Maður með mönnum 28. apríl 2007 00:01 BrúðkaupiðVeisla í Glersalnum í Kópavogi. Sr. Pálmi Matt giftir, nema hann sé upptekinn við að messa í skíðabrekkunum. Plebbar velja svo vinsælan prest að á góðum júlídegi eru sjö brúðkaup í Háteigskirkju. Korter milli athafna. Af hverju ekki bara fjöldabrúðkaup? Fyrir utan kirkjuna bíður Hummer (stórundarlegur bíll sem minnir á Framsóknarflokkinn og Baug í senn), með rauðum rósum í ljóskösturunum á þakinu eða fornbíll. Til að teljast kúl eru klárlega spjót eða paté í bjánalegum skeiðum í matinn og stjörnukokkur með húfuna á hausnum heldur uppi stuðinu á við besta skemmtikraft. Fáránlega dýrt vín og allir að tala um það, því hver er annars tilgangurinn? Öll börn undir sjö ára eru send í lagningu á Rauðhettu og úlfinum, eru frjálsleg en þó flippuð. Sætir kjólar og campers-spariskór á línuna. Sissa myndar brúðhjónin, sem velta sér um í Grasagarðinum í faðmlögum – svart-hvítar myndir þar sem lítil börn í hörkjólum eru ekki langt undan. Árskort í LaugarFínir klefar og venjulegir klefar. Betri borgarinn borgar aukalega nokkra þúsundkalla fyrir fínni klefann því þar er ókeypis handklæði og bannað að tala í farsímann. Gæti truflað hugleiðsluna eftir steinanuddið og detox-vafninginn. Sem þú ferð í einu sinni í viku til að minnka ummálið svo þú getir troðið þér í brúðarkjólinn eftir sjö vikur. iPodar á upphandleggjum, strípur og góðærisfita með einkaþjálfara í eftirdragi. Enda allir búnir að óverdósa á humarhölum og hvítvíni. Svo margar kaloríur í hvítlaukssmjörinu. Góðærið er fitandi, það veit guð og Humarhúsið. Á föstudögum er svo farið í sparisundfötin því þá er kátt á hjalla í baðstofunni þar sem betri borgarar fá sér hvítvín og „flippa út“ eftir góða törn í tækjunum. HúllumhæForútsölur og forsýningar eru tær lind andlegrar næringar fyrir góðborgarann. Að ógleymdum frumsýningum nýrra bílategunda á Hótel Nordica og opnun lífsstílsbúða í Lindarhverfinu. Ef það heitir lífsstíl-eitthvað er plebbinn fallinn. Hvort sem það eru búðir, tímarit eða sjónvarpsþættir. Food & fun er töff en borðið á Apótekinu er pantað með góðum fyrirvara. Miði á ballið í Nordica og hlustað á Stuðmenn spila – 5. árið í röð. Helgarferðir til Köben eða London til að sjá íslenskar hljómsveitir troða upp á 2.000 manna balli eru svo Hanukkah góðborgaranna. InnkaupinÞað er full vinna að vera plebbi. Allt sem hann gerir staðfestir það fyrir heiminum hver hann er. Plebbinn er það sem hann gerir og ekki síður allt sem hann kaupir. Plebbinn myndi aldrei bara fá sér „eitthvað“: Hann vandar valið á hverju einasta smáatriði. Hann kaupir ekki einn vettling á barnið sitt nema það standi einhvers staðar 66° Norður á því. Ungbarnafötin eru úr flís og keypt í Polarn og Pyret og barnasamfellan á helst ekki að kosta undir 2.000 kr. enda mikilvægt að það sé nú „gott í þessu“. Nokkrum sinnum í mánuði er hringur tekinn í Epal og Saltfélaginu enda er „hönnun“ allsherjargoð áhugamálanna. Sé plebbinn dapur er ekkert sem jafnast á við það að koma við í Kokku og kippa með sér einhverju dóti enda þarf ekki meira en avókadóflysjara eða piparkvörn sem gengur fyrir batteríi til að fylla upp í hið andlega tómarúm. Niðurdregnar konur rúntandi um á Róver eru allar að leita að Kokku. Plebbinn væri ekkert án tækja sinna og tóla. Ef þú myndir berstrípa hann og kasta honum á eyðieyju myndi hann, eftir viku svelti, frekar velja nýjasta iPod Nano fram yfir vatnsflösku og veiðistöng. Og þótt þú sért ekki það töff að vinna á eða reka auglýsingastofu má samt komast langleiðina upp þann virðingarstiga með því að fjárfesta í hvítum Apple-tölvum, enda gefa þær ákveðið grafískt útlit á svart-hvítu heimilinu. Plebbinn tekur nefnilega enga áhættu og svart og hvítt er öruggt. Hann á það þó til að flippa með „ofsaspes“ ljósakrónu úr Saltfélaginu og barokkveggfóðri hér og þar. Barnaherbergið fyrir 8 mánaða er í sama litaþema og restin af heimilinu, með kristalsljósakrónu og bleikum sjöum. Enda eiga börnin líka rétt á að fá sinn skerf af „góðri hönnun“. Sjálfsögð grundvallarmannréttindi hvers mannsbarns er Tripp-trapp stóll – enda eru þeir voða þægilegir og praktískir. Barnabílstóllinn og vagninn verða svo helst að sjattera í liti eða mynstrum. Það er svo vont að sjá glitta í slæmar litasamsetningar í baksýnisspeglinum þegar bílstóllinn og vagninn í skottinu blasa við. MenninginGóður bókaskápur er seint ofmetinn enda viltu ekki vera nein sjoppa, heldur vel lesinn og víðsýnn. Halldór Kiljan Laxness leggur undir sig drjúgt pláss í nýútgefinni útgáfu heildarsafnsins en design-bækur rúla samt, ekki bara í hillum heldur á öllu heimilinu. Nigella-kokkabókin er á sínum stað (við hliðina á 100.000 króna espressó-vélinni, sem er kortér að búa til einn bolla). Bækur eftir höfund Sex and the City eru líka lesnar. „Chick-literature“ – léttar bækur, en samt alveg töff. Plebbinn mætir ALLTAF í kirkju á aðfangadagskvöld en þá líka BARA í Hallgrímskirkju þar sem flestir eru og allir sjá hann. Hann ber höfuðið hátt þegar hann mætir með fjölskylduna og reynir að ná augnsambandi við sem flesta. Annað væri auðvitað ókristilegt og það vill plebbinn svo sannarlega ekki vera. Kaffitár er musteri plebbans fyrir hádegi um helgar. Þar þrammar hann inn, beinn í baki með alla fjölskylduna í eftirdragi og situr fram yfir hádegi og kinkar kolli kumpánlega til annarra góðborgara sem eru ekki þunnir heima eftir nótt á barnum. FerminginFermingarbarnið er svo firrt að það heimtar hárlengingu, farða og brúnkusprey en pabba og mömmu finnst appelsínugult fermingarbarn aðeins of sjoppulegt. Það verður eitthvað svo áberandi innan um öll hvítu Epal-húsgögnin. Þau láta því panta ljósasta brúnkuspreyið að utan, hjá Nordica Spa. Að morgni fermingardags fer heilög smurning svo fram. Neðri hæðin er parkettlögð í febrúar, lýsingin tekin í gegn og kantsteinunum sem voru pantaðir frá Róm í nóvember er hlaðið niður í tæka tíð í kringum nýja viðarpallinn úti í garði. Einnig er splæst í sandblásna merkingu á glerútidyrahurðina – nöfn íbúanna í bundnu máli. Best að taka þetta alla leið. Og svo einn Steinn Steinarr í lokin. Á flatskjánum rúlla svo myndir af barninu frá fæðingu til nútímans með hljóðeffektum úr heimabíókerfinu. Jói Fel sér um brauðveisluna og börnin þurfa að passa sig á að drepa sig ekki á Jóa Fel-merkta tannstönglinum sem fylgir hverju einasta jarðarberi með súkkulaðidýfu. Súkkulaðigosbrunnur er svolítið úr tísku en er samt með. Fermingin er 100 manna hjá góðærisbarninu því öllum í greiningardeild KB banka sem pabbi vinnur hjá er boðið ásamt saumaklúbbnum hennar mömmu, með mökum. Að sjálfsögðu er áfengi ekki haft um hönd í fermingarveislunni því húsmóðirin hefur lesið það í tímariti að áfengi og ferming eigi engan veginn samleið. Plebbinn er fyrir utan það alls ekki nógu flippaður til að poppa upp einni kampó í fermingarveislu enda ekki dagdrykkjumaður. Ferðalög og tengslanetPlebbinn forðast allar sólarstrendur þar sem hann gæti hitt aðra Íslendinga því það er svo plebbalegt – að því er honum finnst. Hann leggur því langt ferðalag á sig og töluverða fjármuni til að fara sem lengst og á sem mest exótískan stað svo hann geti örugglega komið heim og sagst ekki hafa hitt NEINN Íslending, allar þrjár vikurnar. Balí, Púkket og Maldíveyjar eru staðirnir, því það er svo spes og „exótískt“. En auðvitað er fríið ónýtt þegar fyrstu manneskjurnar sem mæta honum á ströndinni eru Jói og Gugga – hress og sólbrennd eftir þriggja mánaða drykkjutúr á Taílandi. Þótt það sé gott að ferðast þykir samt ekki ráðlegt að búa í útlöndum lengur en 2-3 mánuði. Það er mikil vinna að rækta sitt tengslanet hér heima og hættulegt að missa af mikilvægum atburðum á Íslandi sem gætu tryggt og eflt það net enn frekar. Milli þrítugs og fertugs þykir mjög gott að þekkja nokkra búðareigendur (allra helst eigendur lífsstílsbúðanna) persónulega, eina eða tvær sjónvarpsstjörnur og eigendur sjálfra líkamsræktarstöðvanna er svo auðvitað geggjað að vera málkunnugur. Að sjálfsögðu þekkirðu svo klipparann þinn persónulega og átt alltaf þinn fastatíma í strípur á Þorláksmessu. En hangirðu of lengi í útlandinu – þekkirðu engan. Food and Fun Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
BrúðkaupiðVeisla í Glersalnum í Kópavogi. Sr. Pálmi Matt giftir, nema hann sé upptekinn við að messa í skíðabrekkunum. Plebbar velja svo vinsælan prest að á góðum júlídegi eru sjö brúðkaup í Háteigskirkju. Korter milli athafna. Af hverju ekki bara fjöldabrúðkaup? Fyrir utan kirkjuna bíður Hummer (stórundarlegur bíll sem minnir á Framsóknarflokkinn og Baug í senn), með rauðum rósum í ljóskösturunum á þakinu eða fornbíll. Til að teljast kúl eru klárlega spjót eða paté í bjánalegum skeiðum í matinn og stjörnukokkur með húfuna á hausnum heldur uppi stuðinu á við besta skemmtikraft. Fáránlega dýrt vín og allir að tala um það, því hver er annars tilgangurinn? Öll börn undir sjö ára eru send í lagningu á Rauðhettu og úlfinum, eru frjálsleg en þó flippuð. Sætir kjólar og campers-spariskór á línuna. Sissa myndar brúðhjónin, sem velta sér um í Grasagarðinum í faðmlögum – svart-hvítar myndir þar sem lítil börn í hörkjólum eru ekki langt undan. Árskort í LaugarFínir klefar og venjulegir klefar. Betri borgarinn borgar aukalega nokkra þúsundkalla fyrir fínni klefann því þar er ókeypis handklæði og bannað að tala í farsímann. Gæti truflað hugleiðsluna eftir steinanuddið og detox-vafninginn. Sem þú ferð í einu sinni í viku til að minnka ummálið svo þú getir troðið þér í brúðarkjólinn eftir sjö vikur. iPodar á upphandleggjum, strípur og góðærisfita með einkaþjálfara í eftirdragi. Enda allir búnir að óverdósa á humarhölum og hvítvíni. Svo margar kaloríur í hvítlaukssmjörinu. Góðærið er fitandi, það veit guð og Humarhúsið. Á föstudögum er svo farið í sparisundfötin því þá er kátt á hjalla í baðstofunni þar sem betri borgarar fá sér hvítvín og „flippa út“ eftir góða törn í tækjunum. HúllumhæForútsölur og forsýningar eru tær lind andlegrar næringar fyrir góðborgarann. Að ógleymdum frumsýningum nýrra bílategunda á Hótel Nordica og opnun lífsstílsbúða í Lindarhverfinu. Ef það heitir lífsstíl-eitthvað er plebbinn fallinn. Hvort sem það eru búðir, tímarit eða sjónvarpsþættir. Food & fun er töff en borðið á Apótekinu er pantað með góðum fyrirvara. Miði á ballið í Nordica og hlustað á Stuðmenn spila – 5. árið í röð. Helgarferðir til Köben eða London til að sjá íslenskar hljómsveitir troða upp á 2.000 manna balli eru svo Hanukkah góðborgaranna. InnkaupinÞað er full vinna að vera plebbi. Allt sem hann gerir staðfestir það fyrir heiminum hver hann er. Plebbinn er það sem hann gerir og ekki síður allt sem hann kaupir. Plebbinn myndi aldrei bara fá sér „eitthvað“: Hann vandar valið á hverju einasta smáatriði. Hann kaupir ekki einn vettling á barnið sitt nema það standi einhvers staðar 66° Norður á því. Ungbarnafötin eru úr flís og keypt í Polarn og Pyret og barnasamfellan á helst ekki að kosta undir 2.000 kr. enda mikilvægt að það sé nú „gott í þessu“. Nokkrum sinnum í mánuði er hringur tekinn í Epal og Saltfélaginu enda er „hönnun“ allsherjargoð áhugamálanna. Sé plebbinn dapur er ekkert sem jafnast á við það að koma við í Kokku og kippa með sér einhverju dóti enda þarf ekki meira en avókadóflysjara eða piparkvörn sem gengur fyrir batteríi til að fylla upp í hið andlega tómarúm. Niðurdregnar konur rúntandi um á Róver eru allar að leita að Kokku. Plebbinn væri ekkert án tækja sinna og tóla. Ef þú myndir berstrípa hann og kasta honum á eyðieyju myndi hann, eftir viku svelti, frekar velja nýjasta iPod Nano fram yfir vatnsflösku og veiðistöng. Og þótt þú sért ekki það töff að vinna á eða reka auglýsingastofu má samt komast langleiðina upp þann virðingarstiga með því að fjárfesta í hvítum Apple-tölvum, enda gefa þær ákveðið grafískt útlit á svart-hvítu heimilinu. Plebbinn tekur nefnilega enga áhættu og svart og hvítt er öruggt. Hann á það þó til að flippa með „ofsaspes“ ljósakrónu úr Saltfélaginu og barokkveggfóðri hér og þar. Barnaherbergið fyrir 8 mánaða er í sama litaþema og restin af heimilinu, með kristalsljósakrónu og bleikum sjöum. Enda eiga börnin líka rétt á að fá sinn skerf af „góðri hönnun“. Sjálfsögð grundvallarmannréttindi hvers mannsbarns er Tripp-trapp stóll – enda eru þeir voða þægilegir og praktískir. Barnabílstóllinn og vagninn verða svo helst að sjattera í liti eða mynstrum. Það er svo vont að sjá glitta í slæmar litasamsetningar í baksýnisspeglinum þegar bílstóllinn og vagninn í skottinu blasa við. MenninginGóður bókaskápur er seint ofmetinn enda viltu ekki vera nein sjoppa, heldur vel lesinn og víðsýnn. Halldór Kiljan Laxness leggur undir sig drjúgt pláss í nýútgefinni útgáfu heildarsafnsins en design-bækur rúla samt, ekki bara í hillum heldur á öllu heimilinu. Nigella-kokkabókin er á sínum stað (við hliðina á 100.000 króna espressó-vélinni, sem er kortér að búa til einn bolla). Bækur eftir höfund Sex and the City eru líka lesnar. „Chick-literature“ – léttar bækur, en samt alveg töff. Plebbinn mætir ALLTAF í kirkju á aðfangadagskvöld en þá líka BARA í Hallgrímskirkju þar sem flestir eru og allir sjá hann. Hann ber höfuðið hátt þegar hann mætir með fjölskylduna og reynir að ná augnsambandi við sem flesta. Annað væri auðvitað ókristilegt og það vill plebbinn svo sannarlega ekki vera. Kaffitár er musteri plebbans fyrir hádegi um helgar. Þar þrammar hann inn, beinn í baki með alla fjölskylduna í eftirdragi og situr fram yfir hádegi og kinkar kolli kumpánlega til annarra góðborgara sem eru ekki þunnir heima eftir nótt á barnum. FerminginFermingarbarnið er svo firrt að það heimtar hárlengingu, farða og brúnkusprey en pabba og mömmu finnst appelsínugult fermingarbarn aðeins of sjoppulegt. Það verður eitthvað svo áberandi innan um öll hvítu Epal-húsgögnin. Þau láta því panta ljósasta brúnkuspreyið að utan, hjá Nordica Spa. Að morgni fermingardags fer heilög smurning svo fram. Neðri hæðin er parkettlögð í febrúar, lýsingin tekin í gegn og kantsteinunum sem voru pantaðir frá Róm í nóvember er hlaðið niður í tæka tíð í kringum nýja viðarpallinn úti í garði. Einnig er splæst í sandblásna merkingu á glerútidyrahurðina – nöfn íbúanna í bundnu máli. Best að taka þetta alla leið. Og svo einn Steinn Steinarr í lokin. Á flatskjánum rúlla svo myndir af barninu frá fæðingu til nútímans með hljóðeffektum úr heimabíókerfinu. Jói Fel sér um brauðveisluna og börnin þurfa að passa sig á að drepa sig ekki á Jóa Fel-merkta tannstönglinum sem fylgir hverju einasta jarðarberi með súkkulaðidýfu. Súkkulaðigosbrunnur er svolítið úr tísku en er samt með. Fermingin er 100 manna hjá góðærisbarninu því öllum í greiningardeild KB banka sem pabbi vinnur hjá er boðið ásamt saumaklúbbnum hennar mömmu, með mökum. Að sjálfsögðu er áfengi ekki haft um hönd í fermingarveislunni því húsmóðirin hefur lesið það í tímariti að áfengi og ferming eigi engan veginn samleið. Plebbinn er fyrir utan það alls ekki nógu flippaður til að poppa upp einni kampó í fermingarveislu enda ekki dagdrykkjumaður. Ferðalög og tengslanetPlebbinn forðast allar sólarstrendur þar sem hann gæti hitt aðra Íslendinga því það er svo plebbalegt – að því er honum finnst. Hann leggur því langt ferðalag á sig og töluverða fjármuni til að fara sem lengst og á sem mest exótískan stað svo hann geti örugglega komið heim og sagst ekki hafa hitt NEINN Íslending, allar þrjár vikurnar. Balí, Púkket og Maldíveyjar eru staðirnir, því það er svo spes og „exótískt“. En auðvitað er fríið ónýtt þegar fyrstu manneskjurnar sem mæta honum á ströndinni eru Jói og Gugga – hress og sólbrennd eftir þriggja mánaða drykkjutúr á Taílandi. Þótt það sé gott að ferðast þykir samt ekki ráðlegt að búa í útlöndum lengur en 2-3 mánuði. Það er mikil vinna að rækta sitt tengslanet hér heima og hættulegt að missa af mikilvægum atburðum á Íslandi sem gætu tryggt og eflt það net enn frekar. Milli þrítugs og fertugs þykir mjög gott að þekkja nokkra búðareigendur (allra helst eigendur lífsstílsbúðanna) persónulega, eina eða tvær sjónvarpsstjörnur og eigendur sjálfra líkamsræktarstöðvanna er svo auðvitað geggjað að vera málkunnugur. Að sjálfsögðu þekkirðu svo klipparann þinn persónulega og átt alltaf þinn fastatíma í strípur á Þorláksmessu. En hangirðu of lengi í útlandinu – þekkirðu engan.
Food and Fun Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira