Hugleitt í Bláfjöllum 12. júlí 2007 02:00 Í hraða nútímasamfélags getur verið gott að kunna að slaka vel á með hugleiðslu. Hugleiðsluleiðbeinandinn Pierre Stimpfling verður með hugleiðsluhelgi í Bláfjöllum helgina 13.-15. júlí þar sem hann leiðbeinir fólki við að ná tökum á hugleiðslunni með nýrri aðferð. Ólöf Sverrisdóttir heldur utan um hugleiðsluhelgina ásamt fleirum og segir aðferðir Pierre hafa skilað góðum árangri fyrir þá sem hafa sótt þær. “Hann hefur komið hingað til lands nokkuð reglulega til að kenna þessa tækni sem hjálpar fólki við að opna fyrir tilfinningar sínar og hleypa út því sem situr fast,” segir Ówlöf og tekur þá gamla sektarkennd sem dæmi. “Sumir verða fyrir sterkri andlegri upplifun við að fara á námskeið hjá honum því þegar opnað er fyrir tilfinningarnar þá er eins og opnist líka fyrir sterka tengingu við eitthvað andlegt og æðra,” bætir hún við. “Dagskráin er mjög afslöppuð alla helgina og þrátt fyrir að það sé dagskrá þá er líka svigrúm fyrir fólk til að spjalla saman. Eins er þögn og íhugun hluti af dagskránni.” Ólöf segir námskeiðin hafa verið vel sótt í gegnum tíðina og að þau virðist verða vinsælli með tímanum því aðsókn og eftirspurn hafi aukist mikið. “Margir fá mjög mikið út úr því að fara frá amstri hversdagsins í sveitakyrrðina og hugleiða heila helgi,” segir Ólöf. Mest lesið Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Lífið Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Lífið Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Lífið Kári og Eva eru hjón Lífið Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Lífið Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Hugleiðsluleiðbeinandinn Pierre Stimpfling verður með hugleiðsluhelgi í Bláfjöllum helgina 13.-15. júlí þar sem hann leiðbeinir fólki við að ná tökum á hugleiðslunni með nýrri aðferð. Ólöf Sverrisdóttir heldur utan um hugleiðsluhelgina ásamt fleirum og segir aðferðir Pierre hafa skilað góðum árangri fyrir þá sem hafa sótt þær. “Hann hefur komið hingað til lands nokkuð reglulega til að kenna þessa tækni sem hjálpar fólki við að opna fyrir tilfinningar sínar og hleypa út því sem situr fast,” segir Ówlöf og tekur þá gamla sektarkennd sem dæmi. “Sumir verða fyrir sterkri andlegri upplifun við að fara á námskeið hjá honum því þegar opnað er fyrir tilfinningarnar þá er eins og opnist líka fyrir sterka tengingu við eitthvað andlegt og æðra,” bætir hún við. “Dagskráin er mjög afslöppuð alla helgina og þrátt fyrir að það sé dagskrá þá er líka svigrúm fyrir fólk til að spjalla saman. Eins er þögn og íhugun hluti af dagskránni.” Ólöf segir námskeiðin hafa verið vel sótt í gegnum tíðina og að þau virðist verða vinsælli með tímanum því aðsókn og eftirspurn hafi aukist mikið. “Margir fá mjög mikið út úr því að fara frá amstri hversdagsins í sveitakyrrðina og hugleiða heila helgi,” segir Ólöf.
Mest lesið Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Lífið Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Lífið Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Lífið Kári og Eva eru hjón Lífið Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Lífið Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira