Viðskiptatryggð kann að vera til trafala Óli Kristján Ármannsson skrifar 1. ágúst 2007 00:01 Skortur á samkeppni á bankamarkaði hér heima hefur verið viðvarandi stef í orðræðu bæði fræði- og stjórnmálamanna um alllangt skeið. Fjármálastofnanir hafa jafnan hafnað þessu og vilja meina að hér skorti ekkert á samkeppni, aukinheldur sem þjónustugjöld séu heldur lægri og þjónusta meiri en almennt gerist í bönkum á Norðurlöndum. Þrátt fyrir að bankarnir hafi breið bök má ekki gleymast að orðum fylgir ábyrgð og vilji menn láta taka sig alvarlega í opinberri umræðu í stað þess að vera úthrópaðir þráhyggjukverúlantar verður slík gagnrýni að vera málefnaleg. Óvíst er hvað veldur þeirri ímynd að bankarnir okri, annað en að fólk sjái ofsjónir yfir miklum vexti þeirra og hagnaði síðustu ár, en bróðurparturinn af þeim hagnaði verður til utan landsteinanna af margvíslegri starfsemi og bankaþjónustu sem þar er veitt. Þá hafa sparisjóðirnir, þrátt fyrir samþjöppun sem ekki sér fyrir endann á, veitt stóru viðskiptabönkunum þremur bæði aðhald og samkeppni á markaði hér innanlands, jafnvel þótt þeir njóti langt því frá sömu kjara og stóru bankarnir í fjármögnun starfsemi sinnar. Í skýrslu norrænna samkeppnisstofnana um samkeppni á norrænum viðskiptabankamarkaði, sem kynnt var fyrir tæpu ári síðan, er engu að síður bent á að hér sé samþjöppun mikil á bankamarkaði, sem og annars staðar á Norðurlöndum. Eins hefur enginn erlendur banki enn séð sér hag í að berjast hér um íslenska neytendur, hvað sem síðar kann að verða í þeim efnum. Enda getur tæpast verið spennandi tilhugsun að ætla að taka dýran slag á svo litlum markaði. Líklegra væri þá að erlendur banki myndi kaupa íslenskan banka. Þá er viðskiptatryggð rík á bankamarkaði hér þótt með aukinni samkeppni á íbúðalánamarkaði hafi nú í seinni tíð komið fyrir að viðskiptavinir skipti alveg um banka í endurfjármögnun lána sinna. Óvíst er þó hvort þar ræður meiru verðvitund og samanburður kjara eða máttur auglýsinganna. Þá þarf enginn að vera hissa á því þótt ákveðin íhaldssemi einkenni ákvarðanir um hvar maður leggur inn launin sín. Almennt virðast íslenskir neytendur samt ekki gefa því mikinn gaum hvað hlutirnir kosta og hafa sumir hverjir látið allt önnur sjónarmið ráða því við hvern er skipt. Þar hafa stjórnmálaskoðanir og hagsmunapólitík önnur spilað stórt hlutverk. Þankagangur sem slíkur er sem betur fer á útleið þótt hægt gangi sums staðar. Þannig brá til dæmis nýverið mjög í brún bónda í Flóanum sem af samviskusemi hefur árum saman forðast öll önnur olíufélög en Esso vegna óskilgreindra tengsla við ákveðinn stjórnmálaflokk, lítinn en áhrifamikinn, þegar honum varð ljóst hversu gagngerar breytingar höfðu orðið á eignarhaldi olíufélaganna. Vonandi síast smám saman inn hér samkeppnishugsun þar sem fólk gefur gaum þeim kjörum sem í boði eru. Þá er líka kannski helst von til þess að hér hægi á verðbólgu ef fólk hættir að láta bjóða sér hvaða verð sem er fyrir hlutina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson Skoðun
Skortur á samkeppni á bankamarkaði hér heima hefur verið viðvarandi stef í orðræðu bæði fræði- og stjórnmálamanna um alllangt skeið. Fjármálastofnanir hafa jafnan hafnað þessu og vilja meina að hér skorti ekkert á samkeppni, aukinheldur sem þjónustugjöld séu heldur lægri og þjónusta meiri en almennt gerist í bönkum á Norðurlöndum. Þrátt fyrir að bankarnir hafi breið bök má ekki gleymast að orðum fylgir ábyrgð og vilji menn láta taka sig alvarlega í opinberri umræðu í stað þess að vera úthrópaðir þráhyggjukverúlantar verður slík gagnrýni að vera málefnaleg. Óvíst er hvað veldur þeirri ímynd að bankarnir okri, annað en að fólk sjái ofsjónir yfir miklum vexti þeirra og hagnaði síðustu ár, en bróðurparturinn af þeim hagnaði verður til utan landsteinanna af margvíslegri starfsemi og bankaþjónustu sem þar er veitt. Þá hafa sparisjóðirnir, þrátt fyrir samþjöppun sem ekki sér fyrir endann á, veitt stóru viðskiptabönkunum þremur bæði aðhald og samkeppni á markaði hér innanlands, jafnvel þótt þeir njóti langt því frá sömu kjara og stóru bankarnir í fjármögnun starfsemi sinnar. Í skýrslu norrænna samkeppnisstofnana um samkeppni á norrænum viðskiptabankamarkaði, sem kynnt var fyrir tæpu ári síðan, er engu að síður bent á að hér sé samþjöppun mikil á bankamarkaði, sem og annars staðar á Norðurlöndum. Eins hefur enginn erlendur banki enn séð sér hag í að berjast hér um íslenska neytendur, hvað sem síðar kann að verða í þeim efnum. Enda getur tæpast verið spennandi tilhugsun að ætla að taka dýran slag á svo litlum markaði. Líklegra væri þá að erlendur banki myndi kaupa íslenskan banka. Þá er viðskiptatryggð rík á bankamarkaði hér þótt með aukinni samkeppni á íbúðalánamarkaði hafi nú í seinni tíð komið fyrir að viðskiptavinir skipti alveg um banka í endurfjármögnun lána sinna. Óvíst er þó hvort þar ræður meiru verðvitund og samanburður kjara eða máttur auglýsinganna. Þá þarf enginn að vera hissa á því þótt ákveðin íhaldssemi einkenni ákvarðanir um hvar maður leggur inn launin sín. Almennt virðast íslenskir neytendur samt ekki gefa því mikinn gaum hvað hlutirnir kosta og hafa sumir hverjir látið allt önnur sjónarmið ráða því við hvern er skipt. Þar hafa stjórnmálaskoðanir og hagsmunapólitík önnur spilað stórt hlutverk. Þankagangur sem slíkur er sem betur fer á útleið þótt hægt gangi sums staðar. Þannig brá til dæmis nýverið mjög í brún bónda í Flóanum sem af samviskusemi hefur árum saman forðast öll önnur olíufélög en Esso vegna óskilgreindra tengsla við ákveðinn stjórnmálaflokk, lítinn en áhrifamikinn, þegar honum varð ljóst hversu gagngerar breytingar höfðu orðið á eignarhaldi olíufélaganna. Vonandi síast smám saman inn hér samkeppnishugsun þar sem fólk gefur gaum þeim kjörum sem í boði eru. Þá er líka kannski helst von til þess að hér hægi á verðbólgu ef fólk hættir að láta bjóða sér hvaða verð sem er fyrir hlutina.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun