Eftir hverju er verið að bíða? 13. júlí 2007 06:15 Nú í júlí eru rétt tvö ár liðin frá því að skattheimta af dísilolíu var einfölduð. Þungaskattur var felldur niður og í hans stað var olíugjaldið hækkað. Eitt af yfirlýstum markmiðum breytinganna var að fjölga dísilbílum í fólksbílaflota þjóðarinnar. Fyrir vikið átti bílaflotinn að gefa frá sér minna magn gróðurhúsalofttegunda og þar með verða umhverfisvænni. Full ástæða er hins vegar til að efast um að ráðamenn þjóðarinnar hafi raunverulegan áhuga á að umhverfisvernd á meðan verðið á dísilolíu er það sama og á bensíni. Kostir dísilvéla umfram bensínvélar gagnvart náttúrunni liggja fyrir. Dísilvélar eyða að minnsta kosti fjórðungi minna eldsneyti en bensínvélar og útblástur þeirra er hreinni. Um þetta er ekki deilt. Dísilbílavæðingin er enda fyrir löngu hafin um alla Evrópu. Að meðaltali er annar hver fólksbíll í álfunni búinn dísilvél. Norðmenn voru heldur seinni í gang en margar aðrar þjóðir. Þar er þó þetta hlutfall um 45 prósent. Eftir skattabreytingar um síðustu áramót er svo komið að þrír af hverjum fjórum nýjum heimilisbílum í Noregi eru búnir dísilvél. Ísland hefur setið vandræðalega eftir í þessum efnum. Hér er hlutfall dísilbíla aðeins um átján prósent allra fólksbíla. Samkvæmt áætlunum stjórnvalda má gera gera ráð fyrir að þetta hlutfall verði komið í 45 prósent árið 2010. Þó má reikna með að við Íslendingar verðum þá enn miklir eftirbátar annarra Evrópuþjóða. Ef spár ganga eftir verða bílar með dísilvélum orðnir sjötíu prósent allra bíla sem aka um álfuna innan fárra ára. Það sem hefur knúið þessa miklu dísilbyltingu áfram er efnhagslegur sparnaður af minni eldsneytisnotkun og að sjálfsögðu stóraukin umhverfisvitund. Ólíkt Íslandi hafa stjórnmálamenn nágrannalandanna fylgt fögrum orðum sínum eftir með raunverulegum aðgerðum. Í Svíþjóð kostar lítrinn af dísilolíu til dæmis 11 krónum minna en bensínlítrinn. Í Noregi og Danmörku er þessi munur 17 krónur. Það þýðir að dísillítrinn í Danmörku og Noregi er 15 prósentum ódýrari en bensínlítrinn. Á íslenskri bensínstöð munar hins vegar ekki nema einni krónu á lítranum á dísilolíu og bensíni. Það er 1 prósents munur. Auðvitað er það ekki annað en pólitísk ákvörðun að hafa verðið á dísilolíunni svo hátt. Fyrir kosningarnar í vor töluðu stjórnmálamenn landsins svo til einni rödd um mikilvægi bættrar umgengni við náttúruna. Þeir hafa tækin til að fylgja þeim orðum eftir. Eldsneyti sem mengar minna á að vera ódýrara en meira mengandi eldsneyti. Sama á að gilda um ökutækin sjálf. Hver er skynsemin í því að dísilbílar eru nú jafn dýrir, eða jafnvel dýrari, en bensínbílar af sömu gerð? Eftir hverju er verið að bíða? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun
Nú í júlí eru rétt tvö ár liðin frá því að skattheimta af dísilolíu var einfölduð. Þungaskattur var felldur niður og í hans stað var olíugjaldið hækkað. Eitt af yfirlýstum markmiðum breytinganna var að fjölga dísilbílum í fólksbílaflota þjóðarinnar. Fyrir vikið átti bílaflotinn að gefa frá sér minna magn gróðurhúsalofttegunda og þar með verða umhverfisvænni. Full ástæða er hins vegar til að efast um að ráðamenn þjóðarinnar hafi raunverulegan áhuga á að umhverfisvernd á meðan verðið á dísilolíu er það sama og á bensíni. Kostir dísilvéla umfram bensínvélar gagnvart náttúrunni liggja fyrir. Dísilvélar eyða að minnsta kosti fjórðungi minna eldsneyti en bensínvélar og útblástur þeirra er hreinni. Um þetta er ekki deilt. Dísilbílavæðingin er enda fyrir löngu hafin um alla Evrópu. Að meðaltali er annar hver fólksbíll í álfunni búinn dísilvél. Norðmenn voru heldur seinni í gang en margar aðrar þjóðir. Þar er þó þetta hlutfall um 45 prósent. Eftir skattabreytingar um síðustu áramót er svo komið að þrír af hverjum fjórum nýjum heimilisbílum í Noregi eru búnir dísilvél. Ísland hefur setið vandræðalega eftir í þessum efnum. Hér er hlutfall dísilbíla aðeins um átján prósent allra fólksbíla. Samkvæmt áætlunum stjórnvalda má gera gera ráð fyrir að þetta hlutfall verði komið í 45 prósent árið 2010. Þó má reikna með að við Íslendingar verðum þá enn miklir eftirbátar annarra Evrópuþjóða. Ef spár ganga eftir verða bílar með dísilvélum orðnir sjötíu prósent allra bíla sem aka um álfuna innan fárra ára. Það sem hefur knúið þessa miklu dísilbyltingu áfram er efnhagslegur sparnaður af minni eldsneytisnotkun og að sjálfsögðu stóraukin umhverfisvitund. Ólíkt Íslandi hafa stjórnmálamenn nágrannalandanna fylgt fögrum orðum sínum eftir með raunverulegum aðgerðum. Í Svíþjóð kostar lítrinn af dísilolíu til dæmis 11 krónum minna en bensínlítrinn. Í Noregi og Danmörku er þessi munur 17 krónur. Það þýðir að dísillítrinn í Danmörku og Noregi er 15 prósentum ódýrari en bensínlítrinn. Á íslenskri bensínstöð munar hins vegar ekki nema einni krónu á lítranum á dísilolíu og bensíni. Það er 1 prósents munur. Auðvitað er það ekki annað en pólitísk ákvörðun að hafa verðið á dísilolíunni svo hátt. Fyrir kosningarnar í vor töluðu stjórnmálamenn landsins svo til einni rödd um mikilvægi bættrar umgengni við náttúruna. Þeir hafa tækin til að fylgja þeim orðum eftir. Eldsneyti sem mengar minna á að vera ódýrara en meira mengandi eldsneyti. Sama á að gilda um ökutækin sjálf. Hver er skynsemin í því að dísilbílar eru nú jafn dýrir, eða jafnvel dýrari, en bensínbílar af sömu gerð? Eftir hverju er verið að bíða?