Þorskur fer 14. júlí 2007 00:01 Ég heyrði um daginn af stálverksmiðju í Þýskalandi sem um nokkurra áratuga skeið hafði séð nærsveitarmönnum fyrir atvinnu. Einn daginn gerðist það að verksmiðjan var keypt af Kínverjum. Flestir bjuggust við að lítið myndi breytast við þetta, en það var nú aldeilis ekki. Kínverjarnir gerðu sér lítið fyrir og mættu á staðinn í hundraðatali einn daginn og einfaldlega tóku verksmiðjuna í sundur - nokkuð sem fyrri eigendur höfðu talið algerlega óframkvæmanlegt sökum tröllaukinnar stærðar og umfangs - og fluttu hana í burtu svo ekkert varð eftir nema jörðin flöt. ÞANNIG fór um sjóferð þá. Nú er ég ekki að gera því skóna að hinn umdeildi álrisi Rio Tinto muni gera svipað við álverið í Straumsvík og einfaldlega flytja það í burtu, nú þegar fyrirtækið hefur eignast það í kjölfar kaupanna á Alcan, en þó má draga af þessu dæmi stálverksmiðjunnar í Þýskalandi nokkurn lærdóm: EKKERT er víst. Ekkert er fast í hendi að eilífu. Jafnvel hinar traustustu undirstöður úr stáli - hvað þá áli - geta horfið út í buskann einn daginn eins og dagblað í roki og heilu fjölskyldurnar, byggðarlögin eða þjóðirnar farið í háaloft í einni svipan. Þetta eiga Íslendingar auðvitað að vita manna best. Þjóð sem heldur svona mikið upp á málshætti eins og „ekki er sopið kálið fyrr en í ausuna er komið" og býr í svona miklu návígi við duttlungafulla náttúruna veit það auðvitað býsna vel af eigin reynslu að ekkert er gefið í þessum heimi. Það getur allt gerst. Og ekki gerst. EN samt verður að segjast eins og er, að enn er nokkuð í land að þjóðarsálin hagi sér í samræmi við þessa vitneskju. Til dæmis virðist handboltalandsliðið alltaf vera komið á verðlaunapall á stórmóti í hugum þjóðarinnar löngu áður en mótið hefst. Bjartsýnin afhjúpar þannig skringilega þversögn. Við vitum að ekkert er gefið, en samt leyfum við okkur hvað eftir annað að líta svo á að þetta eða hitt sé alveg fullkomlega gefið, sem er einmitt annað orðtak íslenskt. AUÐVITAÐ gengur ekki að lifa lífi sínu í endalausum bölmóði og svartsýni, bölvandi yfir bágum skilyrðum hinnar mannlegu tilvistar. En það má hins vegar gera ýmislegt til þess að mæta þessum sviptivindum lífsins. Við þurfum til dæmis að einbeita okkur að því að setja ekki öll eggin í sömu körfu. Þannig erum við betur í stakk búin til að mæta áföllum. Við þurfum líka að mæta góðæristímum með þá vissu í huga að á eftir þeim kemur alltaf kreppa. Ein skotheldasta aðferðin til þess er að setja mikið fé í menntun. „ALLT er í heiminum hverfult" er annað orðtak sem nær þessu dæmi ágætlega. Svipað orðtak hljómar á latínu ef ég man rétt: Sic transit gloria mundi. Ég sjálfur á mína eigin útgáfu sem hljómar svo: Sic transit gloria Guðmundi. Íslenska útgáfan af þessu fræga orðtaki um hina fallvöltu gæfu heimsins myndi einfaldlega vera þessi: Þorskur kemur. Þorskur fer. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson Skoðun Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun Dauðsfall, fályndi og umboðsmaður sjúklinga Einar Magnús Magnússon Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun
Ég heyrði um daginn af stálverksmiðju í Þýskalandi sem um nokkurra áratuga skeið hafði séð nærsveitarmönnum fyrir atvinnu. Einn daginn gerðist það að verksmiðjan var keypt af Kínverjum. Flestir bjuggust við að lítið myndi breytast við þetta, en það var nú aldeilis ekki. Kínverjarnir gerðu sér lítið fyrir og mættu á staðinn í hundraðatali einn daginn og einfaldlega tóku verksmiðjuna í sundur - nokkuð sem fyrri eigendur höfðu talið algerlega óframkvæmanlegt sökum tröllaukinnar stærðar og umfangs - og fluttu hana í burtu svo ekkert varð eftir nema jörðin flöt. ÞANNIG fór um sjóferð þá. Nú er ég ekki að gera því skóna að hinn umdeildi álrisi Rio Tinto muni gera svipað við álverið í Straumsvík og einfaldlega flytja það í burtu, nú þegar fyrirtækið hefur eignast það í kjölfar kaupanna á Alcan, en þó má draga af þessu dæmi stálverksmiðjunnar í Þýskalandi nokkurn lærdóm: EKKERT er víst. Ekkert er fast í hendi að eilífu. Jafnvel hinar traustustu undirstöður úr stáli - hvað þá áli - geta horfið út í buskann einn daginn eins og dagblað í roki og heilu fjölskyldurnar, byggðarlögin eða þjóðirnar farið í háaloft í einni svipan. Þetta eiga Íslendingar auðvitað að vita manna best. Þjóð sem heldur svona mikið upp á málshætti eins og „ekki er sopið kálið fyrr en í ausuna er komið" og býr í svona miklu návígi við duttlungafulla náttúruna veit það auðvitað býsna vel af eigin reynslu að ekkert er gefið í þessum heimi. Það getur allt gerst. Og ekki gerst. EN samt verður að segjast eins og er, að enn er nokkuð í land að þjóðarsálin hagi sér í samræmi við þessa vitneskju. Til dæmis virðist handboltalandsliðið alltaf vera komið á verðlaunapall á stórmóti í hugum þjóðarinnar löngu áður en mótið hefst. Bjartsýnin afhjúpar þannig skringilega þversögn. Við vitum að ekkert er gefið, en samt leyfum við okkur hvað eftir annað að líta svo á að þetta eða hitt sé alveg fullkomlega gefið, sem er einmitt annað orðtak íslenskt. AUÐVITAÐ gengur ekki að lifa lífi sínu í endalausum bölmóði og svartsýni, bölvandi yfir bágum skilyrðum hinnar mannlegu tilvistar. En það má hins vegar gera ýmislegt til þess að mæta þessum sviptivindum lífsins. Við þurfum til dæmis að einbeita okkur að því að setja ekki öll eggin í sömu körfu. Þannig erum við betur í stakk búin til að mæta áföllum. Við þurfum líka að mæta góðæristímum með þá vissu í huga að á eftir þeim kemur alltaf kreppa. Ein skotheldasta aðferðin til þess er að setja mikið fé í menntun. „ALLT er í heiminum hverfult" er annað orðtak sem nær þessu dæmi ágætlega. Svipað orðtak hljómar á latínu ef ég man rétt: Sic transit gloria mundi. Ég sjálfur á mína eigin útgáfu sem hljómar svo: Sic transit gloria Guðmundi. Íslenska útgáfan af þessu fræga orðtaki um hina fallvöltu gæfu heimsins myndi einfaldlega vera þessi: Þorskur kemur. Þorskur fer.
Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun
Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun
Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun
Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun