Húslestur 27. júlí 2007 07:00 Ein af kostulegri reglum Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins eftir að bjórbanninu sleppti var að lengi mátti ekki kaupa bjór í stykkjatali, heldur varð að kaupa að minnsta kosti kippu. Það var sem háttsettir embættismenn hafi óttast að almúgafólk myndi valsa inn í Ríkið, kaupa einn bjór og drekka hann. Síðan hefur mikill bjór runnið til sjávar. Verslanir ÁTVR heita nú Vínbúðir, þar sem hægt er að kaupa eins fáa bjóra og manni sýnist og þekking og þjónustulund starfsfólks er mikil. Stundum of mikil. Á dögunum leit ég við í Ríkinu og bað bólugrafinn um að ráða mér heilt í hvítvínskaupum. Sá tók mér með kostum og kynjum, leiddi mig að hvítvínsrekkanum og spurði hvað ég ætlaði að borða með víninu. „Ég hafði ekki hugsað mér að borða nokkurn skapaðan hlut með því," svaraði ég. Við þetta svar virtist mínum kaunum hlaðna vini fallast allur ketill í eld. Hann sneri sér aftur að rekkanum og umlaði einhver stikkorð um tilteknar tegundir en svo var eins og hann gæti ekki orða bundist og hann spurði: „Ætlarðu bara að drekka þetta einn?" „Jæja, góði," hugsaði ég, „lít ég út eins og einhver þunglynd léttvínspempía á leið á kojufyllirí?" En varla er hægt að lá honum að spyrja. Sjálfsagt var hann mengaður af öllum þessum lífsstílsþáttum þar sem forframaðir Íslendingar borða apríkósufylltar dúfur í hvert mál og drekka vitaskuld rétta vínið með. Eftir að hafa gert tæmandi úttekt á húsakosti og híbýlaprýði landsmanna ræður Vala Matt nú lögum og lofum í lífsstílsþættinum Matur og lífsstíll. Svo virðist reyndar sem lífsstíllinn í nafni þáttarins sé skrauthverfing fyrir áfengi, en í þeim hluta þáttarins dregur hjálparhella Völu fram í dagsljósið öll leyndarmál vínsins. Á dögunum fór vínfræðingur, sem bar hið minnisstæða nafn Dufþakur, til dæmis yfir gagn og gæði vínbeljunnar. Henni fylgir að hans sögn „mikil stemning" og hún er þeim kostum búin að „allir geta fengið sér". Gott að til er viðunandi staðgengill hins margbrotna íláts sem flaskan er. Já, lífið er flókið og að mörgu að huga. Eftir dálítið japl, jaml og fuður urðum ég og sá bólugrafni í Ríkinu ásáttir um hvað væri gott að drekka án truflunar frá spörfuglakjöti. Ég hélt heim á leið, örlítið önugur en huggaði mig þó við yfirburði þeirra sem leiða hjá sér þáttagerð Völu Matt og hennar kóna um mat og húsgögn. Um leið og ég komst á flug í snobbinu var ég sallaður niður aftur; eftir að hafa gripið mér hvítvínsglas og opnað Ofvitann eftir Þórberg Þórðarson blöstu við mér þessar línur: „Það er meiri íþrótt að kunna að lesa hús en að geta lesið bækur." Fokking brilljant! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergsteinn Sigurðsson Mest lesið Halldór 04.01.2025 Halldór Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun
Ein af kostulegri reglum Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins eftir að bjórbanninu sleppti var að lengi mátti ekki kaupa bjór í stykkjatali, heldur varð að kaupa að minnsta kosti kippu. Það var sem háttsettir embættismenn hafi óttast að almúgafólk myndi valsa inn í Ríkið, kaupa einn bjór og drekka hann. Síðan hefur mikill bjór runnið til sjávar. Verslanir ÁTVR heita nú Vínbúðir, þar sem hægt er að kaupa eins fáa bjóra og manni sýnist og þekking og þjónustulund starfsfólks er mikil. Stundum of mikil. Á dögunum leit ég við í Ríkinu og bað bólugrafinn um að ráða mér heilt í hvítvínskaupum. Sá tók mér með kostum og kynjum, leiddi mig að hvítvínsrekkanum og spurði hvað ég ætlaði að borða með víninu. „Ég hafði ekki hugsað mér að borða nokkurn skapaðan hlut með því," svaraði ég. Við þetta svar virtist mínum kaunum hlaðna vini fallast allur ketill í eld. Hann sneri sér aftur að rekkanum og umlaði einhver stikkorð um tilteknar tegundir en svo var eins og hann gæti ekki orða bundist og hann spurði: „Ætlarðu bara að drekka þetta einn?" „Jæja, góði," hugsaði ég, „lít ég út eins og einhver þunglynd léttvínspempía á leið á kojufyllirí?" En varla er hægt að lá honum að spyrja. Sjálfsagt var hann mengaður af öllum þessum lífsstílsþáttum þar sem forframaðir Íslendingar borða apríkósufylltar dúfur í hvert mál og drekka vitaskuld rétta vínið með. Eftir að hafa gert tæmandi úttekt á húsakosti og híbýlaprýði landsmanna ræður Vala Matt nú lögum og lofum í lífsstílsþættinum Matur og lífsstíll. Svo virðist reyndar sem lífsstíllinn í nafni þáttarins sé skrauthverfing fyrir áfengi, en í þeim hluta þáttarins dregur hjálparhella Völu fram í dagsljósið öll leyndarmál vínsins. Á dögunum fór vínfræðingur, sem bar hið minnisstæða nafn Dufþakur, til dæmis yfir gagn og gæði vínbeljunnar. Henni fylgir að hans sögn „mikil stemning" og hún er þeim kostum búin að „allir geta fengið sér". Gott að til er viðunandi staðgengill hins margbrotna íláts sem flaskan er. Já, lífið er flókið og að mörgu að huga. Eftir dálítið japl, jaml og fuður urðum ég og sá bólugrafni í Ríkinu ásáttir um hvað væri gott að drekka án truflunar frá spörfuglakjöti. Ég hélt heim á leið, örlítið önugur en huggaði mig þó við yfirburði þeirra sem leiða hjá sér þáttagerð Völu Matt og hennar kóna um mat og húsgögn. Um leið og ég komst á flug í snobbinu var ég sallaður niður aftur; eftir að hafa gripið mér hvítvínsglas og opnað Ofvitann eftir Þórberg Þórðarson blöstu við mér þessar línur: „Það er meiri íþrótt að kunna að lesa hús en að geta lesið bækur." Fokking brilljant!
Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens Skoðun
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens Skoðun
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun