Kevin Federline, sem er hvað frægastur fyrir hjónaband sitt og Britney Spears og yfirstandandi forræðisdeilu við hana, mun fara með gestahlutverk í unglingasápunni One Tree Hill, að því er People greinir frá. Hann mun leika Jason, hrokafullan og dularfullan forsprakka hljómsveitarinnar No Means Yes, sem nýtur vinsælda í þeim heimi.
Skapari þáttanna, Mark Schwahn, er ánægður með ráðninguna. „Ég verð að segja, í fullri hreinskilni, að hann hæfði karakternum vel,“ sagði Schwahn. „Ég veit ekkert um strákinn en hann virtist mjög indæll,“ bætti hann við.