er einnig í farvatninu að leika í kvikmynd Óskars Jónasonar sem hefur verið þekkt undir nafninu S.O.S en hefur nú verið gefið nafnið Reykjavík Rotterdam. Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
„Ég gerði mér ekki grein fyrir því hversu mikil áhrif þessi sigur myndi hafa,“ segir Baltasar Kormákur, leikstjóri Mýrinnar sem hlaut Kristalshnöttinn á Karlovy Vary-kvikmyndahátíðinni í Tékklandi. Þegar Fréttablaðið ræddi við Baltasar vikuna áður en úrslitin voru tilkynnt höfðu borist einhver tugur tilboða um að koma með myndina á kvikmyndahátíðir. Nú væri öldin hins vegar önnur og tilboðunum og hamingjuóskum hreinlega rignir inn. „Ég hef bara aldrei upplifað annað eins, umfjöllun um sigurinn var á forsíðu Variety og skipulagið okkar er því gjörbreytt,“ útskýrir Baltasar en bætir því hins vegar við að hann ætli að stíga varlega til jarðar. Sigurinn hefur jafnframt mikla þýðingu fyrir Baltasar sem leikstjóra og á borðinu liggja nokkur tilboð um að leikstýra kvikmyndum erlendis og leikstjórinn viðurkennir að honum lítist sérstaklega vel á eitt en vildi ekki gefa upp hvað og hvaðan það væri. En leikstjórinn liggur alls ekki með tærnar upp í loft og íhugar gylliboð frá útlöndum. Baltasar var ekki fyrr lentur eftir sigurförina til Tékklands en hann var kominn út í Flatey ásamt leikmyndasmiðum við að undirbúa gamanmyndina Brúðguminn. „Maður verður að nýta tímann á meðan það er svona gott veður,“ sagði Baltasar. Og þá er einnig í farvatninu að leika í kvikmynd Óskars Jónasonar sem hefur verið þekkt undir nafninu S.O.S en hefur nú verið gefið nafnið Reykjavík Rotterdam.
Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein