Grand Theft Auto veldur vandræðum 8. ágúst 2007 08:00 Hlutabréf í Take-Two Interactive Software, framleiðanda hins geysivinsæla tölvuleiks Grand Theft Auto, féllu um sextán prósent eftir að út barst að seinkun yrði á nýjustu útgáfu leiksins. Í tilkynningu frá félaginu kom fram að afkoma félagsins á árinu yrði fyrir vikið neikvæð. Leikurinn átti upphaflega að koma út í október og fylla jólapakka allra þeirra fjölmargra aðdáenda hans, sem kunna vel að meta hraðann, ofbeldið og erótíkina sem hann einkennir. Nú er hans ekki að vænta fyrr en um mitt ár 2008. Áfallið kemur ekki á góðum tíma fyrir Take-Two sem á nokkur brösótt ár að baki. Meðal annars hefur afkoma félagsins ítrekað valdið vonbrigðum. Þá hafa deilur logað um innihald leiksins. Fyrr á þessu ári var framkvæmdastjóra og mörgum af æðstu stjórnendum félagsins vikið frá störfum. Nýlega var svo tilkynnt að störfum yrði fækkað í því miði að draga úr kostnaði félagsins. Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Stefna á fugl í PGA 2K25 Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur GameTíví: Erfið fjallganga hjá strákunum Kingdom Come Deliverance 2: Geggjuð fyrirsögn um geggjaðan leik Gráir fyrir járnum í GameTíví Sniper Elite: Resistance - Fátt nýtt í annars allt í lagi leik Sjá meira
Hlutabréf í Take-Two Interactive Software, framleiðanda hins geysivinsæla tölvuleiks Grand Theft Auto, féllu um sextán prósent eftir að út barst að seinkun yrði á nýjustu útgáfu leiksins. Í tilkynningu frá félaginu kom fram að afkoma félagsins á árinu yrði fyrir vikið neikvæð. Leikurinn átti upphaflega að koma út í október og fylla jólapakka allra þeirra fjölmargra aðdáenda hans, sem kunna vel að meta hraðann, ofbeldið og erótíkina sem hann einkennir. Nú er hans ekki að vænta fyrr en um mitt ár 2008. Áfallið kemur ekki á góðum tíma fyrir Take-Two sem á nokkur brösótt ár að baki. Meðal annars hefur afkoma félagsins ítrekað valdið vonbrigðum. Þá hafa deilur logað um innihald leiksins. Fyrr á þessu ári var framkvæmdastjóra og mörgum af æðstu stjórnendum félagsins vikið frá störfum. Nýlega var svo tilkynnt að störfum yrði fækkað í því miði að draga úr kostnaði félagsins.
Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Stefna á fugl í PGA 2K25 Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur GameTíví: Erfið fjallganga hjá strákunum Kingdom Come Deliverance 2: Geggjuð fyrirsögn um geggjaðan leik Gráir fyrir járnum í GameTíví Sniper Elite: Resistance - Fátt nýtt í annars allt í lagi leik Sjá meira