Lúkas og sagnahefðin lifa enn 17. júlí 2007 08:30 Sældarlíf í framandi löndum getur reynt á taugar einfaldra sála. Ég hef ánægju af því að dreypa á góðum vínum en á erfitt með að taka þátt í stásslegum umræðum um blæbrigði þeirra. Það sem víngæðingar segja keim af sólberjalaufum þykir mér kattahlandsfnykur, það sem fínna fólk segir angan af leðri minnir mig á lyktina sem tók á móti mér í útihúsunum þegar ég gaf skepnunum sem barn. Ég er allt of einföld sál að njóta þess að aka um grænar flatir til þess eins að koma hvítri kúlu ofan í holur. Og snekkjuferðir mínar hafa hingað til endað með því að ég ligg út yfir borðstokkinn spúandi. Þó vil ég taka fram að ég er ekki gefin fyrir meinlætalíf, ó nei, ég sætti mig ekki við að vera ýtt út í horn og tek mér Hallgerði Höskuldsdóttur til fyrirmyndar. Frægasta kvenhetja Íslendingasagnanna sætti sig ekki við að góða osta vantaði í bú hennar heldur lét útvega þá með óhefðbundnum leiðum. Hún tók ekki undir örvæntingafulla bón eiginmannsins um að skerða hár sitt fyrir ónothæfan bogastreng. Hallgerður hefði ekki heldur ekki látið narra sig út í fáfengilega samkvæmisleiki eins og „Hvaða keim finnur þú af gamla rauðvíninu?" Hún var stolt búkona sem lét fínheit og vinsældir eiginmannsins ekki hafa áhrif á sig. Hallgerðar, þessarar mögnuðu hetju Íslendingasagnanna, þykir mér ekki minnst með nægilega afgerandi hætti í íslenskum samtíma. Til að heiðra minningu hennar hlóðum við vinkonurnar vörðu í Laugarnesi fyrir nokkrum árum. Ísland er dásamlegt land, í náttúrunni er enn sál. Blásnar hæðir, dulmagn hverfandi jöklanna, kyrrð öræfanna og fínleiki flórunnar eru fylla mig slíkri andakt að ég kæri mig kollótta um hvort líf taki við á eftir þessu eður ei. Þessi miklu auðæfi sem við eigum verða þó enn verðmætar ef maður þekkir söguna sem lifir í henni. Fljótshlíðin er fegurri vegna sagna Njálu. Drangey hrikalegri vegna Grettlu, Geirþjófsfjörður magnaður vegna Gíslasögu, Breiðdalur stórkostlegri vegna Hrafnkötlu. Helgafell helgara vegna Eyrbyggju, (reyndar er Hvannadalshnúkur lægri úfaf sögum Halldórs Ásgrímssonar af nokkrum sentímetrum.) Ef til vill eiga afkomendur mínir eftir að ganga upp Hlíðarfjall, í hljóðri andtakt, í leit að slóðum hins merka villihunds Lúkasar. Hundsins sem sýndi okkur að sagnahefð Íslendinga og illmælgi Lyga-Marðar er ekki dauð. Pilturinn sem var hundeltur vegna grunsemda um að hann ætti þátt í meintum dauða Lúkasar á margt sameiginlegt með örlögum Gísla Súrssonar. Gísli komst ekki lifandi niður af fjallinu undan óvildarmönnum sínum eftir að hafa verið saklaus í felum. Vonandi spinna örlaganornirnar piltinum og Lúkasi fínlegri þræði en þá sem Gísli hlaut. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karen Kjartansdóttir Mest lesið 100 þúsund á mánuði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn boðar skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Ólafsfjörður og Dalvík: Kraftaverk að enginn hafi látið lífið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Sérfræðingar í vonlausum aðstæðum Víðir Reynisson,Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar. Takið eftir Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Niðurgreidd sálfræðiþjónusta án sálfræðinga, hvernig hljómar það? Kristbjörg Þórisdóttir ,Edda Sigfúsdóttir Skoðun Að deyja fyrir að vera öðruvísi Arna Magnea Danks Skoðun Ég vil ekki að þeim líði illa Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Sældarlíf í framandi löndum getur reynt á taugar einfaldra sála. Ég hef ánægju af því að dreypa á góðum vínum en á erfitt með að taka þátt í stásslegum umræðum um blæbrigði þeirra. Það sem víngæðingar segja keim af sólberjalaufum þykir mér kattahlandsfnykur, það sem fínna fólk segir angan af leðri minnir mig á lyktina sem tók á móti mér í útihúsunum þegar ég gaf skepnunum sem barn. Ég er allt of einföld sál að njóta þess að aka um grænar flatir til þess eins að koma hvítri kúlu ofan í holur. Og snekkjuferðir mínar hafa hingað til endað með því að ég ligg út yfir borðstokkinn spúandi. Þó vil ég taka fram að ég er ekki gefin fyrir meinlætalíf, ó nei, ég sætti mig ekki við að vera ýtt út í horn og tek mér Hallgerði Höskuldsdóttur til fyrirmyndar. Frægasta kvenhetja Íslendingasagnanna sætti sig ekki við að góða osta vantaði í bú hennar heldur lét útvega þá með óhefðbundnum leiðum. Hún tók ekki undir örvæntingafulla bón eiginmannsins um að skerða hár sitt fyrir ónothæfan bogastreng. Hallgerður hefði ekki heldur ekki látið narra sig út í fáfengilega samkvæmisleiki eins og „Hvaða keim finnur þú af gamla rauðvíninu?" Hún var stolt búkona sem lét fínheit og vinsældir eiginmannsins ekki hafa áhrif á sig. Hallgerðar, þessarar mögnuðu hetju Íslendingasagnanna, þykir mér ekki minnst með nægilega afgerandi hætti í íslenskum samtíma. Til að heiðra minningu hennar hlóðum við vinkonurnar vörðu í Laugarnesi fyrir nokkrum árum. Ísland er dásamlegt land, í náttúrunni er enn sál. Blásnar hæðir, dulmagn hverfandi jöklanna, kyrrð öræfanna og fínleiki flórunnar eru fylla mig slíkri andakt að ég kæri mig kollótta um hvort líf taki við á eftir þessu eður ei. Þessi miklu auðæfi sem við eigum verða þó enn verðmætar ef maður þekkir söguna sem lifir í henni. Fljótshlíðin er fegurri vegna sagna Njálu. Drangey hrikalegri vegna Grettlu, Geirþjófsfjörður magnaður vegna Gíslasögu, Breiðdalur stórkostlegri vegna Hrafnkötlu. Helgafell helgara vegna Eyrbyggju, (reyndar er Hvannadalshnúkur lægri úfaf sögum Halldórs Ásgrímssonar af nokkrum sentímetrum.) Ef til vill eiga afkomendur mínir eftir að ganga upp Hlíðarfjall, í hljóðri andtakt, í leit að slóðum hins merka villihunds Lúkasar. Hundsins sem sýndi okkur að sagnahefð Íslendinga og illmælgi Lyga-Marðar er ekki dauð. Pilturinn sem var hundeltur vegna grunsemda um að hann ætti þátt í meintum dauða Lúkasar á margt sameiginlegt með örlögum Gísla Súrssonar. Gísli komst ekki lifandi niður af fjallinu undan óvildarmönnum sínum eftir að hafa verið saklaus í felum. Vonandi spinna örlaganornirnar piltinum og Lúkasi fínlegri þræði en þá sem Gísli hlaut.
Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Niðurgreidd sálfræðiþjónusta án sálfræðinga, hvernig hljómar það? Kristbjörg Þórisdóttir ,Edda Sigfúsdóttir Skoðun
Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Niðurgreidd sálfræðiþjónusta án sálfræðinga, hvernig hljómar það? Kristbjörg Þórisdóttir ,Edda Sigfúsdóttir Skoðun