Gleymda stríðinu veitt athygli Guðsteinn Bjarnason skrifar 4. ágúst 2007 10:15 Friðargæslulið Afríkubandalagsins hefur aðstoðað við rekstur þessarar læknamiðstöðvar í Haskanita í sunnanverðu Darfúrhéraði. Átökin í héraðinu hafa kostað að minnsta kosti 200 þúsund manns lífið. MYND/AFP Einhverjar vonir hafa vaknað á síðustu dögum um að loksins geti hugsanlega farið að sjá fyrir endann á átökunum í Darfúrhéraði í Súdan, sem umheimurinn hefur árum saman sýnt harla lítinn áhuga. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti á þriðjudaginn að senda 26 þúsund manna friðargæslulið til héraðsins, þar sem arabar frá norðuhluta landsins hafa átt í stríði við uppreisnarsveitir heimamanna allt frá árinu 2003. Óljóst er reyndar hvernig á að manna þetta lið, en þó hafa Frakkar, Danir, Indónesar og Malasíumenn boðist til að senda þangað liðsafla auk þess sem sjö þúsund manna friðargæslulið Afríkubandalagsins, sem fyrir er í héraðinu, verður innlimað í nýju gæslusveitirnar. Reiknað er með að fleiri Asíuríki sendi þangað liðsmenn og svo er búist við að Afríkubandalagið fjölgi í sínum sveitum.Blóðsúthellingar í fjögur árNærri þrjú þúsund flóttamenn frá Súdan hafa farið ólöglega yfir landamærin til Ísraels frá Egyptalandi. Meðal þeirra eru þessi feðgin sem tóku í síðasta mánuði þátt í mótmælum fyrir utan þinghúsið í Jerúsalem, þar sem stjórnvöld voru hvött til að aðstoða flóttamennina.fréttablaðið/AFPÁtökin í Darfúr síðustu fjögur ár eru talin hafa kostað að minnsta kosti 200 þúsund manns lífið og 2,5 milljónir manna hafa þurft að flýja að heiman. Sumir halda því reyndar fram að mannfallið hafi verið miklu meira, allt upp í hálf milljón manna, en á hinn bóginn segir Súdanstjórn þessar tölur mjög ýktar. Átökin hófust árið 2003 þegar heimamenn í hinu fátæka Darfúrhéraði gerðu uppreisn gegn ríkisstjórn landsins. Darfúrbúar saka stjórnina um að hafa vanrækt héraðið árum saman og mismunað íbúum þess gagnvart arabaþjóðinni í norðrinu.Íbúar héraðsins eru flestir bændur af afrískum uppruna en ríkisstjórnin er alfarið skipuð arabískumælandi múslimum frá norðurhluta landsins. Herskáir hópar arabískra janjaweed-stríðsmanna tóku í framhaldi af þessu að ráðast af miklu miskunnarleysi á þorp í Darfúr, og ríkisstjórnin er sökuð um að standa að einhverju leyti á bak við þessar árásir.Stöðug átök í hálfa öldLiðsmenn Janjaweed-sveitanna. „Janjaweed“ mun þýða „maður með byssu á hestbaki“. Þessar „riddarasveitir“ eru sagðar hafa haft stuðning Súdansstjórnar til að fara með ofbeldi gegn íbúum Darfúrhéraðs. Þessi mynd er tekin árið 2004.fréttablaðið/AFPÁtökin í Darfúr eru þó aðeins ein af mörgum minni og stærri atökum sem geisað hafa í Súdan, oftast milli stjórnarinnar og ýmissa uppreisnarhópa, allar götur síðan landið fékk sjálfstæði í byrjun árs 1956. Í suðurhlutanum áttu til dæmis kristnir íbúar, sem þar eru í meirihluta, í harðri borgarastyrjöld við stjórnarherinn allt frá árinu 1983 uns friðarsamkomulag var loks undirritað í janúar árið 2005. Samkvæmt því samkomulagi er gert ráð fyrir að árið 2011 verði haldnar þar kosningar um stofnun sjálfstæðs ríkis í Suður-Súdan.Nú síðast hafa borist fréttir af því að Arabaþjóðflokkarnir frá norðurhluta landsins séu farnir að berjast innbyrðis í Darfúrhéraði. Þau átök kostuðu tugi manna lífið í vikunni sem er að líða.Talið er að þau snúist um ræktar- og beitarland í suðurhluta Darfúrhéraðs. Sumt af þessu landsvæði var áður undir yfirráðum heimamanna, sem nú eru flúnir undan arabísku janjaweed-vígasveitunum.Farah Mustafa Abdullah, aðstoðarríkisstjóri í Suður-Darfúr, vill þó gera sem minnst úr þeim átökum: „Þetta er ekkert nýtt, svona átök verða um vatnsból og beitarlönd, þau verða að skoðast í því samhengi," sagði hann í viðtali við AP-fréttastofuna. Mest lesið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Kári og Eva eru hjón Lífið Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Lífið Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Lífið Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Lífið Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Lífið Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Lífið „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Lífið „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Einhverjar vonir hafa vaknað á síðustu dögum um að loksins geti hugsanlega farið að sjá fyrir endann á átökunum í Darfúrhéraði í Súdan, sem umheimurinn hefur árum saman sýnt harla lítinn áhuga. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti á þriðjudaginn að senda 26 þúsund manna friðargæslulið til héraðsins, þar sem arabar frá norðuhluta landsins hafa átt í stríði við uppreisnarsveitir heimamanna allt frá árinu 2003. Óljóst er reyndar hvernig á að manna þetta lið, en þó hafa Frakkar, Danir, Indónesar og Malasíumenn boðist til að senda þangað liðsafla auk þess sem sjö þúsund manna friðargæslulið Afríkubandalagsins, sem fyrir er í héraðinu, verður innlimað í nýju gæslusveitirnar. Reiknað er með að fleiri Asíuríki sendi þangað liðsmenn og svo er búist við að Afríkubandalagið fjölgi í sínum sveitum.Blóðsúthellingar í fjögur árNærri þrjú þúsund flóttamenn frá Súdan hafa farið ólöglega yfir landamærin til Ísraels frá Egyptalandi. Meðal þeirra eru þessi feðgin sem tóku í síðasta mánuði þátt í mótmælum fyrir utan þinghúsið í Jerúsalem, þar sem stjórnvöld voru hvött til að aðstoða flóttamennina.fréttablaðið/AFPÁtökin í Darfúr síðustu fjögur ár eru talin hafa kostað að minnsta kosti 200 þúsund manns lífið og 2,5 milljónir manna hafa þurft að flýja að heiman. Sumir halda því reyndar fram að mannfallið hafi verið miklu meira, allt upp í hálf milljón manna, en á hinn bóginn segir Súdanstjórn þessar tölur mjög ýktar. Átökin hófust árið 2003 þegar heimamenn í hinu fátæka Darfúrhéraði gerðu uppreisn gegn ríkisstjórn landsins. Darfúrbúar saka stjórnina um að hafa vanrækt héraðið árum saman og mismunað íbúum þess gagnvart arabaþjóðinni í norðrinu.Íbúar héraðsins eru flestir bændur af afrískum uppruna en ríkisstjórnin er alfarið skipuð arabískumælandi múslimum frá norðurhluta landsins. Herskáir hópar arabískra janjaweed-stríðsmanna tóku í framhaldi af þessu að ráðast af miklu miskunnarleysi á þorp í Darfúr, og ríkisstjórnin er sökuð um að standa að einhverju leyti á bak við þessar árásir.Stöðug átök í hálfa öldLiðsmenn Janjaweed-sveitanna. „Janjaweed“ mun þýða „maður með byssu á hestbaki“. Þessar „riddarasveitir“ eru sagðar hafa haft stuðning Súdansstjórnar til að fara með ofbeldi gegn íbúum Darfúrhéraðs. Þessi mynd er tekin árið 2004.fréttablaðið/AFPÁtökin í Darfúr eru þó aðeins ein af mörgum minni og stærri atökum sem geisað hafa í Súdan, oftast milli stjórnarinnar og ýmissa uppreisnarhópa, allar götur síðan landið fékk sjálfstæði í byrjun árs 1956. Í suðurhlutanum áttu til dæmis kristnir íbúar, sem þar eru í meirihluta, í harðri borgarastyrjöld við stjórnarherinn allt frá árinu 1983 uns friðarsamkomulag var loks undirritað í janúar árið 2005. Samkvæmt því samkomulagi er gert ráð fyrir að árið 2011 verði haldnar þar kosningar um stofnun sjálfstæðs ríkis í Suður-Súdan.Nú síðast hafa borist fréttir af því að Arabaþjóðflokkarnir frá norðurhluta landsins séu farnir að berjast innbyrðis í Darfúrhéraði. Þau átök kostuðu tugi manna lífið í vikunni sem er að líða.Talið er að þau snúist um ræktar- og beitarland í suðurhluta Darfúrhéraðs. Sumt af þessu landsvæði var áður undir yfirráðum heimamanna, sem nú eru flúnir undan arabísku janjaweed-vígasveitunum.Farah Mustafa Abdullah, aðstoðarríkisstjóri í Suður-Darfúr, vill þó gera sem minnst úr þeim átökum: „Þetta er ekkert nýtt, svona átök verða um vatnsból og beitarlönd, þau verða að skoðast í því samhengi," sagði hann í viðtali við AP-fréttastofuna.
Mest lesið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Kári og Eva eru hjón Lífið Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Lífið Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Lífið Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Lífið Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Lífið Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Lífið „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Lífið „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira