PINUP-stúlkurnar 28. apríl 2007 00:01 Vargas-stúlka Ein af teikningum listamannsins Alberto Vargas – vinsældaveggskreyting hjá ungum mönnum á fimmta áratugnum. Í sumar og næsta haust hafa hönnuðir fengið innblástur frá „pin-up“ stúlkum fimmta áratugarins og endurskapað þær fyrir tuttugustu og fyrstu öldina. En hvað er eiginlega pin-up stúlka? Hún er fögur og íturvaxin stúlka sem prýðir fjöldaframleiddar myndir sem karlmenn, og sérstaklega hermenn í seinni heimsstyrjöldinni, hengdu upp á vegg eða skáp í dapurlegri vosbúð stríðsins. Þessar stúlkur voru fyrirsætur, leikkonur eða söngkonur og fyrsta og frægasta „pin-up“ skvísan var leikkonan Betty Grable. Hún þótti vera með afburða fallega fótleggi og var oft mynduð í dansbúningi eða örstuttum „hot pants“ buxum. Listamaðurinn Alberto Vargas varð einnig frægur fyrir að teikna ímyndaðar „fullkomnar“ pin-up stúlkur sem urðu svo þekktar sem „Vargas“-stúlkurnar. Þröngar stuttbuxur sáust víða á tískusýningum bæði fyrir sumarið og haustið, Chanel notaði þær í pallíettuútfærslum fyrir strendur og sumar en Miuccia Prada sendi stúlkurnar sínar niður pallana í þröngum kasmírpeysum, stuttbuxum og með glæsilega túrbana. Ef þú ert ekki með langa fætur er einfalt að endurskapa „pin-up“ lúkkið með fallega gamaldags kjólum með smáherðapúðum og þröngu mitti, eins og hjá hönnuðunum Ralph Lauren og Carolina Herrera. Auðvitað er líka skemmtilegt að vera Vargas-stúlka innanklæða í fallegum gamaldags undirfötum sem fanga glamúr fyrri tíma. annabjornsson@frettabladid.isActress Betty Grable's famous legs in black mesh stocking for a scene that will feature her legs, in her dressing room at 20th Century Fox studios. (Photo by Walter Sanders//Time Life Pictures/Getty Images) tíska, undirföt, betty grablepinup, vargas, deetaEinfalt og sexí Hjá MiuMiu voru hnepptar peysur einfaldlega notaðar sem ofurstuttir kjólar.Túrban og hátt mitti Prada notaðist við hlutföllin stutt pils/ buxur við síðar ermar.A model presents a creation by Italian designer Giambattista Valli during the Spring/Summer 2006 Ready-to-Wear collections in Paris, 07 October 2005. AFP PHOTO/PIERRE VERDY pin up, tískapallíettur Mini-buxur úr svörtum pallíettum slógu rækilega í gegn hjá Chanel en myndu fara best við svartar sokkabuxur.Nærur í anda sundfatnaðar Prada var með flottar útfærslur af mini-stuttbuxum við smart jakka.A model presents a creation by Italian fashion house Dolce & Gabbana during the Autumn/Winter 2008 women's collections, 22 February 2007 in Milan. pin up, tíska Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Í sumar og næsta haust hafa hönnuðir fengið innblástur frá „pin-up“ stúlkum fimmta áratugarins og endurskapað þær fyrir tuttugustu og fyrstu öldina. En hvað er eiginlega pin-up stúlka? Hún er fögur og íturvaxin stúlka sem prýðir fjöldaframleiddar myndir sem karlmenn, og sérstaklega hermenn í seinni heimsstyrjöldinni, hengdu upp á vegg eða skáp í dapurlegri vosbúð stríðsins. Þessar stúlkur voru fyrirsætur, leikkonur eða söngkonur og fyrsta og frægasta „pin-up“ skvísan var leikkonan Betty Grable. Hún þótti vera með afburða fallega fótleggi og var oft mynduð í dansbúningi eða örstuttum „hot pants“ buxum. Listamaðurinn Alberto Vargas varð einnig frægur fyrir að teikna ímyndaðar „fullkomnar“ pin-up stúlkur sem urðu svo þekktar sem „Vargas“-stúlkurnar. Þröngar stuttbuxur sáust víða á tískusýningum bæði fyrir sumarið og haustið, Chanel notaði þær í pallíettuútfærslum fyrir strendur og sumar en Miuccia Prada sendi stúlkurnar sínar niður pallana í þröngum kasmírpeysum, stuttbuxum og með glæsilega túrbana. Ef þú ert ekki með langa fætur er einfalt að endurskapa „pin-up“ lúkkið með fallega gamaldags kjólum með smáherðapúðum og þröngu mitti, eins og hjá hönnuðunum Ralph Lauren og Carolina Herrera. Auðvitað er líka skemmtilegt að vera Vargas-stúlka innanklæða í fallegum gamaldags undirfötum sem fanga glamúr fyrri tíma. annabjornsson@frettabladid.isActress Betty Grable's famous legs in black mesh stocking for a scene that will feature her legs, in her dressing room at 20th Century Fox studios. (Photo by Walter Sanders//Time Life Pictures/Getty Images) tíska, undirföt, betty grablepinup, vargas, deetaEinfalt og sexí Hjá MiuMiu voru hnepptar peysur einfaldlega notaðar sem ofurstuttir kjólar.Túrban og hátt mitti Prada notaðist við hlutföllin stutt pils/ buxur við síðar ermar.A model presents a creation by Italian designer Giambattista Valli during the Spring/Summer 2006 Ready-to-Wear collections in Paris, 07 October 2005. AFP PHOTO/PIERRE VERDY pin up, tískapallíettur Mini-buxur úr svörtum pallíettum slógu rækilega í gegn hjá Chanel en myndu fara best við svartar sokkabuxur.Nærur í anda sundfatnaðar Prada var með flottar útfærslur af mini-stuttbuxum við smart jakka.A model presents a creation by Italian fashion house Dolce & Gabbana during the Autumn/Winter 2008 women's collections, 22 February 2007 in Milan. pin up, tíska
Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira