Aðstæður geta breyst Óli Kristján Ármannsson skrifar 25. júlí 2007 00:01 Miklar væntingar eru um góð hálfsársuppgjör fyrirtækja í Kauphöll Íslands enda markaður með hlutabréf búinn að vera á fleygiferð það sem af er ári. Úrvalsvísitalan, sem nú heitir OMX Iceland 15 og á að innihalda fimmtán stærstu félög Kauphallarinnar, hefur til dæmis hækkað um fjörutíu prósent það sem af er ári og er farin langt fram úr því sem spáð var í upphafi árs. Á þeim tíma var vísitölunni spáð í 8.500 stig í lok árs, en hún hefur nú í nokkra daga dansað í kringum 9.000 stigin. Þá er krónan ekki líkleg til að gefa eftir í bráð þar sem útlit er fyrir að vaxtamunur við útlönd verði áfram mikill. Á haustmánuðum eru á gjalddaga krónubréf fyrir tugmilljarða, en óvíst hver áhrifin af því verða til veikingar á krónunni. Eins víst er að einhver hluti bréfanna verði framlengdur vegna áframhaldandi vaxtamunar. Maður hlýtur hins vegar að velta fyrir sér hvað býr að baki ört hækkandi hlutabréfaverði hér. Getur verið að stemningin ein ráði ferðinni og mikið magn peninga í umferð? Núna leita til að mynda peningar sem losna við yfirtöku Novators á Actavis að nýjum farvegi til ávöxtunar og því ljóst að fyrir hendi er bæði kaupgeta og eftirspurn. Gefa tölur úr rekstri fyrirtækjanna tilefni til að ætla að virði þeirra aukist svo mjög eða eru það ytri aðstæður sem ráða för? Ytri aðstæður geta jú breyst. Bent hefur verið á að fylgni er á milli verðs á hlutabréfum og gengis krónunnar. Gefi hún eftir má gera ráð fyrir að verð hlutabréfa lækki um leið. Íslenskt hagkerfi er örugglega betur í stakk búið nú til að takast á við neikvæða umræðu á borð við þá sem fór af stað á fyrri hluta síðasta árs. Þar að baki þóttust einhverjir greina spákaupmennsku erlendra risasjóða, svo sem Norska olíusjóðsins, sem síðla árs 2005 veðjaði gegn hagfelldri þróun hér. Íslenska krónan er örmynt og getur fallið hratt í alþjóðlegu umróti, hvað þá ef á hana verður gerð markviss árás. Í erindi sem Ingimundur Friðriksson seðlabankastjóri hélt á ráðstefnu í Sviss í sumar fór hann yfir umrót síðasta árs. Hann benti réttilega á nauðsyn þess að hafa vara á og viðbúnað til þess að mæta erfiðari aðstæðum og að minnast þess að breytingar geti orðið mjög skyndilega. „Íslenski gjaldmiðillinn er sá minnsti í heimi sem lýtur umgjörð verðbólgumarkmiðs. Líklegt er að gengi krónunnar hafi tilhneigingu til þess að sveiflast meira en gjaldmiðlar stærri landa þannig að meiri sveiflur verða í afrakstri fjárfestinga í íslenskum krónum en í gjaldmiðlum stærri iðnríkja,“ sagði hann og benti jafnframt á að alþjóðavæðing fjármálamarkaðarins þýddi að gengi krónunnar, að minnsta kosti til skamms tíma, réðist nú síður af raunstærðum efnahagslífsins en áður. „Skilyrði úti í heimi hafa mun meiri áhrif.“ Fjárfestar hljóta því að þurfa að horfa vítt yfir sviðið og af stillingu. Sameining íslensku kauphallarinnar við OMX og svo aftur OMX við Nasdaq kann að vekja í brjóstum einhverra vonir um enn meiri uppgang íslenskra fyrirtækja í ljósi aukins aðgengis erlendra fjárfesta að þeim. Óvarlegt er þó að treysta á það því líkt og kemur fram í rannsóknum Úlfs Viðars Níelssonar og greint er frá hér á síðum Markaðarins eru það helst risafyrirtæki sem hafa hag af slíkum samruna. Hér eru fyrirtæki flest lítil og meðalstór og spurning hvaða athygli þau ná að vekja sem pínulitlir fiskar í ógnarstórri tjörn, jafnvel þótt þau losi sig einhver við þann bagga að þurfa að sannfæra erlenda fjárfesta um að taka á sig gengisáhættu af íslensku krónunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson Skoðun
Miklar væntingar eru um góð hálfsársuppgjör fyrirtækja í Kauphöll Íslands enda markaður með hlutabréf búinn að vera á fleygiferð það sem af er ári. Úrvalsvísitalan, sem nú heitir OMX Iceland 15 og á að innihalda fimmtán stærstu félög Kauphallarinnar, hefur til dæmis hækkað um fjörutíu prósent það sem af er ári og er farin langt fram úr því sem spáð var í upphafi árs. Á þeim tíma var vísitölunni spáð í 8.500 stig í lok árs, en hún hefur nú í nokkra daga dansað í kringum 9.000 stigin. Þá er krónan ekki líkleg til að gefa eftir í bráð þar sem útlit er fyrir að vaxtamunur við útlönd verði áfram mikill. Á haustmánuðum eru á gjalddaga krónubréf fyrir tugmilljarða, en óvíst hver áhrifin af því verða til veikingar á krónunni. Eins víst er að einhver hluti bréfanna verði framlengdur vegna áframhaldandi vaxtamunar. Maður hlýtur hins vegar að velta fyrir sér hvað býr að baki ört hækkandi hlutabréfaverði hér. Getur verið að stemningin ein ráði ferðinni og mikið magn peninga í umferð? Núna leita til að mynda peningar sem losna við yfirtöku Novators á Actavis að nýjum farvegi til ávöxtunar og því ljóst að fyrir hendi er bæði kaupgeta og eftirspurn. Gefa tölur úr rekstri fyrirtækjanna tilefni til að ætla að virði þeirra aukist svo mjög eða eru það ytri aðstæður sem ráða för? Ytri aðstæður geta jú breyst. Bent hefur verið á að fylgni er á milli verðs á hlutabréfum og gengis krónunnar. Gefi hún eftir má gera ráð fyrir að verð hlutabréfa lækki um leið. Íslenskt hagkerfi er örugglega betur í stakk búið nú til að takast á við neikvæða umræðu á borð við þá sem fór af stað á fyrri hluta síðasta árs. Þar að baki þóttust einhverjir greina spákaupmennsku erlendra risasjóða, svo sem Norska olíusjóðsins, sem síðla árs 2005 veðjaði gegn hagfelldri þróun hér. Íslenska krónan er örmynt og getur fallið hratt í alþjóðlegu umróti, hvað þá ef á hana verður gerð markviss árás. Í erindi sem Ingimundur Friðriksson seðlabankastjóri hélt á ráðstefnu í Sviss í sumar fór hann yfir umrót síðasta árs. Hann benti réttilega á nauðsyn þess að hafa vara á og viðbúnað til þess að mæta erfiðari aðstæðum og að minnast þess að breytingar geti orðið mjög skyndilega. „Íslenski gjaldmiðillinn er sá minnsti í heimi sem lýtur umgjörð verðbólgumarkmiðs. Líklegt er að gengi krónunnar hafi tilhneigingu til þess að sveiflast meira en gjaldmiðlar stærri landa þannig að meiri sveiflur verða í afrakstri fjárfestinga í íslenskum krónum en í gjaldmiðlum stærri iðnríkja,“ sagði hann og benti jafnframt á að alþjóðavæðing fjármálamarkaðarins þýddi að gengi krónunnar, að minnsta kosti til skamms tíma, réðist nú síður af raunstærðum efnahagslífsins en áður. „Skilyrði úti í heimi hafa mun meiri áhrif.“ Fjárfestar hljóta því að þurfa að horfa vítt yfir sviðið og af stillingu. Sameining íslensku kauphallarinnar við OMX og svo aftur OMX við Nasdaq kann að vekja í brjóstum einhverra vonir um enn meiri uppgang íslenskra fyrirtækja í ljósi aukins aðgengis erlendra fjárfesta að þeim. Óvarlegt er þó að treysta á það því líkt og kemur fram í rannsóknum Úlfs Viðars Níelssonar og greint er frá hér á síðum Markaðarins eru það helst risafyrirtæki sem hafa hag af slíkum samruna. Hér eru fyrirtæki flest lítil og meðalstór og spurning hvaða athygli þau ná að vekja sem pínulitlir fiskar í ógnarstórri tjörn, jafnvel þótt þau losi sig einhver við þann bagga að þurfa að sannfæra erlenda fjárfesta um að taka á sig gengisáhættu af íslensku krónunni.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun